Afli í strandveiðum stóraukinn en fáir fást til að stunda veiðar Sveinn Arnarsson skrifar 15. mars 2018 06:00 Fyrirkomulag strandveiða hefur lítið breyst frá árinu 2009. Meiri afli hefur farið inn í kerfið en tekjur sjómanna hins vegar minnkað á sama tíma. Hilmar Thorarensen gerir út frá Gjögri í Árneshreppi á Ströndum Vísir/Stefán Staða strandveiða fyrir árið 2018 er óljósari en nokkru sinni áður samkvæmt skýrslu Sjávarútvegsmiðstöðvar Háskólans á Akureyri. Á meðan afli til veiðanna hefur verið aukinn um nærri 150 prósent hefur bátunum ekki fjölgað í takt. Afurðaverð hefur haft þau áhrif að meðafli skilar sér mun minna en áður til hafnar sem gæti bent til aukins brottkasts í kerfinu. Sjávarútvegsmiðstöð HA vann akýrsluna fyrir sjávarútvegsráðuneytið. Hún sýnir miklar brotalamir í kerfi strandveiða og að gæðum samfélagsins, í þessu tilviki aflamarki, sé ráðstafað með litlum árangri og að strandveiðar beri ýmis merki þess að vera svokölluð „hobbýsjómennska“. Í lok september í fyrra lauk níunda strandveiðisumrinu á Íslandi. Á þessum tíma hefur afli, sem farið hefur inn í kerfið, aukist úr 3.900 þorskígildistonnum í heil 9.760 tonn án þess að hið opinbera skoði hvernig nýtingin á þeim gæðum hafi verið fyrr en nú. Bátum hefur þó ekki fjölgað í takt við aukinn afla og afkoma strandveiðimanna hefur heldur ekki batnað í takt við auknar aflaheimildir. Strandveiðum var ætlað að stuðla að nýliðun og vera einhvers konar brú fyrir nýliða inn í aflamarkskerfið, þeir keyptu sér aflaheimildir og kæmust á skrið í greininni. Af skýrslunni að dæma hefur þetta markmið ekki náðst að neinu marki. „Vega þarf og meta fyrirkomulag þeirra aflaheimilda sem ríkið fer með forræði yfir, þar með talið strandveiða, með það að markmiði að tryggja betur byggðafestu og nýliðun,“ segir í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.Mikilvæg eða klúðursleg „Skýrslan er mikilvægt innlegg í þá vinnu sem mælt er fyrir um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Sá hluti þeirrar vinnu sem snýr að strandveiðum þarf að taka mið af þessum niðurstöðum. Að mínu mati þarf sérstaklega að skoða nýliðun í greininni og nýtingu á hráefni,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hinn dæmigerði strandveiðisjó- maður er karlmaður yfir 50 ára aldri, gerir út á bátnum sínum einn í áhöfn og með 4 rúllur um borð og hefur milljón krónur upp úr krafsinu yfir heilt sumar að mati skýrsluhöfunda. Axel Helgason, formaður Félags smábátaeigenda, gefur lítið fyrir þessa skýrslu. „Hún er frekar klúðurslega unnin og ég hnýt um margt í henni sem er ekki rétt farið með. Þetta slær mig sem einhvers konar atvinnusköpun fyrir háskólanema,“ segir Axel. „En það er bent á góða hluti þarna, meðal annars að hægt er að bæta kerfið með sóknardagakerfi. Það gekk ekki hjá síðasta ráðherra en við erum vongóðir um að það breytist núna.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Staða strandveiða fyrir árið 2018 er óljósari en nokkru sinni áður samkvæmt skýrslu Sjávarútvegsmiðstöðvar Háskólans á Akureyri. Á meðan afli til veiðanna hefur verið aukinn um nærri 150 prósent hefur bátunum ekki fjölgað í takt. Afurðaverð hefur haft þau áhrif að meðafli skilar sér mun minna en áður til hafnar sem gæti bent til aukins brottkasts í kerfinu. Sjávarútvegsmiðstöð HA vann akýrsluna fyrir sjávarútvegsráðuneytið. Hún sýnir miklar brotalamir í kerfi strandveiða og að gæðum samfélagsins, í þessu tilviki aflamarki, sé ráðstafað með litlum árangri og að strandveiðar beri ýmis merki þess að vera svokölluð „hobbýsjómennska“. Í lok september í fyrra lauk níunda strandveiðisumrinu á Íslandi. Á þessum tíma hefur afli, sem farið hefur inn í kerfið, aukist úr 3.900 þorskígildistonnum í heil 9.760 tonn án þess að hið opinbera skoði hvernig nýtingin á þeim gæðum hafi verið fyrr en nú. Bátum hefur þó ekki fjölgað í takt við aukinn afla og afkoma strandveiðimanna hefur heldur ekki batnað í takt við auknar aflaheimildir. Strandveiðum var ætlað að stuðla að nýliðun og vera einhvers konar brú fyrir nýliða inn í aflamarkskerfið, þeir keyptu sér aflaheimildir og kæmust á skrið í greininni. Af skýrslunni að dæma hefur þetta markmið ekki náðst að neinu marki. „Vega þarf og meta fyrirkomulag þeirra aflaheimilda sem ríkið fer með forræði yfir, þar með talið strandveiða, með það að markmiði að tryggja betur byggðafestu og nýliðun,“ segir í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.Mikilvæg eða klúðursleg „Skýrslan er mikilvægt innlegg í þá vinnu sem mælt er fyrir um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Sá hluti þeirrar vinnu sem snýr að strandveiðum þarf að taka mið af þessum niðurstöðum. Að mínu mati þarf sérstaklega að skoða nýliðun í greininni og nýtingu á hráefni,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hinn dæmigerði strandveiðisjó- maður er karlmaður yfir 50 ára aldri, gerir út á bátnum sínum einn í áhöfn og með 4 rúllur um borð og hefur milljón krónur upp úr krafsinu yfir heilt sumar að mati skýrsluhöfunda. Axel Helgason, formaður Félags smábátaeigenda, gefur lítið fyrir þessa skýrslu. „Hún er frekar klúðurslega unnin og ég hnýt um margt í henni sem er ekki rétt farið með. Þetta slær mig sem einhvers konar atvinnusköpun fyrir háskólanema,“ segir Axel. „En það er bent á góða hluti þarna, meðal annars að hægt er að bæta kerfið með sóknardagakerfi. Það gekk ekki hjá síðasta ráðherra en við erum vongóðir um að það breytist núna.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira