Tyrkir segjast hafa umkringt Afrin Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2018 10:02 Sókn Tyrkja inn í héraðið hefur staðið yfir síðan í janúar en þeir njóta liðsinnis sýrlenskra uppreisnarmanna. Vísir/AFP Tyrkneski herinn og bandamenn þeirra hafa umkringt borgina Afrin í Afrin-héraði í Sýrlandi, að eigin sögn. Í yfirlýsingu segir að herinn hafi fangað mikilvæg svæði í kringum borgina. Kúrdar segja það ekki rétt að hún sé umkringd en verið sé að gera stórskotaliðsárásir á alla vegi til og frá henni. Hundruð borgara hafa flúið Afrin og inn á yfirráðasvæði stjórnarhers Bashar al-Assad en Kúrdar hafa veitt Assad-liðum stjórn á fjölda þorpa suður af Afrin. Um 350 þúsund manns búa í borginni. Afrin-hérað er við landamæri Tyrklands en héraðið lýtur stjórn sýrlenskra Kúrda. Sókn Tyrkja inn í héraðið hefur staðið yfir síðan í janúar en þeir njóta liðsinnis sýrlenskra uppreisnarmanna. Þá hafa Tyrkir verið sakaðir um að gera loftárásir á almenna borgara og sömuleiðis hafa uppreisnarmenn þeirra meðal annars verið sakaðir um aftökur borgara og þjófnað. Tyrkir segja sýrlenska Kúrda, YPG, vera tengda Verkamannaflokki Kúrda, PKK, í Tyrklandi og vera hryðjuverkasamtök. YPG neita því að tengjast PKK með beinum hætti og Bandaríkin, sem hafa stutt Kúrda gegn Íslamska ríkinu, taka undir það. Herinn segist hafa fellt og handsamað 3.393 „hryðjuverkamenn“ frá því að aðgerðir þeirra í Afrin hófust, samkvæmt frétt BBC. Kúrdíski Rauði hálfmáninn, hjálparsamtök, segja rúmlega 230 almenna borgara hafa fallið og þar á meðal 35 börn. 688 munu hafa særst. Tyrkir neita hins vegar að hafa gert árásir á almenna borgara og innviði. Undanfarna daga hefur sókn Tyrkja náð miklum hraða og hafa þeir nálgast borgina Afrin hratt. Talið er að þeir stjórni um 60 prósentum af héraðinu. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hélt því fram að borgin væri umkringd í síðustu viku og jafnvel að hermenn Tyrklands væru að nálgast miðbæ borgarinnar. Það reyndist þó ekki vera rétt hjá forsetanum. Kúrdar hafa ítrekað hótað því að láta ekki staðar numið í Afrin og að ráðast næst á bæinn Manbij, sem Kúrdar og bandamenn þeirra frelsuðu frá Íslamska ríkinu. Eftir að Kúrdar tóku Manbij árið 2016 gerðu Tyrkir innrás í Sýrland til að koma í veg fyrir að Kúrdar gætu tengt yfirráðasvæði sín í austurhluta Sýrlands við Afrin-hérað. Af ótta við að Tyrkir réðust á Kúrda sendu Bandaríkin hermenn til Manbij. Tyrkir, bandamenn Bandaríkjanna í Atlantshafsbandalaginu, hafa hótað því að ráðast á þessa hermenn og reglulega hefur verið skotið á þá. Sýrland Tengdar fréttir Bandaríkjamenn draga verulega úr starfsemi sinni á Incirlik-herflugvellinum í Tyrklandi Þykir ákvörðunin sýna fram á aukna bresti í samskiptum Bandaríkjamanna og Tyrkja. 11. mars 2018 18:49 Vill að herinn hverfi frá Afrin Herlið Tyrklands í Afrin-héraði Sýrlands ætti að snúa heim og láta af aðgerðum gegn YPG, hersveitum sýrlenskra Kúrda 15. febrúar 2018 06:30 Telja lík Hauks enn vera í þorpinu þar sem hann féll Fulltrúi útlagastjórnar sýrlenskra Kúrda í Afrin segir lík Hauks ennþá vera í þorpinu þar sem hann féll en kveðst í samtali við fréttastofu hvorki geta sagt af né á um hvort fleiri Íslendingar hafi gengið til liðs við hersveitir kúrda í Sýrlandi. 10. mars 2018 19:30 Kúrdar staðfesta að Haukur sé látinn Fulltrúar útlagastjórnar Kúrda afhentu móður Hauks Hilmarssonar, Evu Hauksdóttur, skjöl um dauða hans í Sýrlandi. 9. mars 2018 21:45 Biðja Bandaríkin að koma í veg fyrir flutninga Kúrda til Afrin Talsmaður Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, segir að ríkisstjórn landsins búist við því að Bandaríkin verði við ósk þeirra og segir það vera eðlileg réttindi Tyrkja. 