Corbyn gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við ásökunum gegn Rússum Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2018 16:27 Corbyn fordæmdi ekki rússnesk stjórnvöld fyrir eiturefnaárásina í Salisbury og krafðist frekari rannsóknar. Vísir/AFP Þingmenn Verkamannaflokksins eru á meðal þeirra sem gagnrýna viðbrögð Jeremys Corbyn, leiðtoga flokksins, við yfirlýsingu bresku ríkisstjórnarinnar um að Rússar hafi líklega staðið að morðtilræði við rússneskan gagnnjósnara með taugaeitri. Sergei Skripal og dóttir hans liggja enn þungt haldin á sjúkrahúsi eftir að eitrað var fyrir þeim með taugaeitri sem vitað er að Rússar þróuðu í bænum Salisbury um þarsíðustu helgi. Talið er að á þriðja tug manna hafi orðið fyrir áhrifum taugaeitursins í bænum. Theresa May, forsætisráðherra, lýsti því yfir í gær að líklegt væri að Rússar stæðu að baki árásinni eða að taugaeitur þeirra hafi í versta falli lent í höndum þeirra sem stóðu fyrir henni. Rússnesk stjórnvöld hafa hafnað því að þau beri ábyrgð á á tilræðinu. Tilræðið var til umræðu á breska þinginu í dag. Tilkynnti May að hún hygðist reka 23 rússneska njósnara úr landinu vegna málsins.Kölluðu á Corbyn að skammast sín Viðbrögð Corbyn voru hins vegar ekki eins afdráttarlaus. Þannig fordæmdi hann stjórnvöld í Kreml ekki með beinum orðum fyrir árásina í Salisbury. Kallaði hann árásina „skelfilegt ofbeldisverk“ og að það væri algerlega glæfralegt að nota efnavopn í borgaralegu umhverfi. Corbyn útilokaði hins vegar ekki að einhverjir aðrir en Rússar hefðu getað beitt taugaeitrinu og krafði May um frekari svör. „Ef ríkisstjórnin trúir því að það sé enn mögulegt að Rússland hafi fyrir vanrækni misst stjórn á hernaðareiturefni, til hvaða aðgerða hefur hún gripið í gegnum Samtök um bann við efnavopnum með bandamönnum okkar?“ spurði Corbyn. Þingmenn Íhaldsflokksins brugðust við með því að hrópa á Corbyn að skammast sín, að því er segir í frétt The Guardian. Ekki bætti í skák þegar talsmaður Corbyn gerði niðurstöður rannsóknarinnar á árásinni á Skripal tortryggilegar með því að vitna í fordæmi Íraksstríðsins árið 2003. „Það er saga sem tengist gereyðingarvopnum og hvað er talið vera sönnunargögn í stjórnmálum sem er vafasöm svo ekki sé fastar að orði kveðið,“ sagði Seumas Milne, talsmaður Corbyn við fréttamenn á meðan umræður stóðu enn yfir í þingsal. Nokkrir þingmenn Verkamannaflokksins tóku undir gagnrýni íhaldsmanna á Corbyn vegna þess sem þeir töldu linkind leiðtogans gagnvart Rússum. May harmaði orð Corbyn og talsmanns hans og sagðist telja að hann hefði getað nýtt tækifærið til að taka undir fordæmingu ríkisstjórnarinnar á framferði Rússa. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. 14. mars 2018 11:52 Bretar ætla að reka 23 rússneska njósnara úr landi Það var gert eftir að Rússar neituðu að útskýra hvernig taugaeitur sem þróað var í Rússlandi var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. 14. mars 2018 13:32 Telur afar líklegt að Rússar beri ábyrgð á því að eitrað var fyrir njósnara May tilkynnti þessa niðurstöðu á breska þinginu í dag 12. mars 2018 17:57 Rússar hyggjast ekki svara Bretum nema þeir fái sýni af eitrinu Yfirvöld í Kreml svara ekki ásökunum Breta um notkun taugaeiturs á breskri grund fyrr en þau fá sýni af efninu sem notað var. 14. mars 2018 06:00 Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Sjá meira
