Vantaði alveg jurtalyf á Íslandi Stefán Þór Hjartarson skrifar 10. mars 2018 10:00 Kolbrún fékk hugmyndina að Florealis eftir að hafa búið í Evrópu þar sem úrval jurtalyfja var töluvert betra en á Íslandi, en hér heima var ekkert jurtalyf í sölu. Vísir/Anton Brink Floraelis er lyfjafyrirtæki stofnað af öflugum hópi fólks úr lyfjageiranum sem notaði þekkingu sína á þróun og markaðssetningu lyfja til að hefja framleiðslu á jurtalyfjum. „Við erum að þróa og markaðssetja lyf og lækningavörur sem eru gerð úr virkum efnum úr náttúrunni sem eru fyrir fólk með væga sjúkdóma og kvilla. Vangavelturnar byrjuðu frá sjónarhorni okkar sem neytenda. Í Evrópu er úrval og aðgengi að viðurkenndum jurtalyfjum mun betra en á Íslandi. Þá fórum við að skoða það: Af hverju er þetta ekki til? Af hverju getum við ekki keypt þetta hérna? Og þá fórum við að kynna okkur þessa hluti betur og í framhaldi fór boltinn að rúlla. Þangað til að við settum á markað tvö jurtalyf – okkar fyrsta lyf var sett á markað um miðjan desember – fram að því var ekki hægt að kaupa nein jurtalyf á Íslandi,“ segir Kolbrún Hrafnkelsdóttir, forstjóri og einn stofnenda Florealis. Þau sáu að þennan valmöguleika vantaði inn á markað á Íslandi og réðust þá í verkefnið.Hver er munurinn á jurtalyfjum og hefðbundnum lyfjum? „Þessi hefðbundnu lyf sem flestir þekkja, þar er virka efnið smíðað. Í jurtalyfjum er alltaf notuð planta og virku efnin eru einangruð úr jurtinni. Það er mikill munur á upprunanum. Um þriðjungur hefðbundinna lyfja á sér fyrirmynd í náttúrunni en þau eru yfirleitt smíðuð. Jurtalyf eru almennt flókin efnasambönd og virknin er yfirleitt byggð á samspili fleiri efna. Þetta gerir það að verkum að t.d. er sýklalyfjaónæmi fyrir jurtalyfjum nánast óþekkt.“Hvað með fæðubótarefni gerð úr jurtum? „Mikilvægur munur á okkar lyfjum og fæðubótarefnum sem eru gerð úr jurtum er að það eru stöðluð innihaldsefni, það er að segja það er rétt magn af þeim efnum sem eru ábyrg fyrir virkninni. Öll gæði og framleiðsla eru eftir aðferðum lyfjafræðinnar, sem eru fastmótaðir ferlar. Líka allt eftirlit með aukaefnum eins og skordýraeitri, þungmálmum og öðru – það er á sama hátt og í lyfjaiðnaðinum og er mjög strangt. Hvað gæði snertir byggjast okkar lyf vísindalegum grunni, framleiðslu- og gæðaprófíllinn er annar og það sem er kannski mikilvægast er að það er viðurkennd notkun – lyfið er við þessum ákveðna sjúkdómi og það er viðurkennt af Evrópsku lyfjastofnuninni.“ Florealis fór í gegnum Startup Reykjavík viðskiptahraðalinn árið 2013 þegar verið var að ýta fyrirtækinu úr vör. „Það var mjög mikilvægt skref fyrir okkur. Við vorum þá alveg á byrjunarreit. Við komumst í tengsl við mjög öflugt fólk sem við erum enn í samskiptum við. Við fengum innlegg varðandi hugmyndavinnuna og annað – þetta var líka tækifæri til að kynna hugmyndina. Við höfðum verið að vinna í þessu sjálf og þetta var í fyrsta skiptið sem við kynntum þetta fyrir öðrum. Þetta sló taktinn fyrir framhaldið hjá okkur.“Hvernig hefur ykkur svo gengið hingað til? „Fyrir ung fyrirtæki tekur alltaf mjög mikla orku að leita fjármagns, en það hefur gengið mjög vel. Við erum með mjög öflugan hóp einkafjárfesta og margir þeirra þekkja mjög vel til lyfjaiðnaðarins. Svo vorum við að gera samning við Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins (NSA), sem var mjög mikilvægt skref fyrir okkur. Við erum komin með sterka stjórn, sterka fjárfesta og hluthafa, mjög sterkt teymi og útibú í Svíþjóð sem við erum að fara að styrkja núna. Þannig að mjög margt af því sem við höfum verið að vinna að hefur gengið upp. Við erum komin með góðan grunn til að byggja á.“ Fram undan hjá Florealis segir Kolbrún vera að þau ætli sér að styrkja starfsemina á Norðurlöndunum, en vörur Florealis eru komnar í sölu hjá tveimur stærstu apótekakeðjunum í Svíþjóð og einnig stefna þau á að setja fleiri vörur á markað bráðlega. Startup Reykjavík viðskiptahraðallinn hefst þann 11. júní en opnað hefur verið fyrir umsóknir. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Sjá meira