8. mars 2018 17:30 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Tyrkneski herinn og bandamenn þeirra hafa umkringt borgina Afrin í Afrin-héraði í Sýrlandi, að eigin sögn. Í yfirlýsingu segir að herinn hafi fangað mikilvæg svæði í kringum borgina. Kúrdar segja það ekki rétt að hún sé umkringd en verið sé að gera stórskotaliðsárásir á alla vegi til og frá henni. Hundruð borgara hafa flúið Afrin og inn á yfirráðasvæði stjórnarhers Bashar al-Assad en Kúrdar hafa veitt Assad-liðum stjórn á fjölda þorpa suður af Afrin. Um 350 þúsund manns búa í borginni. Afrin-hérað er við landamæri Tyrklands en héraðið lýtur stjórn sýrlenskra Kúrda. Sókn Tyrkja inn í héraðið hefur staðið yfir síðan í janúar en þeir njóta liðsinnis sýrlenskra uppreisnarmanna. Þá hafa Tyrkir verið sakaðir um að gera loftárásir á almenna borgara og sömuleiðis hafa uppreisnarmenn þeirra meðal annars verið sakaðir um aftökur borgara og þjófnað. Tyrkir segja sýrlenska Kúrda, YPG, vera tengda Verkamannaflokki Kúrda, PKK, í Tyrklandi og vera hryðjuverkasamtök. YPG neita því að tengjast PKK með beinum hætti og Bandaríkin, sem hafa stutt Kúrda gegn Íslamska ríkinu, taka undir það. Herinn segist hafa fellt og handsamað 3.393 „hryðjuverkamenn“ frá því að aðgerðir þeirra í Afrin hófust, samkvæmt frétt BBC. Kúrdíski Rauði hálfmáninn, hjálparsamtök, segja rúmlega 230 almenna borgara hafa fallið og þar á meðal 35 börn. 688 munu hafa særst. Tyrkir neita hins vegar að hafa gert árásir á almenna borgara og innviði. Undanfarna daga hefur sókn Tyrkja náð miklum hraða og hafa þeir nálgast borgina Afrin hratt. Talið er að þeir stjórni um 60 prósentum af héraðinu. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hélt því fram að borgin væri umkringd í síðustu viku og jafnvel að hermenn Tyrklands væru að nálgast miðbæ borgarinnar. Það reyndist þó ekki vera rétt hjá forsetanum. Kúrdar hafa ítrekað hótað því að láta ekki staðar numið í Afrin og að ráðast næst á bæinn Manbij, sem Kúrdar og bandamenn þeirra frelsuðu frá Íslamska ríkinu. Eftir að Kúrdar tóku Manbij árið 2016 gerðu Tyrkir innrás í Sýrland til að koma í veg fyrir að Kúrdar gætu tengt yfirráðasvæði sín í austurhluta Sýrlands við Afrin-hérað. Af ótta við að Tyrkir réðust á Kúrda sendu Bandaríkin hermenn til Manbij. Tyrkir, bandamenn Bandaríkjanna í Atlantshafsbandalaginu, hafa hótað því að ráðast á þessa hermenn og reglulega hefur verið skotið á þá.
Sýrland Tengdar fréttir Bandaríkjamenn draga verulega úr starfsemi sinni á Incirlik-herflugvellinum í Tyrklandi Þykir ákvörðunin sýna fram á aukna bresti í samskiptum Bandaríkjamanna og Tyrkja. 11. mars 2018 18:49 Vill að herinn hverfi frá Afrin Herlið Tyrklands í Afrin-héraði Sýrlands ætti að snúa heim og láta af aðgerðum gegn YPG, hersveitum sýrlenskra Kúrda 15. febrúar 2018 06:30 Telja lík Hauks enn vera í þorpinu þar sem hann féll Fulltrúi útlagastjórnar sýrlenskra Kúrda í Afrin segir lík Hauks ennþá vera í þorpinu þar sem hann féll en kveðst í samtali við fréttastofu hvorki geta sagt af né á um hvort fleiri Íslendingar hafi gengið til liðs við hersveitir kúrda í Sýrlandi. 10. mars 2018 19:30 Kúrdar staðfesta að Haukur sé látinn Fulltrúar útlagastjórnar Kúrda afhentu móður Hauks Hilmarssonar, Evu Hauksdóttur, skjöl um dauða hans í Sýrlandi. 9. mars 2018 21:45 Biðja Bandaríkin að koma í veg fyrir flutninga Kúrda til Afrin Talsmaður Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, segir að ríkisstjórn landsins búist við því að Bandaríkin verði við ósk þeirra og segir það vera eðlileg réttindi Tyrkja. 8. mars 2018 17:30 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Bandaríkjamenn draga verulega úr starfsemi sinni á Incirlik-herflugvellinum í Tyrklandi Þykir ákvörðunin sýna fram á aukna bresti í samskiptum Bandaríkjamanna og Tyrkja. 11. mars 2018 18:49
Vill að herinn hverfi frá Afrin Herlið Tyrklands í Afrin-héraði Sýrlands ætti að snúa heim og láta af aðgerðum gegn YPG, hersveitum sýrlenskra Kúrda 15. febrúar 2018 06:30
Telja lík Hauks enn vera í þorpinu þar sem hann féll Fulltrúi útlagastjórnar sýrlenskra Kúrda í Afrin segir lík Hauks ennþá vera í þorpinu þar sem hann féll en kveðst í samtali við fréttastofu hvorki geta sagt af né á um hvort fleiri Íslendingar hafi gengið til liðs við hersveitir kúrda í Sýrlandi. 10. mars 2018 19:30
Kúrdar staðfesta að Haukur sé látinn Fulltrúar útlagastjórnar Kúrda afhentu móður Hauks Hilmarssonar, Evu Hauksdóttur, skjöl um dauða hans í Sýrlandi. 9. mars 2018 21:45
Biðja Bandaríkin að koma í veg fyrir flutninga Kúrda til Afrin Talsmaður Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, segir að ríkisstjórn landsins búist við því að Bandaríkin verði við ósk þeirra og segir það vera eðlileg réttindi Tyrkja. 8. mars 2018 17:30