Lögfræðiálit unnið um stöðu þeirra sem þreyttu samræmdu prófin Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. mars 2018 07:00 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Vísir/ernir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fundaði með fulltrúum Menntamálastofnunar (MMS) um helgina vegna þeirrar stöðu sem upp er komin varðandi samræmd próf níundu bekkinga. Í vikunni þreyttu nemar í 9. bekk samræmd próf en tölvukerfi MMS réði ekki við álagið sem hlaust af próftöku í ensku og íslensku. Aðeins stærðfræðiprófið gekk snurðulaust fyrir sig. Fulltrúar hagsmunaaðila munu funda í menntamálaráðuneytinu vegna málsins á miðvikudag. „Við erum að kanna hver lagaleg staða þessara prófa er en í vinnslu eru lögfræðiálit hvað það varðar. Meginmarkmiðið er að við getum eftir samráðsfundinn skýrt stöðu og gildi þessara prófa með hagsmuni nemenda að leiðarljósi,“ segir Lilja. Þorsteinn Sæberg, formaður Félags skólastjórnenda, segir við Fréttablaðið að hann telji ekki ástæðu til að börnin taki prófin á nýjan leik. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem það verður einhver uppákoma í kringum samræmda próftöku. Þetta er í raun óásættanlegt klúður. Ég efa ekki að ráðherra skoði þetta mál sérstaklega. Hún lýsti því yfir að hún hefði verulegar áhyggjur af þessari framkvæmd og ég deili þeim áhyggjum með henni,“ segir Þorsteinn. Lilja segir að ráðuneytið muni ekki hafa álit á neinum tillögum fyrr en stöðumat liggi fyrir. Réttindi og staða nemenda, með hagsmuni þeirra að meginmarkmiði, sé forgangsatriði. „Við erum að fara yfir hvað fór úrskeiðis og hver ber ábyrgðina á því. Brýnast er núna að endurvinna traust á MMS og ráðuneytið er að vinna að aðgerðum sem miða að því marki,“ segir Lilja. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fá að fresta samræmdu prófi eftir vandræði með netþjón í Evrópu Vandræði með netþjón sem staðsettur er í Evrópu urðu til þess að erfiðlega gekk fyrir 9. bekkinga í grunnskólum víða um land að taka samræmt könnunarpróf í íslensku 7. mars 2018 11:33 Þjónustuaðili biður Menntamálastofnun afsökunar vegna samræmdu prófanna Assessment Systems, þjónustuaðili sem hafði umsjón með vefþjóni við próftökuna, hefur beðið Menntamálastodnun afsökunar vegna örðugleika við fyrirlögn samræmdu prófanna Próftöku í samræmdu prófi í ensku hefur verið frestað. 9. mars 2018 11:41 Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fundaði með fulltrúum Menntamálastofnunar (MMS) um helgina vegna þeirrar stöðu sem upp er komin varðandi samræmd próf níundu bekkinga. Í vikunni þreyttu nemar í 9. bekk samræmd próf en tölvukerfi MMS réði ekki við álagið sem hlaust af próftöku í ensku og íslensku. Aðeins stærðfræðiprófið gekk snurðulaust fyrir sig. Fulltrúar hagsmunaaðila munu funda í menntamálaráðuneytinu vegna málsins á miðvikudag. „Við erum að kanna hver lagaleg staða þessara prófa er en í vinnslu eru lögfræðiálit hvað það varðar. Meginmarkmiðið er að við getum eftir samráðsfundinn skýrt stöðu og gildi þessara prófa með hagsmuni nemenda að leiðarljósi,“ segir Lilja. Þorsteinn Sæberg, formaður Félags skólastjórnenda, segir við Fréttablaðið að hann telji ekki ástæðu til að börnin taki prófin á nýjan leik. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem það verður einhver uppákoma í kringum samræmda próftöku. Þetta er í raun óásættanlegt klúður. Ég efa ekki að ráðherra skoði þetta mál sérstaklega. Hún lýsti því yfir að hún hefði verulegar áhyggjur af þessari framkvæmd og ég deili þeim áhyggjum með henni,“ segir Þorsteinn. Lilja segir að ráðuneytið muni ekki hafa álit á neinum tillögum fyrr en stöðumat liggi fyrir. Réttindi og staða nemenda, með hagsmuni þeirra að meginmarkmiði, sé forgangsatriði. „Við erum að fara yfir hvað fór úrskeiðis og hver ber ábyrgðina á því. Brýnast er núna að endurvinna traust á MMS og ráðuneytið er að vinna að aðgerðum sem miða að því marki,“ segir Lilja.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fá að fresta samræmdu prófi eftir vandræði með netþjón í Evrópu Vandræði með netþjón sem staðsettur er í Evrópu urðu til þess að erfiðlega gekk fyrir 9. bekkinga í grunnskólum víða um land að taka samræmt könnunarpróf í íslensku 7. mars 2018 11:33 Þjónustuaðili biður Menntamálastofnun afsökunar vegna samræmdu prófanna Assessment Systems, þjónustuaðili sem hafði umsjón með vefþjóni við próftökuna, hefur beðið Menntamálastodnun afsökunar vegna örðugleika við fyrirlögn samræmdu prófanna Próftöku í samræmdu prófi í ensku hefur verið frestað. 9. mars 2018 11:41 Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Sjá meira
Fá að fresta samræmdu prófi eftir vandræði með netþjón í Evrópu Vandræði með netþjón sem staðsettur er í Evrópu urðu til þess að erfiðlega gekk fyrir 9. bekkinga í grunnskólum víða um land að taka samræmt könnunarpróf í íslensku 7. mars 2018 11:33
Þjónustuaðili biður Menntamálastofnun afsökunar vegna samræmdu prófanna Assessment Systems, þjónustuaðili sem hafði umsjón með vefþjóni við próftökuna, hefur beðið Menntamálastodnun afsökunar vegna örðugleika við fyrirlögn samræmdu prófanna Próftöku í samræmdu prófi í ensku hefur verið frestað. 9. mars 2018 11:41
Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33