Bretar ætla að reka 23 rússneska njósnara úr landi Samúel Karl Ólason skrifar 14. mars 2018 13:32 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að erindrekarnir 23 séu í raun njósnarar og þeir hafi viku til að yfirgefa Bretland. Vísir/AFP Yfirvöld Bretlands hafa ákveðið að reka 23 rússneska erindreka úr landi. Það var gert eftir að Rússar neituðu að útskýra hvernig taugaeitur sem þróað var í Rússlandi var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. Skripal og dóttir hans liggja þungt haldin á sjúkrahúsi og urðu fleiri fyrir áhrifum eitursins. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að erindrekarnir 23 séu í raun njósnarar og þeir hafi viku til að yfirgefa Bretland. Hún segir Rússa hafa ekki veitt nokkra skýringu á hvernig taugaeitrið hafi verið notað í Bretlandi og hafi nálgast málið af „kaldhæðni, vanvirðingu og andstöðu“.Yfirvöld Bretlands segja taugaeitrið hafa verið framleitt í Rússlandi. Eitrið er sagt tilheyra eiturflokknum Novichok en ekki hefur verið gefið út nánar hvaða eitur var notað.Vísir/GraphicNewsRússar þvertaka fyrir að hafa komið að morðtilrauninni og hafa farið fram á að fá aðgang að sönnunargögnum Breta. Auk þess að vísa Rússunum úr landi ætla Bretar að auka eftirlit með einkaflugum Rússa til Bretlands og tollgæslu gagnvart vörum frá Rússlandi. Að frysta eigur rússneska ríkisins sem sönnunargögn benda til að hafa verið notaðar til að ógna lífum eða eigum Breta og íbúa Bretlands. Þar að auki munu ráðherrar og konungsfjölskylda Bretlands sniðganga HM í sumar. Sergei Skripal var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa útvegað leyniþjónustu Bretlands nöfn útsendara Rússa í Evrópu. Hann var frelsaður árið 2010 þegar Bandaríkin og Rússland skiptust á njósnurum sem höfðu verið handsamaðir. Rússar slepptu fjórum njósnurum og Bandaríkin tíu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem eitur er byrlað fyrir Rússneskum aðila í Bretlandi og gruna yfirvöld Bretlands þegar að yfirvöld Rússlands hafi komið að árásinni. Feðginin Sergei og Yulia Skripal urðu fyrir eiturefnaárás á sunnudaginn 4. mars og liggja enn þungt haldin á sjúkrahúsi. Lögregluþjónninn Nick Bailey, sem veiktist er hann reyndi að koma feðginunum til bjargar, er kominn til meðvitundar en ástand hans er enn alvarlegt. Sendiráð Rússlands í Bretlandi segir aðgerðir Breta vera óvinveittar, óásættanlegar, óréttmætar og skammsýnar.Statement of the Russian Embassy https://t.co/UvisUyqzMw pic.twitter.com/PpvXxN03nx— Russian Embassy, UK (@RussianEmbassy) March 14, 2018 Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. 14. mars 2018 11:52 Rússar hyggjast ekki svara Bretum nema þeir fái sýni af eitrinu Yfirvöld í Kreml svara ekki ásökunum Breta um notkun taugaeiturs á breskri grund fyrr en þau fá sýni af efninu sem notað var. 14. mars 2018 06:00 Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00 Bretar sagðir íhuga að hefta aðgengi rússneskra auðkýfinga að „Londongrad“ Bresk yfirvöld velta fyrir sér aðgerðum eftir að eitrað var fyrir fyrrverandi njósnara. 13. mars 2018 22:38 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Yfirvöld Bretlands hafa ákveðið að reka 23 rússneska erindreka úr landi. Það var gert eftir að Rússar neituðu að útskýra hvernig taugaeitur sem þróað var í Rússlandi var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. Skripal og dóttir hans liggja þungt haldin á sjúkrahúsi og urðu fleiri fyrir áhrifum eitursins. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að erindrekarnir 23 séu í raun njósnarar og þeir hafi viku til að yfirgefa Bretland. Hún segir Rússa hafa ekki veitt nokkra skýringu á hvernig taugaeitrið hafi verið notað í Bretlandi og hafi nálgast málið af „kaldhæðni, vanvirðingu og andstöðu“.Yfirvöld Bretlands segja taugaeitrið hafa verið framleitt í Rússlandi. Eitrið er sagt tilheyra eiturflokknum Novichok en ekki hefur verið gefið út nánar hvaða eitur var notað.Vísir/GraphicNewsRússar þvertaka fyrir að hafa komið að morðtilrauninni og hafa farið fram á að fá aðgang að sönnunargögnum Breta. Auk þess að vísa Rússunum úr landi ætla Bretar að auka eftirlit með einkaflugum Rússa til Bretlands og tollgæslu gagnvart vörum frá Rússlandi. Að frysta eigur rússneska ríkisins sem sönnunargögn benda til að hafa verið notaðar til að ógna lífum eða eigum Breta og íbúa Bretlands. Þar að auki munu ráðherrar og konungsfjölskylda Bretlands sniðganga HM í sumar. Sergei Skripal var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa útvegað leyniþjónustu Bretlands nöfn útsendara Rússa í Evrópu. Hann var frelsaður árið 2010 þegar Bandaríkin og Rússland skiptust á njósnurum sem höfðu verið handsamaðir. Rússar slepptu fjórum njósnurum og Bandaríkin tíu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem eitur er byrlað fyrir Rússneskum aðila í Bretlandi og gruna yfirvöld Bretlands þegar að yfirvöld Rússlands hafi komið að árásinni. Feðginin Sergei og Yulia Skripal urðu fyrir eiturefnaárás á sunnudaginn 4. mars og liggja enn þungt haldin á sjúkrahúsi. Lögregluþjónninn Nick Bailey, sem veiktist er hann reyndi að koma feðginunum til bjargar, er kominn til meðvitundar en ástand hans er enn alvarlegt. Sendiráð Rússlands í Bretlandi segir aðgerðir Breta vera óvinveittar, óásættanlegar, óréttmætar og skammsýnar.Statement of the Russian Embassy https://t.co/UvisUyqzMw pic.twitter.com/PpvXxN03nx— Russian Embassy, UK (@RussianEmbassy) March 14, 2018
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. 14. mars 2018 11:52 Rússar hyggjast ekki svara Bretum nema þeir fái sýni af eitrinu Yfirvöld í Kreml svara ekki ásökunum Breta um notkun taugaeiturs á breskri grund fyrr en þau fá sýni af efninu sem notað var. 14. mars 2018 06:00 Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00 Bretar sagðir íhuga að hefta aðgengi rússneskra auðkýfinga að „Londongrad“ Bresk yfirvöld velta fyrir sér aðgerðum eftir að eitrað var fyrir fyrrverandi njósnara. 13. mars 2018 22:38 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. 14. mars 2018 11:52
Rússar hyggjast ekki svara Bretum nema þeir fái sýni af eitrinu Yfirvöld í Kreml svara ekki ásökunum Breta um notkun taugaeiturs á breskri grund fyrr en þau fá sýni af efninu sem notað var. 14. mars 2018 06:00
Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00
Bretar sagðir íhuga að hefta aðgengi rússneskra auðkýfinga að „Londongrad“ Bresk yfirvöld velta fyrir sér aðgerðum eftir að eitrað var fyrir fyrrverandi njósnara. 13. mars 2018 22:38