Tortímandinn ætlar að stefna olíurisum fyrir manndráp með loftslagsbreytingum Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2018 12:42 Schwarzenegger ætlar einnig að standa fyrir stórri umhverfisráðstefnu í Vín í maí. Vísir/AFP Arnold Schwarzenegger, fyrrverandi ríkisstjóri Kaliforníu, segist undirbúa málsókn gegn stórum olíufyrirtækjum. Hann sakar þau um að valda vísvitandi dauða fjölda fólks um allan heim með því að valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Frá þessu greindi Schwarzenegger á kvikmyndahátíðinni South by Southwest í Texas um helgina. Schwarzenegger er einn örfárra repúblikana í Bandaríkjunum sem hefur verið ötull talsmaður aðgerða í loftslagsmálum. Hann segist vinna með nokkrum lögmannsstofum að málsókninni og opinberri herferð í tengslum við hana. Líkir hann olíuiðnaðinum nú við tóbaksiðnaðinn á seinni hluta 20. aldar. Tóbaksiðnaðurinn hafi vitað í fleiri áratugi að reykingar yllu krabbameini en földu það fyrir almenningi og höfnuðu rannsóknum sem bentu til þess. Á endanum hafi þau neyðst til að greiða hundruð milljóna dollara í skaðabætur. „Olíufyrirtækin vissu frá 1959, þau gerðu sínar eigin rannsóknir um að það yrði hnattræn hlýnun vegna jarðefnaeldsneytis, og til viðbótar að það yrði hættulegt lífi fólks, að það myndi valda dauða,“ sagði Schwarzenegger sem ekki síst þekktur fyrir túlkun sína á „Tortímandanum“ í samnefndri kvikmynd. Vísindamenn spá því að meðalhiti jarðar muni hækka um allt frá 2-5°C á þessari öld miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Orsökin er stórfelld losun manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti; kolum, olíu og gasi. Líkt og sígarettupakkar vill Schwarzenegger að viðvörunarmerki verði á bensínstöðvum og bílum um skaðleg áhrif jarðefnaeldsneytis, að því er segir í frétt Politico. Loftslagsmál Tengdar fréttir Arnold skýtur föstum skotum að Trump „Oh Donald. Tölurnar eru komnar í hús og þú ert í ræsinu.“ 21. mars 2017 13:46 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Sjá meira
Arnold Schwarzenegger, fyrrverandi ríkisstjóri Kaliforníu, segist undirbúa málsókn gegn stórum olíufyrirtækjum. Hann sakar þau um að valda vísvitandi dauða fjölda fólks um allan heim með því að valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Frá þessu greindi Schwarzenegger á kvikmyndahátíðinni South by Southwest í Texas um helgina. Schwarzenegger er einn örfárra repúblikana í Bandaríkjunum sem hefur verið ötull talsmaður aðgerða í loftslagsmálum. Hann segist vinna með nokkrum lögmannsstofum að málsókninni og opinberri herferð í tengslum við hana. Líkir hann olíuiðnaðinum nú við tóbaksiðnaðinn á seinni hluta 20. aldar. Tóbaksiðnaðurinn hafi vitað í fleiri áratugi að reykingar yllu krabbameini en földu það fyrir almenningi og höfnuðu rannsóknum sem bentu til þess. Á endanum hafi þau neyðst til að greiða hundruð milljóna dollara í skaðabætur. „Olíufyrirtækin vissu frá 1959, þau gerðu sínar eigin rannsóknir um að það yrði hnattræn hlýnun vegna jarðefnaeldsneytis, og til viðbótar að það yrði hættulegt lífi fólks, að það myndi valda dauða,“ sagði Schwarzenegger sem ekki síst þekktur fyrir túlkun sína á „Tortímandanum“ í samnefndri kvikmynd. Vísindamenn spá því að meðalhiti jarðar muni hækka um allt frá 2-5°C á þessari öld miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Orsökin er stórfelld losun manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti; kolum, olíu og gasi. Líkt og sígarettupakkar vill Schwarzenegger að viðvörunarmerki verði á bensínstöðvum og bílum um skaðleg áhrif jarðefnaeldsneytis, að því er segir í frétt Politico.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Arnold skýtur föstum skotum að Trump „Oh Donald. Tölurnar eru komnar í hús og þú ert í ræsinu.“ 21. mars 2017 13:46 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Sjá meira
Arnold skýtur föstum skotum að Trump „Oh Donald. Tölurnar eru komnar í hús og þú ert í ræsinu.“ 21. mars 2017 13:46