Nemendur velja sjálfir hvort þeir taki samræmdu prófin aftur Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. mars 2018 17:45 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/Stefán Nemendum í 9. bekk gefst kostur á að þreyta að nýju könnunarpróf í ensku og íslensku, en próftaka tveggja samræmdra prófa mistókst í síðustu viku. Þátttaka í könnunarprófunum verður valkvæð og munu stjórnendur í hverjum skóla ákveða hvort þeir leggja prófin fyrir nemendur sína í vor eða haust, að því er fram kemur í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Þeir nemendur sem luku prófunum í liðinni viku fá afhentar niðurstöður úr þeim. Öllum býðst svo að þreyta sambærileg könnunarpróf að nýju. Þeir nemendur sem kjósa, að höfðu samráði við forráðamenn, að taka ekki umrædd próf aftur verða leystir undan prófskyldu. Í tilkynningu kemur fram að þessi leið hafi verið talin sanngjörnust fyrir nemendur. Þá verða ekki gefnar út svokallaðar raðeinkunnir, ekki verða reiknuð meðaltöl fyrir einstaka skóla eða landssvæði og samanburður milli skóla verður ekki mögulegur vegna annmarka á framkvæmd prófanna. Sjá einnig: Lögfræðiálit unnið um stöðu þeirra sem þreyttu samræmdu prófin „Það var mikilvægt að eyða óvissu um framhald þessa máls. Skoðanir nemenda, foreldra, kennara og skólastjórnenda eru ólíkar og ég hef t.a.m. fengið fjölmörg bréf frá fólki sem ýmist vill fella prófin niður, leggja þau fyrir alla nemendur að nýju eða fara bil beggja,” segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. „Það er ljóst að engin ein niðurstaða sættir öll sjónarmið í málinu en það er mikilvægt að ákvörðun ráðuneytisins sé í fullu samræmi við lög og sanngjörn gagnvart nemendum. Réttur nemenda verður ekki tekinn af þeim og ég er vongóð um að sátt geti skapast um þessa leið." Niðurstöður í málinu eru byggðar á samráðsfundi í ráðuneytinu með fulltrúum úr skólasamfélaginu. Í tilkynningu segir að ólík sjónarmið hafi komið fram á fundinum en fundarmenn sammæltust um að vinna að farsælli lausn í kjölfar ákvörðunar ráðherra. Á fundinum var enn fremur ákveðið að setja á laggirnar vinnuhóp hagsmunaaðila, sem geri tillögu að framtíðarstefnu um fyrirkomulag samræmdra könnunarprófa. Hópurinn verður skipaður á næstu vikum og á hann að skila mati sínu ásamt tillögu til ráðherra fyrir árslok. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óháður aðili fer yfir framkvæmd samræmdra prófa Verða niðurstöður þeirrar athugunar gerðar opinberar þegar þær liggja fyrir. 12. mars 2018 12:17 Lögfræðiálit unnið um stöðu þeirra sem þreyttu samræmdu prófin Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fundaði með fulltrúum Menntamálastofnunar um helgina vegna þeirrar stöðu sem upp er komin varðandi samræmd próf níundu bekkinga. 12. mars 2018 07:00 Vilja skoða hvort leggja eigi niður samræmd próf Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur hefur lagt fram tillögu um að fyrirkomulag samræmdra prófa verði tekið til endurskoðunar og komið verði af stað vinnu við endurmat. 14. mars 2018 17:22 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Nemendum í 9. bekk gefst kostur á að þreyta að nýju könnunarpróf í ensku og íslensku, en próftaka tveggja samræmdra prófa mistókst í síðustu viku. Þátttaka í könnunarprófunum verður valkvæð og munu stjórnendur í hverjum skóla ákveða hvort þeir leggja prófin fyrir nemendur sína í vor eða haust, að því er fram kemur í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Þeir nemendur sem luku prófunum í liðinni viku fá afhentar niðurstöður úr þeim. Öllum býðst svo að þreyta sambærileg könnunarpróf að nýju. Þeir nemendur sem kjósa, að höfðu samráði við forráðamenn, að taka ekki umrædd próf aftur verða leystir undan prófskyldu. Í tilkynningu kemur fram að þessi leið hafi verið talin sanngjörnust fyrir nemendur. Þá verða ekki gefnar út svokallaðar raðeinkunnir, ekki verða reiknuð meðaltöl fyrir einstaka skóla eða landssvæði og samanburður milli skóla verður ekki mögulegur vegna annmarka á framkvæmd prófanna. Sjá einnig: Lögfræðiálit unnið um stöðu þeirra sem þreyttu samræmdu prófin „Það var mikilvægt að eyða óvissu um framhald þessa máls. Skoðanir nemenda, foreldra, kennara og skólastjórnenda eru ólíkar og ég hef t.a.m. fengið fjölmörg bréf frá fólki sem ýmist vill fella prófin niður, leggja þau fyrir alla nemendur að nýju eða fara bil beggja,” segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. „Það er ljóst að engin ein niðurstaða sættir öll sjónarmið í málinu en það er mikilvægt að ákvörðun ráðuneytisins sé í fullu samræmi við lög og sanngjörn gagnvart nemendum. Réttur nemenda verður ekki tekinn af þeim og ég er vongóð um að sátt geti skapast um þessa leið." Niðurstöður í málinu eru byggðar á samráðsfundi í ráðuneytinu með fulltrúum úr skólasamfélaginu. Í tilkynningu segir að ólík sjónarmið hafi komið fram á fundinum en fundarmenn sammæltust um að vinna að farsælli lausn í kjölfar ákvörðunar ráðherra. Á fundinum var enn fremur ákveðið að setja á laggirnar vinnuhóp hagsmunaaðila, sem geri tillögu að framtíðarstefnu um fyrirkomulag samræmdra könnunarprófa. Hópurinn verður skipaður á næstu vikum og á hann að skila mati sínu ásamt tillögu til ráðherra fyrir árslok.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óháður aðili fer yfir framkvæmd samræmdra prófa Verða niðurstöður þeirrar athugunar gerðar opinberar þegar þær liggja fyrir. 12. mars 2018 12:17 Lögfræðiálit unnið um stöðu þeirra sem þreyttu samræmdu prófin Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fundaði með fulltrúum Menntamálastofnunar um helgina vegna þeirrar stöðu sem upp er komin varðandi samræmd próf níundu bekkinga. 12. mars 2018 07:00 Vilja skoða hvort leggja eigi niður samræmd próf Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur hefur lagt fram tillögu um að fyrirkomulag samræmdra prófa verði tekið til endurskoðunar og komið verði af stað vinnu við endurmat. 14. mars 2018 17:22 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Óháður aðili fer yfir framkvæmd samræmdra prófa Verða niðurstöður þeirrar athugunar gerðar opinberar þegar þær liggja fyrir. 12. mars 2018 12:17
Lögfræðiálit unnið um stöðu þeirra sem þreyttu samræmdu prófin Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fundaði með fulltrúum Menntamálastofnunar um helgina vegna þeirrar stöðu sem upp er komin varðandi samræmd próf níundu bekkinga. 12. mars 2018 07:00
Vilja skoða hvort leggja eigi niður samræmd próf Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur hefur lagt fram tillögu um að fyrirkomulag samræmdra prófa verði tekið til endurskoðunar og komið verði af stað vinnu við endurmat. 14. mars 2018 17:22