Lífið

Svíar hafa valið sitt framlag í Eurovision í ár

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Benjamin Ingrosso vann Melodifestivalen í Svíþjóð í kvöld.
Benjamin Ingrosso vann Melodifestivalen í Svíþjóð í kvöld. Skjáskot/Youtube
Svíar hafa nú valið sitt framlag í Eurovision, Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Sá sem mun stíga á svið fyrir hönd Svíþjóðar í maí er Benjamin Ingrosso og mun hann flytja lagið Dance you off.  Benjamin er fæddur árið 1997 og vann hann Melodifestivalen keppnina í Svíþjóð en úrslitin fóru fram í kvöld. 

Benjamin var efstur í símakosningunni og fékk einnig flest stig frá dómnefndinni sem var alþjóðleg. Felix Bergsson Eurovision-sérfræðingur var í dómnefndinni fyrir hönd Íslands.

Framlag Svía má heyra í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.