Örfáir tugir bílastæða lausir á langtímastæðinu við Leifsstöð Hersir Aron Ólafsson skrifar 29. mars 2018 12:30 Líklegt er að langtímastæði við Leifsstöð fyllist í dag FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Líklegt er að langtímastæði við Leifsstöð fyllist í dag líkt og kom fram á Vísi í morgun. Eru ferðalangar hvattir til að nýta sér aðra samgöngumáta á flugvöllinn. Upplýsingafulltrúi ISAVIA segir ekki útilokað að ferðamet Íslandinga um páskana verði slegið í ár. Leiðir landsmanna liggja til allra átta um páskahátíðina og virðist sem fjölmargir hyggi á afslöppun á erlendri grund. Hins vegar er mikilvægt að huga vel að skipulagi ferðarinnar, a.m.k. hlutanum frá heimili og að flugvellinum. Þannig segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA, ekki sérlega æskilegt að mæta á einkabílnum. „Núna fyrir hádegi voru aðeins örfáir tugir bílastæða lausir á langtímastæðinu. Við gerum eiginlega ráð fyrir því að langtímabílastæðin verði orðin yfirfull seinna í dag,“ segir Guðjón. Við Leifsstöð eru um 2 þúsund langtímastæði. Guðjón bendir á að sambærileg staða hafi komið upp í fyrra, þar sem stæðin urðu yfirfull – og mikið kapp því verið lagt á að hvetja fólk til að nýta sér aðra samgöngukosti. „Þess vegna bentum við á nýja bókunarsvæðið á vef ISAVIA þar sem hægt er að bóka stæði fyrirfram og fólk hefur verið að nýta sér það. Við hvöttum fólk til að tryggja sér þannig stæði og þannig á betri kjörum en við hliðið,“ segir Guðjón. Á vef Túrista.is er bent á að yfir 60 þúsund Íslendingar hafi farið ytra í páskamánuðinum í fyrra samkvæmt talningu Ferðamálastofu, eða um 20 þúsund fleiri en árið áður. Þá er því velt upp hvort metið gæti fallið í ár. Guðjón segir það ekki útilokað. „Fólk finnur fyrir því að töluverður fjöldi er að fara, svipað og var að gerast í fyrra. Við bíðum bara eftir að sjá tölurnar fyrir þetta tímabil og sjáum þá hvort metið síðan í fyrra sé fallið,“ segir Guðjón að lokum. Samgöngur Tengdar fréttir Langtímastæði við Keflavíkurflugvöll að fyllast Fólki er ráðlagt að taka rútu, leigubíl eða láta skutla sér út á flugvöl. 29. mars 2018 10:32 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Líklegt er að langtímastæði við Leifsstöð fyllist í dag líkt og kom fram á Vísi í morgun. Eru ferðalangar hvattir til að nýta sér aðra samgöngumáta á flugvöllinn. Upplýsingafulltrúi ISAVIA segir ekki útilokað að ferðamet Íslandinga um páskana verði slegið í ár. Leiðir landsmanna liggja til allra átta um páskahátíðina og virðist sem fjölmargir hyggi á afslöppun á erlendri grund. Hins vegar er mikilvægt að huga vel að skipulagi ferðarinnar, a.m.k. hlutanum frá heimili og að flugvellinum. Þannig segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA, ekki sérlega æskilegt að mæta á einkabílnum. „Núna fyrir hádegi voru aðeins örfáir tugir bílastæða lausir á langtímastæðinu. Við gerum eiginlega ráð fyrir því að langtímabílastæðin verði orðin yfirfull seinna í dag,“ segir Guðjón. Við Leifsstöð eru um 2 þúsund langtímastæði. Guðjón bendir á að sambærileg staða hafi komið upp í fyrra, þar sem stæðin urðu yfirfull – og mikið kapp því verið lagt á að hvetja fólk til að nýta sér aðra samgöngukosti. „Þess vegna bentum við á nýja bókunarsvæðið á vef ISAVIA þar sem hægt er að bóka stæði fyrirfram og fólk hefur verið að nýta sér það. Við hvöttum fólk til að tryggja sér þannig stæði og þannig á betri kjörum en við hliðið,“ segir Guðjón. Á vef Túrista.is er bent á að yfir 60 þúsund Íslendingar hafi farið ytra í páskamánuðinum í fyrra samkvæmt talningu Ferðamálastofu, eða um 20 þúsund fleiri en árið áður. Þá er því velt upp hvort metið gæti fallið í ár. Guðjón segir það ekki útilokað. „Fólk finnur fyrir því að töluverður fjöldi er að fara, svipað og var að gerast í fyrra. Við bíðum bara eftir að sjá tölurnar fyrir þetta tímabil og sjáum þá hvort metið síðan í fyrra sé fallið,“ segir Guðjón að lokum.
Samgöngur Tengdar fréttir Langtímastæði við Keflavíkurflugvöll að fyllast Fólki er ráðlagt að taka rútu, leigubíl eða láta skutla sér út á flugvöl. 29. mars 2018 10:32 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Langtímastæði við Keflavíkurflugvöll að fyllast Fólki er ráðlagt að taka rútu, leigubíl eða láta skutla sér út á flugvöl. 29. mars 2018 10:32