Ari flutti Our Choice í forkeppni Eurovision í Litháen Birgir Olgeirsson skrifar 13. mars 2018 18:55 Ari Ólafsson á sviði í Litháen. Ari Ólafsson flutti Eurovision-framlag Íslendinga, Our Choice, í úrslitum forkeppni Eurovision í Litháen síðastliðið sunnudagskvöld. Söng Ari lagið í 20 þúsund manna höll en um nokkrar milljónir Litháa horfðu á útsendinguna. Ara og og Þórunni Ernu Clausen, höfundi lagsins Our Choice, var boðið að flytja lagið í tilefni af sjálfstæðisfögnuði Litháa sem eru afar þakklátir Íslendingum fyrir þeirra framlag í sjálfstæðisbaráttu Litháens.Hér fyrir neðan má heyra flutning Ara í LitháenSaara Aalto, fulltrúi Finna í Eurovision í ár, flutti einnig lag sitt Monsters í úrslitum forkeppni Eurovision í Litháen og verður hún á ferð á flugi um Evrópu næstu vikurnar við að kynna lagið.Þórunn Erna segir þau Ara einnig ætla að ferðast um Evrópu til að kynna lagið fyrir Eurovision. Þórunn segir Ara hafa neglt flutninginn á laginu og sýnt það og sannað að hann er með stáltaugar og þoli vel að standa á stóra sviðinu.Hér fyrir neðan má heyra viðtal við Ara og Saara Aalto í forkeppninni í LitháenKeppnin fór fram í Žalgirio Arena í borginni Kaunas en höllin rúmar um 20 þúsund tónleika gesti. Ari mun stíga á svið á fyrra undankvöldi Eurovision 8. maí næstkomandi í Altice-höllinni í Lissabon sem rúmar einnig um 20 þúsund tónleikagesti. Ari segir í samtali við Vísi að móttökurnar í höllinni eftir flutning hans hafi verið afar góðar. „Móttökurnar sem ég fékk í höllinni voru mjög flottar og eftir að ég kom af sviðinu áttaði ég mig á því að ég hafði aldrei sungið fyrir framan svo marga áður,“ segir Ari. Hann og Þórunn Erna fóru einnig í útvarpsviðtal í borginni Vilnius í Litháen fyrr í dag þar sem Our Choice var spilað í kjölfarið. Litháen verður með Íslendingum á fyrra undankvöldi Eurovision og munu Litháar því kjósa í okkar riðli. Gæti því þessi flutningur Ara í forkeppninni síðastliðið sunnudagskvöld haft mikið að segja þegar kemur að Eurovision í maí. Ieva Zasimauskaitė vann forkeppnina í Litháen með lagið When We´re Old. Eurovision Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira
Ari Ólafsson flutti Eurovision-framlag Íslendinga, Our Choice, í úrslitum forkeppni Eurovision í Litháen síðastliðið sunnudagskvöld. Söng Ari lagið í 20 þúsund manna höll en um nokkrar milljónir Litháa horfðu á útsendinguna. Ara og og Þórunni Ernu Clausen, höfundi lagsins Our Choice, var boðið að flytja lagið í tilefni af sjálfstæðisfögnuði Litháa sem eru afar þakklátir Íslendingum fyrir þeirra framlag í sjálfstæðisbaráttu Litháens.Hér fyrir neðan má heyra flutning Ara í LitháenSaara Aalto, fulltrúi Finna í Eurovision í ár, flutti einnig lag sitt Monsters í úrslitum forkeppni Eurovision í Litháen og verður hún á ferð á flugi um Evrópu næstu vikurnar við að kynna lagið.Þórunn Erna segir þau Ara einnig ætla að ferðast um Evrópu til að kynna lagið fyrir Eurovision. Þórunn segir Ara hafa neglt flutninginn á laginu og sýnt það og sannað að hann er með stáltaugar og þoli vel að standa á stóra sviðinu.Hér fyrir neðan má heyra viðtal við Ara og Saara Aalto í forkeppninni í LitháenKeppnin fór fram í Žalgirio Arena í borginni Kaunas en höllin rúmar um 20 þúsund tónleika gesti. Ari mun stíga á svið á fyrra undankvöldi Eurovision 8. maí næstkomandi í Altice-höllinni í Lissabon sem rúmar einnig um 20 þúsund tónleikagesti. Ari segir í samtali við Vísi að móttökurnar í höllinni eftir flutning hans hafi verið afar góðar. „Móttökurnar sem ég fékk í höllinni voru mjög flottar og eftir að ég kom af sviðinu áttaði ég mig á því að ég hafði aldrei sungið fyrir framan svo marga áður,“ segir Ari. Hann og Þórunn Erna fóru einnig í útvarpsviðtal í borginni Vilnius í Litháen fyrr í dag þar sem Our Choice var spilað í kjölfarið. Litháen verður með Íslendingum á fyrra undankvöldi Eurovision og munu Litháar því kjósa í okkar riðli. Gæti því þessi flutningur Ara í forkeppninni síðastliðið sunnudagskvöld haft mikið að segja þegar kemur að Eurovision í maí. Ieva Zasimauskaitė vann forkeppnina í Litháen með lagið When We´re Old.
Eurovision Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira