Bretar sagðir íhuga að hefta aðgengi rússneskra auðkýfinga að „Londongrad“ Birgir Olgeirsson skrifar 13. mars 2018 22:38 Bresk yfirvöld velta fyrir sér aðgerðum eftir að eitrað var fyrir fyrrverandi njósnara. Vísir/Getty Breskur þingmaður hefur lagt til að aðgengi rússneskra auðjöfra að London verði heft eftir að eitrað var fyrir fyrrverandi rússneskum njósnara og dóttur hans. Njósnarinn fyrrverandi heitir Sergei Skripal, 66 ára, en dóttir hans heitir Yulia, 33 ára. Þau fundust meðvitundarlaus á bekk í verslunarmiðstöð í Salisbury í Wiltshire í suðurhluta Englands. Engir sjáanlegir áverkar voru á þeim. Þau liggja nú þungt haldin á sjúkrahúsi en líðan þeirra er sögð stöðug. Skripal var dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir njósnir í þágu Breta í Rússlandi árið 2006. Honum var sleppt fjórum áður síðar og veitt hæli á Bretlandi. Taugaeitrið sem þeim var byrlað er af tegundinni Novichok en það var þróað í Sovétríkjunum sálugu. Theresa May, forsætisráðherra Breta, sagði á breska þinginu í gær að grunur breskra yfirvalda beindist að Rússum í þessu máli. Sagði hún afar líklegt að rússnesk yfirvöld bæru annað hvort beina ábyrgð á tilræðinu eða þá að yfirvöld þar í landi hafi komið því í kring að eitrið hafnaði í höndum tilræðismanna. Rússneski auðkýfingurinn Roman Abramovich.Vísir/GettyBresk yfirvöld hafa gefið Vladimir Putin, forseta Rússlands, frest fram á miðnætti í kvöld til að veita útskýringar á þessari árás. Íhuga bresk yfirvöld aðgerðir gegn Rússum vegna málsins en bresk þingmaðurinn Tom Tugendhat lagði fram tillögu sem gæti gert það að verkum að aðgengi olígarka, sem stórauðugustu á einkavæðingu í Rússlandi eftir fall Sovétríkjanna, að höfuðborg Breta, London, verði heft.Greint er frá þessu á vef Reuters en þar segir að margir af þessum olígörkum hafi flutt auðæfi sín, fyrirtæki og fjölskyldur til London. Á meðal þekktra olígarka sem þar eru má nefna Roman Abramovich og Alisher Usmanov sem eru stærstu eigendur knattspyrnuliðanna Chelsea og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Í frétt Reuters er London sögð hafa fengið viðurnefnið „Londongrad“ vegna vinsælda hennar hjá rússneskum auðjöfrum. Bandaríska fjármálaráðuneytið birti í janúar síðastliðnum lista yfir 96 rússneska olígarka og segir Reuters að um tíu til fimmtán prósent séu í nánum tengslum við Bretland. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Telur afar líklegt að Rússar beri ábyrgð á því að eitrað var fyrir njósnara May tilkynnti þessa niðurstöðu á breska þinginu í dag 12. mars 2018 17:57 Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00 Skripal og dóttir hans urðu fyrir taugaeitri Talið er að um árás hafi verið að ræða og er málið rannsakað sem morðtilraun. 7. mars 2018 17:41 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Breskur þingmaður hefur lagt til að aðgengi rússneskra auðjöfra að London verði heft eftir að eitrað var fyrir fyrrverandi rússneskum njósnara og dóttur hans. Njósnarinn fyrrverandi heitir Sergei Skripal, 66 ára, en dóttir hans heitir Yulia, 33 ára. Þau fundust meðvitundarlaus á bekk í verslunarmiðstöð í Salisbury í Wiltshire í suðurhluta Englands. Engir sjáanlegir áverkar voru á þeim. Þau liggja nú þungt haldin á sjúkrahúsi en líðan þeirra er sögð stöðug. Skripal var dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir njósnir í þágu Breta í Rússlandi árið 2006. Honum var sleppt fjórum áður síðar og veitt hæli á Bretlandi. Taugaeitrið sem þeim var byrlað er af tegundinni Novichok en það var þróað í Sovétríkjunum sálugu. Theresa May, forsætisráðherra Breta, sagði á breska þinginu í gær að grunur breskra yfirvalda beindist að Rússum í þessu máli. Sagði hún afar líklegt að rússnesk yfirvöld bæru annað hvort beina ábyrgð á tilræðinu eða þá að yfirvöld þar í landi hafi komið því í kring að eitrið hafnaði í höndum tilræðismanna. Rússneski auðkýfingurinn Roman Abramovich.Vísir/GettyBresk yfirvöld hafa gefið Vladimir Putin, forseta Rússlands, frest fram á miðnætti í kvöld til að veita útskýringar á þessari árás. Íhuga bresk yfirvöld aðgerðir gegn Rússum vegna málsins en bresk þingmaðurinn Tom Tugendhat lagði fram tillögu sem gæti gert það að verkum að aðgengi olígarka, sem stórauðugustu á einkavæðingu í Rússlandi eftir fall Sovétríkjanna, að höfuðborg Breta, London, verði heft.Greint er frá þessu á vef Reuters en þar segir að margir af þessum olígörkum hafi flutt auðæfi sín, fyrirtæki og fjölskyldur til London. Á meðal þekktra olígarka sem þar eru má nefna Roman Abramovich og Alisher Usmanov sem eru stærstu eigendur knattspyrnuliðanna Chelsea og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Í frétt Reuters er London sögð hafa fengið viðurnefnið „Londongrad“ vegna vinsælda hennar hjá rússneskum auðjöfrum. Bandaríska fjármálaráðuneytið birti í janúar síðastliðnum lista yfir 96 rússneska olígarka og segir Reuters að um tíu til fimmtán prósent séu í nánum tengslum við Bretland.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Telur afar líklegt að Rússar beri ábyrgð á því að eitrað var fyrir njósnara May tilkynnti þessa niðurstöðu á breska þinginu í dag 12. mars 2018 17:57 Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00 Skripal og dóttir hans urðu fyrir taugaeitri Talið er að um árás hafi verið að ræða og er málið rannsakað sem morðtilraun. 7. mars 2018 17:41 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Telur afar líklegt að Rússar beri ábyrgð á því að eitrað var fyrir njósnara May tilkynnti þessa niðurstöðu á breska þinginu í dag 12. mars 2018 17:57
Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00
Skripal og dóttir hans urðu fyrir taugaeitri Talið er að um árás hafi verið að ræða og er málið rannsakað sem morðtilraun. 7. mars 2018 17:41