Sjávarútvegur

Sjávarútvegur

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Fjögur skip hefja leit að loðnu

Fjögur skip eru núna að hefja loðnuleit í veikri von um að bjarga megi loðnuvertíð. Kristján Már Unnarsson var staddur við höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar í Hafnarfirði í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði loðnuvertíðina skipta miklu máli fyrir þjóðarbúið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Togari kom með sprengju til hafnar á Akur­eyri

Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar er á leið til Akureyrar vegna tundurdufls sem togarinn Björg EA kom með til hafnar við athafnasvæði Útgerðarfélags Akureyrar í dag. Bryggjusvæðið var rýmt og vinnslu í fiskvinnsluhúsi hætt.

Innlent
Fréttamynd

Gefur lítið fyrir á­form ríkis­stjórnarinnar

„Ný ríkisstjórn þarf því í raun ekki að móta nýja auðlindastefnu um sjálfbæra nýtingu þegar kemur að sjávarútvegi. Íslenskur sjávarútvegur er sjálfbær og með aflamarkskerfinu hefur almennt tekist vel við endurreisn fiskistofna frá því að þeir voru við það að hrynja og sumir hrundu. Fækkun báta, skipa og útgerða hefur gerst á forsendum markaðarins og er nú svo komið að íslenskur sjávarútvegur leggur hlutfallslega mest til þjóðarbúsins meðal allra fiskveiðiþjóða“

Innlent
Fréttamynd

Ekki verði hróflað við kvóta­kerfinu

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði formenn ríkisstjórnaflokkanna loðna í svörum um stjórnarskrárákvæði um gjald af nýtingu auðlinda í þjóðareign. Hann segir nýja ríkisstjórn ósamstíga í málaflokknum.

Innlent
Fréttamynd

For­seti ASÍ á skautum

Það er sjálfsagt mál og eðlilegt að takast á um það sem betur má fara í samfélaginu. Sú umræða endar aldrei og ný vandamál skjóta upp kollinum um leið og ráðið er bót á öðrum.

Skoðun
Fréttamynd

Á­kall eftir rétt­mætari dreifingu á arði

Heppilegt og skilvirkt er að fjármagna starfsemi ríkisins með gjöldum á auðlindir, samkvæmt Daða Má Kristóferssyni, fjármálaráðherra utan þings, auðlindahagfræðingi og varaformanni Viðreisnar. Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagði hann mikið ákall eftir réttlátari dreifingu á arði af auðlindum Íslands en ekki stæði til að kollvarpa neinu.

Innlent
Fréttamynd

3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað

Heildarfjöldi eldislaxa sem var fargað eða flokkast undir afföll í fiskeldi frá janúar til og með nóvember á þessu ári eru 3.715.904 fiskar. Undir afföll flokkast þeir fiskar sem drepast í sjókvíaeldi.

Innlent
Fréttamynd

„Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir að handfæraveiðar muni aldrei ógna fiskistofnum. Jafnvel þótt strandveiðar yrðu heimilaðar yfir lengra tímabil og veiðiheimildir ótakmarkaðar. Slíkar veiðar stjórnist af veðri, vindum og fiskgengd í sjónum og því þurfi að hans mati ekki að óttast fjölgun í greininni. Hann segist vongóður um að strandveiðar verði stundaðar í heila 48 daga á ári líkt og ný ríkisstjórn hefur boðaða, sama hvað fiskveiðimagninu líður.

Innlent
Fréttamynd

Er sjávarút­vegur einka­mál kvóta­kónga?

Í nýlegri grein (visir.is 13 desember) sakaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), Alþýðusambandið um upplýsingaóreiðu. Tilefnið er umræða á nýlegu þingi ASÍ þar sem 300 þingfulltrúar mótuðu stefnu um nýtingu sameiginlegra auðlinda þjóðarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Hvalveiðilögin barn síns tíma

Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, segir hvalveiðilögin barn síns tíma. Hún geri sér grein fyrir því að hvalveiðar séu mikið hitamál. 

Innlent
Fréttamynd

Tvö tröll­vaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn

Það kemur á óvart að stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar sé ekki meira afgerandi um aðgerðir í velferðarmálum miðað við þær áherslur sem flokkarnir héldu á lofti fyrir kosningar. Tvö risavaxin mál er hins vegar að finna í sáttmálanum, annars vegar um auðlindir og hins vegar um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið.

Innlent
Fréttamynd

Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, segir fyrirhugaðar breytingar á lögum og reglum um strandveiðar fela í sér margt annað en að auka kvóta. Hún átti í snörpum orðaskiptum við þáttarstjórnanda á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun varðandi áform ríkisstjórnarinnar í strandveiðum. Forsætisráðherra viðurkennir að margt sé ekki að fullu útfært í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og gefur ekki upp hversu mikil boðuð hækkun auðlindagjalda eigi að vera.

Innlent
Fréttamynd

Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glæ­nýtt

Starfandi matvælaráðherra segir nauðsynlegt að Hvalur hf. hafi fyrirsjáanleika í rekstri og því hafi hann gefið út fimm ára hvalveiðileyfi sem endurnýjast sjálfkrafa á hverju ári. Hann hafi ekki haft tíma til að taka ákvörðun fyrir kosningar. Óþarfi sé að bíða eftir niðurstöðu starfshóps sem rýnir lagaumgjörð hvalveiða áður en slík ákvörðun er tekin.

Innlent
Fréttamynd

Grýtt eða greið leið?

Skattar og gjöld eru órjúfanlegur hluti af samfélagslegri umræðu, sérstaklega þegar kemur að nýtingu náttúruauðlinda. Atvinnugreinar eins og fiskveiðar og fiskeldi, sem báðar byggjast á auðlindum sjávar, eru dæmi um mikilvægar stoðir hagkerfisins þar sem gjaldtaka kemur reglulega til umræðu.

Skoðun
Fréttamynd

Hætta á að ráð­herrar verði eins og flóðhestar í baði

Núgildandi lög um hvalveiðar eru löngu úrelt að mati lagaprófessors og fyrrum ráðgjafa stjórnvalda í hvalveiðum. Við ákvarðanatöku sé hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baðkari. Stjórnarmaður í Dýraverndarsamtökum Íslands sakar starfandi matvælaráðherra um valdníðslu með því að veita í raun ótímabundið leyfi til hvalveiða.

Innlent
Fréttamynd

„Ég tek bara ekkert mark á því“

Formaður Verkalýðsfélags Akraness gefur lítið fyrir gagnrýni Katrínar Oddsdóttur, lögmanns Náttúruverndarsamtaka Íslands, og Henrys Alexanders Henryssonar, siðfræðings, á ákvörðun Bjarna Benediktssonar starfandi matvælaráðherra um að gefa út fimm ára hvalveiðileyfi til Hvals hf., sem endurnýjast árlega. Hann telur málflutning þeirra einkennast af hræsni. 

Innlent