Var rekinn úr BDSM-samtökum fyrir að vera of rólegur Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. mars 2018 11:27 Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen. Vísir/AFP Danski uppfinningmaðurinn Peter Madsen, sem ákærður er fyrir að hafa myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall, var rekinn úr dönskum BDSM-samtökum fyrir að vera of rólegur og taka ekki virkan þátt. Þetta kom fram í svörum vitnis við réttarhöldin yfir Madsen, sem halda áfram í dag. Sjöundi dagur réttarhaldanna yfir Madsen hófst í dag og eins og áður er þeim lýst í beinni textalýsingu á vef danska ríkisútvarpsins. Fyrsta vitni dagsins var karlmaður, sem sat í stjórn samtakanna „Det Sorte Selskab“ eða „Svarta félagsins“, í hverjum Madsen var félagsmaður um aldamótin 2000. Samtökin eru fyrir fólk sem leitast eftir því að stunda svokallað BDSM-kynlíf, sem samkvæmt heimasíðu BDSM á Íslandi snýst um „valdaskipti og/eða blæti á einn eða annan hátt,“ og hittust félagsmenn reglulega til þeirrar ástundunar. Vitnið sagði Madsen hafa verið meðlimur í samtökunum í stuttan tíma en að hann hafi verið rekinn vegna þess að hann virtist „yfirvegaður og rólegur maður, sem lét fara vel um sig og fylgdist með. Hann virtist frekar vera áhugasamur en virkilega knúinn áfram af losta.“Sjá einnig: Sagður hafa boðið ungum konum ítrekað út í kafbátinnÁður hefur komið fram að Madsen hafi verið „heillaður af dauðanum.“ Fjölmörg myndbönd, sem fundist hafa í síma og tölvu Madsens, hafa verið sýnd við réttarhöldin og innihalda þau flest gróft ofbeldi og misþyrmingar af einhverju tagi. Þá hefur Madsen sjálfur leikið í klámmyndum, að því er fram kom í framburði eins vitnis í vikunni, og hann er auk þess sagður hafa viljað taka upp svokallaða „snuff“-mynd með konu í kafbáti sínum. Í slíkri mynd deyr einhver í alvörunni. Peter Madsen er grunaður um að hafa myrt Kim Wall í kafbáti sínum í ágúst síðastliðnum. Hann er þar að auki ákærður fyrir kynferðisbrot, að vanvirða lík og að brjóta öryggisreglur um siglingar. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Sagður hafa boðið ungum konum ítrekað út í kafbátinn Sjötti dagur réttarhaldanna yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen, sem ákærður er fyrir að hafa orðið sænsku fréttakonunni Kim Wall að bana, hófst í dag. 27. mars 2018 10:51 „Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Vitni, sem yfirheyrð hafa verið í réttarhöldunum yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen í dag, sögðu Madsen hafa haft myndbönd sem sýna fólk deyja í fórum sínum. 26. mars 2018 12:17 Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. 26. mars 2018 11:31 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Danski uppfinningmaðurinn Peter Madsen, sem ákærður er fyrir að hafa myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall, var rekinn úr dönskum BDSM-samtökum fyrir að vera of rólegur og taka ekki virkan þátt. Þetta kom fram í svörum vitnis við réttarhöldin yfir Madsen, sem halda áfram í dag. Sjöundi dagur réttarhaldanna yfir Madsen hófst í dag og eins og áður er þeim lýst í beinni textalýsingu á vef danska ríkisútvarpsins. Fyrsta vitni dagsins var karlmaður, sem sat í stjórn samtakanna „Det Sorte Selskab“ eða „Svarta félagsins“, í hverjum Madsen var félagsmaður um aldamótin 2000. Samtökin eru fyrir fólk sem leitast eftir því að stunda svokallað BDSM-kynlíf, sem samkvæmt heimasíðu BDSM á Íslandi snýst um „valdaskipti og/eða blæti á einn eða annan hátt,“ og hittust félagsmenn reglulega til þeirrar ástundunar. Vitnið sagði Madsen hafa verið meðlimur í samtökunum í stuttan tíma en að hann hafi verið rekinn vegna þess að hann virtist „yfirvegaður og rólegur maður, sem lét fara vel um sig og fylgdist með. Hann virtist frekar vera áhugasamur en virkilega knúinn áfram af losta.“Sjá einnig: Sagður hafa boðið ungum konum ítrekað út í kafbátinnÁður hefur komið fram að Madsen hafi verið „heillaður af dauðanum.“ Fjölmörg myndbönd, sem fundist hafa í síma og tölvu Madsens, hafa verið sýnd við réttarhöldin og innihalda þau flest gróft ofbeldi og misþyrmingar af einhverju tagi. Þá hefur Madsen sjálfur leikið í klámmyndum, að því er fram kom í framburði eins vitnis í vikunni, og hann er auk þess sagður hafa viljað taka upp svokallaða „snuff“-mynd með konu í kafbáti sínum. Í slíkri mynd deyr einhver í alvörunni. Peter Madsen er grunaður um að hafa myrt Kim Wall í kafbáti sínum í ágúst síðastliðnum. Hann er þar að auki ákærður fyrir kynferðisbrot, að vanvirða lík og að brjóta öryggisreglur um siglingar.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Sagður hafa boðið ungum konum ítrekað út í kafbátinn Sjötti dagur réttarhaldanna yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen, sem ákærður er fyrir að hafa orðið sænsku fréttakonunni Kim Wall að bana, hófst í dag. 27. mars 2018 10:51 „Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Vitni, sem yfirheyrð hafa verið í réttarhöldunum yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen í dag, sögðu Madsen hafa haft myndbönd sem sýna fólk deyja í fórum sínum. 26. mars 2018 12:17 Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. 26. mars 2018 11:31 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Sagður hafa boðið ungum konum ítrekað út í kafbátinn Sjötti dagur réttarhaldanna yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen, sem ákærður er fyrir að hafa orðið sænsku fréttakonunni Kim Wall að bana, hófst í dag. 27. mars 2018 10:51
„Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Vitni, sem yfirheyrð hafa verið í réttarhöldunum yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen í dag, sögðu Madsen hafa haft myndbönd sem sýna fólk deyja í fórum sínum. 26. mars 2018 12:17
Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. 26. mars 2018 11:31