Þingmenn Verkamannaflokksins eru á meðal þeirra sem gagnrýna viðbrögð Jeremys Corbyn, leiðtoga flokksins, við yfirlýsingu bresku ríkisstjórnarinnar um að Rússar hafi líklega staðið að morðtilræði við rússneskan gagnnjósnara með taugaeitri. Sergei Skripal og dóttir hans liggja enn þungt haldin á sjúkrahúsi eftir að eitrað var fyrir þeim með taugaeitri sem vitað er að Rússar þróuðu í bænum Salisbury um þarsíðustu helgi. Talið er að á þriðja tug manna hafi orðið fyrir áhrifum taugaeitursins í bænum. Theresa May, forsætisráðherra, lýsti því yfir í gær að líklegt væri að Rússar stæðu að baki árásinni eða að taugaeitur þeirra hafi í versta falli lent í höndum þeirra sem stóðu fyrir henni. Rússnesk stjórnvöld hafa hafnað því að þau beri ábyrgð á á tilræðinu. Tilræðið var til umræðu á breska þinginu í dag. Tilkynnti May að hún hygðist reka 23 rússneska njósnara úr landinu vegna málsins.Kölluðu á Corbyn að skammast sín Viðbrögð Corbyn voru hins vegar ekki eins afdráttarlaus. Þannig fordæmdi hann stjórnvöld í Kreml ekki með beinum orðum fyrir árásina í Salisbury. Kallaði hann árásina „skelfilegt ofbeldisverk“ og að það væri algerlega glæfralegt að nota efnavopn í borgaralegu umhverfi. Corbyn útilokaði hins vegar ekki að einhverjir aðrir en Rússar hefðu getað beitt taugaeitrinu og krafði May um frekari svör. „Ef ríkisstjórnin trúir því að það sé enn mögulegt að Rússland hafi fyrir vanrækni misst stjórn á hernaðareiturefni, til hvaða aðgerða hefur hún gripið í gegnum Samtök um bann við efnavopnum með bandamönnum okkar?“ spurði Corbyn. Þingmenn Íhaldsflokksins brugðust við með því að hrópa á Corbyn að skammast sín, að því er segir í frétt The Guardian. Ekki bætti í skák þegar talsmaður Corbyn gerði niðurstöður rannsóknarinnar á árásinni á Skripal tortryggilegar með því að vitna í fordæmi Íraksstríðsins árið 2003. „Það er saga sem tengist gereyðingarvopnum og hvað er talið vera sönnunargögn í stjórnmálum sem er vafasöm svo ekki sé fastar að orði kveðið,“ sagði Seumas Milne, talsmaður Corbyn við fréttamenn á meðan umræður stóðu enn yfir í þingsal. Nokkrir þingmenn Verkamannaflokksins tóku undir gagnrýni íhaldsmanna á Corbyn vegna þess sem þeir töldu linkind leiðtogans gagnvart Rússum. May harmaði orð Corbyn og talsmanns hans og sagðist telja að hann hefði getað nýtt tækifærið til að taka undir fordæmingu ríkisstjórnarinnar á framferði Rússa.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. 14. mars 2018 11:52 Bretar ætla að reka 23 rússneska njósnara úr landi Það var gert eftir að Rússar neituðu að útskýra hvernig taugaeitur sem þróað var í Rússlandi var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. 14. mars 2018 13:32 Telur afar líklegt að Rússar beri ábyrgð á því að eitrað var fyrir njósnara May tilkynnti þessa niðurstöðu á breska þinginu í dag 12. mars 2018 17:57 Rússar hyggjast ekki svara Bretum nema þeir fái sýni af eitrinu Yfirvöld í Kreml svara ekki ásökunum Breta um notkun taugaeiturs á breskri grund fyrr en þau fá sýni af efninu sem notað var. 14. mars 2018 06:00 Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Sjá meira
Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. 14. mars 2018 11:52
Bretar ætla að reka 23 rússneska njósnara úr landi Það var gert eftir að Rússar neituðu að útskýra hvernig taugaeitur sem þróað var í Rússlandi var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. 14. mars 2018 13:32
Telur afar líklegt að Rússar beri ábyrgð á því að eitrað var fyrir njósnara May tilkynnti þessa niðurstöðu á breska þinginu í dag 12. mars 2018 17:57
Rússar hyggjast ekki svara Bretum nema þeir fái sýni af eitrinu Yfirvöld í Kreml svara ekki ásökunum Breta um notkun taugaeiturs á breskri grund fyrr en þau fá sýni af efninu sem notað var. 14. mars 2018 06:00
Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00