Floraelis er lyfjafyrirtæki stofnað af öflugum hópi fólks úr lyfjageiranum sem notaði þekkingu sína á þróun og markaðssetningu lyfja til að hefja framleiðslu á jurtalyfjum. „Við erum að þróa og markaðssetja lyf og lækningavörur sem eru gerð úr virkum efnum úr náttúrunni sem eru fyrir fólk með væga sjúkdóma og kvilla. Vangavelturnar byrjuðu frá sjónarhorni okkar sem neytenda. Í Evrópu er úrval og aðgengi að viðurkenndum jurtalyfjum mun betra en á Íslandi. Þá fórum við að skoða það: Af hverju er þetta ekki til? Af hverju getum við ekki keypt þetta hérna? Og þá fórum við að kynna okkur þessa hluti betur og í framhaldi fór boltinn að rúlla. Þangað til að við settum á markað tvö jurtalyf – okkar fyrsta lyf var sett á markað um miðjan desember – fram að því var ekki hægt að kaupa nein jurtalyf á Íslandi,“ segir Kolbrún Hrafnkelsdóttir, forstjóri og einn stofnenda Florealis. Þau sáu að þennan valmöguleika vantaði inn á markað á Íslandi og réðust þá í verkefnið.Hver er munurinn á jurtalyfjum og hefðbundnum lyfjum? „Þessi hefðbundnu lyf sem flestir þekkja, þar er virka efnið smíðað. Í jurtalyfjum er alltaf notuð planta og virku efnin eru einangruð úr jurtinni. Það er mikill munur á upprunanum. Um þriðjungur hefðbundinna lyfja á sér fyrirmynd í náttúrunni en þau eru yfirleitt smíðuð. Jurtalyf eru almennt flókin efnasambönd og virknin er yfirleitt byggð á samspili fleiri efna. Þetta gerir það að verkum að t.d. er sýklalyfjaónæmi fyrir jurtalyfjum nánast óþekkt.“Hvað með fæðubótarefni gerð úr jurtum? „Mikilvægur munur á okkar lyfjum og fæðubótarefnum sem eru gerð úr jurtum er að það eru stöðluð innihaldsefni, það er að segja það er rétt magn af þeim efnum sem eru ábyrg fyrir virkninni. Öll gæði og framleiðsla eru eftir aðferðum lyfjafræðinnar, sem eru fastmótaðir ferlar. Líka allt eftirlit með aukaefnum eins og skordýraeitri, þungmálmum og öðru – það er á sama hátt og í lyfjaiðnaðinum og er mjög strangt. Hvað gæði snertir byggjast okkar lyf vísindalegum grunni, framleiðslu- og gæðaprófíllinn er annar og það sem er kannski mikilvægast er að það er viðurkennd notkun – lyfið er við þessum ákveðna sjúkdómi og það er viðurkennt af Evrópsku lyfjastofnuninni.“ Florealis fór í gegnum Startup Reykjavík viðskiptahraðalinn árið 2013 þegar verið var að ýta fyrirtækinu úr vör. „Það var mjög mikilvægt skref fyrir okkur. Við vorum þá alveg á byrjunarreit. Við komumst í tengsl við mjög öflugt fólk sem við erum enn í samskiptum við. Við fengum innlegg varðandi hugmyndavinnuna og annað – þetta var líka tækifæri til að kynna hugmyndina. Við höfðum verið að vinna í þessu sjálf og þetta var í fyrsta skiptið sem við kynntum þetta fyrir öðrum. Þetta sló taktinn fyrir framhaldið hjá okkur.“Hvernig hefur ykkur svo gengið hingað til? „Fyrir ung fyrirtæki tekur alltaf mjög mikla orku að leita fjármagns, en það hefur gengið mjög vel. Við erum með mjög öflugan hóp einkafjárfesta og margir þeirra þekkja mjög vel til lyfjaiðnaðarins. Svo vorum við að gera samning við Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins (NSA), sem var mjög mikilvægt skref fyrir okkur. Við erum komin með sterka stjórn, sterka fjárfesta og hluthafa, mjög sterkt teymi og útibú í Svíþjóð sem við erum að fara að styrkja núna. Þannig að mjög margt af því sem við höfum verið að vinna að hefur gengið upp. Við erum komin með góðan grunn til að byggja á.“ Fram undan hjá Florealis segir Kolbrún vera að þau ætli sér að styrkja starfsemina á Norðurlöndunum, en vörur Florealis eru komnar í sölu hjá tveimur stærstu apótekakeðjunum í Svíþjóð og einnig stefna þau á að setja fleiri vörur á markað bráðlega. Startup Reykjavík viðskiptahraðallinn hefst þann 11. júní en opnað hefur verið fyrir umsóknir.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Sjá meira