Leggja til að stytta vinnuviku leikskólakennara Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. mars 2018 14:44 Skortur hefur verið á starfsfólki á leikskólum og frístundaheimilum Reykjavíkurborgar. Vísir/Vilhelm Starfshópur um nýliðun og bætt starfsumhverfi leikskólakennara í Reykjavík leggur til að vinnuvika leikskólakennara verði stytt í 35 stundir, farið verði í sértækar aðgerðir til að fjölga karlmönnum í faginu og búnir til fjárhagslegir hvatar fyrir leikskólakennaranema til að ljúka námi sínu. Hópurinn kynnti í dag 33 tillögur sínar fyrir fulltrúum í skóla- og frístundaráði. Tillögurnar snúa að fjórum meginflokkum; aðgerðum til að bæta starfsumhverfi í leikskólum, efla stuðning við leikskólakennara í starfi, fjölga leikskólakennurum og breyttu skipulagi náms í leikskólakennarafræðum. Lokað í leikskólum milli jóla og áramóta Meðal tillagna starfshópsins sem miða að því að bæta starfsumhverfi er að unnið verði að því að auka rými barna í leikskólum, fjölgað verði stöðugildum í leikskólum vegna fjögurra og fimm ára barna, vinnuvika leikskólakennara verði stytt í 35 stundir, undirbúningstími deildarstjóra og leikskólakennara verði lengdur og að lokað verði í leikskólum á milli jóla og áramóta. Þá er lagt til að farið verði í aðgerðir til að tryggja að húsnæði og umhverfi henti starfsemi leikskóla að því er fram kemur í tilkynningu frá borginni. „Til að styðja við leikskólakennara í starfi er lagt til að efla móttöku nýliða, að nýir leikskólakennarar fái mentor og aukinn stuðning og að öðrum leikskólakennurum bjóðist handleiðsla í starfi. Þá er lagt til að farið verði í sértækar aðgerðir til að tryggja stöðugleika í starfsmannahópnum,“ segir í tilkynningunni. Tillögur sem miða að því að fjölga leikskólakennurum ganga út á gera laun þeirra sambærileg við aðra sérfræðinga, efla ímynd leikskólakennarastarfsins og efna til heildrænnar kynningar á námi í leikskólakennarafræðum. Einnig að fara í kynningarátak meðal starfsmanna leikskóla um námsleiðir í átt að leikskólakennarafræðum, og búa til fjárhagslega hvata til að starfsmenn ljúki slíku námi. Þá er lagt til að farið verði í sértækar aðgerðir til að fjölga karlkyns leikskólakennurum. Auka tengingu náms Að lokum leggur starfshópurinn til að áfangar í leikskólakennaranáminu leiði til viðurkenningar í starfi og launasetningu og að leikskólakennurum bjóðist fleiri tækifæri til starfsþróunar. Lagt er til að farið verði í sértækar aðgerðir fyrir starfsmenn leikskóla sem ekki hafa lokið formlegu námi til að öðlast leikskólaréttindi og auka tengingu námsins við vettvanginn. Starfshópurinn hefur starfað í rúmt ár og var skipaður kjörnum fulltrúum og fulltrúum Félags leikskólakennara, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Menntavísindasviðs HÍ, Félags stjórnenda í leikskólum, fulltrúum foreldra og sérfræðingum á skóla- og frístundasviði. Formaður hópsins var Hermann Valsson, sem jafnframt er varaformaður í skóla- og frístundaráði. Á fundi sínum í dag fól skóla- og frístundaráð sviðsstjóra að vinna áætlun um innleiðingu á tillögum starfshópsins með kostnaðarmati og áfangaskiptingu og verði hún kynnt innan mánaðar. Skóla - og menntamál Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Sjá meira
Starfshópur um nýliðun og bætt starfsumhverfi leikskólakennara í Reykjavík leggur til að vinnuvika leikskólakennara verði stytt í 35 stundir, farið verði í sértækar aðgerðir til að fjölga karlmönnum í faginu og búnir til fjárhagslegir hvatar fyrir leikskólakennaranema til að ljúka námi sínu. Hópurinn kynnti í dag 33 tillögur sínar fyrir fulltrúum í skóla- og frístundaráði. Tillögurnar snúa að fjórum meginflokkum; aðgerðum til að bæta starfsumhverfi í leikskólum, efla stuðning við leikskólakennara í starfi, fjölga leikskólakennurum og breyttu skipulagi náms í leikskólakennarafræðum. Lokað í leikskólum milli jóla og áramóta Meðal tillagna starfshópsins sem miða að því að bæta starfsumhverfi er að unnið verði að því að auka rými barna í leikskólum, fjölgað verði stöðugildum í leikskólum vegna fjögurra og fimm ára barna, vinnuvika leikskólakennara verði stytt í 35 stundir, undirbúningstími deildarstjóra og leikskólakennara verði lengdur og að lokað verði í leikskólum á milli jóla og áramóta. Þá er lagt til að farið verði í aðgerðir til að tryggja að húsnæði og umhverfi henti starfsemi leikskóla að því er fram kemur í tilkynningu frá borginni. „Til að styðja við leikskólakennara í starfi er lagt til að efla móttöku nýliða, að nýir leikskólakennarar fái mentor og aukinn stuðning og að öðrum leikskólakennurum bjóðist handleiðsla í starfi. Þá er lagt til að farið verði í sértækar aðgerðir til að tryggja stöðugleika í starfsmannahópnum,“ segir í tilkynningunni. Tillögur sem miða að því að fjölga leikskólakennurum ganga út á gera laun þeirra sambærileg við aðra sérfræðinga, efla ímynd leikskólakennarastarfsins og efna til heildrænnar kynningar á námi í leikskólakennarafræðum. Einnig að fara í kynningarátak meðal starfsmanna leikskóla um námsleiðir í átt að leikskólakennarafræðum, og búa til fjárhagslega hvata til að starfsmenn ljúki slíku námi. Þá er lagt til að farið verði í sértækar aðgerðir til að fjölga karlkyns leikskólakennurum. Auka tengingu náms Að lokum leggur starfshópurinn til að áfangar í leikskólakennaranáminu leiði til viðurkenningar í starfi og launasetningu og að leikskólakennurum bjóðist fleiri tækifæri til starfsþróunar. Lagt er til að farið verði í sértækar aðgerðir fyrir starfsmenn leikskóla sem ekki hafa lokið formlegu námi til að öðlast leikskólaréttindi og auka tengingu námsins við vettvanginn. Starfshópurinn hefur starfað í rúmt ár og var skipaður kjörnum fulltrúum og fulltrúum Félags leikskólakennara, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Menntavísindasviðs HÍ, Félags stjórnenda í leikskólum, fulltrúum foreldra og sérfræðingum á skóla- og frístundasviði. Formaður hópsins var Hermann Valsson, sem jafnframt er varaformaður í skóla- og frístundaráði. Á fundi sínum í dag fól skóla- og frístundaráð sviðsstjóra að vinna áætlun um innleiðingu á tillögum starfshópsins með kostnaðarmati og áfangaskiptingu og verði hún kynnt innan mánaðar.
Skóla - og menntamál Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Sjá meira