Launað vettvangsnám er leið til að fá kennara fyrr til starfa Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. mars 2018 06:00 Útskrifaðir kennarar hafa rætt um það að eftir fimm ára nám hafi þeir ekki fengið mikla þjálfun eða kennslu í því hvernig á að kenna. Launað vettvangsnám væri hugsanlega leið til að bregðast við því. Vísir/vilhelm „Við erum búin að vera að endurskipuleggja námið. Þetta er ein af þeim hugmyndum sem við höfum rætt,“ segir Jóhanna Einarsdóttir, forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands, um hugmyndir þess efnis að gera fimmta árið í kennaranáminu að vettvangsnámi. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, boðaði slíkar breytingar á Rás 1 í gærmorgun. Jóhanna segir að hugsunin sé sú að á fimmta ári verði vettvangsnám og skólinn veiti handleiðslu á meðan. Að auki vinni nemendur að lokaritgerð á þeim tíma. Hugsunin er að vettvangsnámið á lokaári verði þá launað.Sjá einnig: Skoða að gera fimmta árið í náminu að launuðu starfsnámi Jóhanna segir að málið velti á samstarfi margra aðila. „Þetta veltur á okkur, hvernig við skipuleggjum námið. Þetta veltur líka á sveitarfélögunum, hvernig ætla þeir að taka á móti þessu fólki. Hverjir ætla að borga fyrir þetta. Þetta veltur á Kennarasambandinu sem þarf að semja um laun og annað. Svo veltur þetta líka á menntamálaráðuneytinu,“ segir Jóhanna.Halldór Halldórsson Sjálfstæðisflokkur formaður Sambands SveitarfélagaHalldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að hugmyndir um að taka upp launað starfsnám á fimmta ári byggist á vinnu samstarfshóps ríkis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri sem hafi verið að störfum í þrjú ár. Hann fagnar því hversu ákveðið Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur tekið þessar hugmyndir upp og segir málið vera framfaraskref. „Við sjáum þetta sem leið til þess að fólk komi fyrr til starfa og það er líka mjög mikilvægt að útskrifaðir kennarar hafa verið að tala um það að eftir fimm ára nám hafa þeir ekkert fengið mikla þjálfun eða kennslu í því hvernig á að kenna. Það hafa verið vonbrigði út af því,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Halldór segist ekki vita hver kostnaðurinn við þessar breytingar yrði, en þetta myndi þýða reglugerðarbreytingu og jafnvel lagabreytingu og þá yrði gert kostnaðarmat samhliða því. „En ég hef persónulega ekki áhyggjur af kostnaðinum við þetta vegna þess að ég held að það sparist eitthvað annað á móti.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Skoða að gera fimmta árið í náminu að launuðu starfsnámi Mikill kennaraskortur í grunnskólum er yfirvofandi á næstum árum sökum þess að dregið hefur úr nýliðun. 26. mars 2018 20:17 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
„Við erum búin að vera að endurskipuleggja námið. Þetta er ein af þeim hugmyndum sem við höfum rætt,“ segir Jóhanna Einarsdóttir, forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands, um hugmyndir þess efnis að gera fimmta árið í kennaranáminu að vettvangsnámi. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, boðaði slíkar breytingar á Rás 1 í gærmorgun. Jóhanna segir að hugsunin sé sú að á fimmta ári verði vettvangsnám og skólinn veiti handleiðslu á meðan. Að auki vinni nemendur að lokaritgerð á þeim tíma. Hugsunin er að vettvangsnámið á lokaári verði þá launað.Sjá einnig: Skoða að gera fimmta árið í náminu að launuðu starfsnámi Jóhanna segir að málið velti á samstarfi margra aðila. „Þetta veltur á okkur, hvernig við skipuleggjum námið. Þetta veltur líka á sveitarfélögunum, hvernig ætla þeir að taka á móti þessu fólki. Hverjir ætla að borga fyrir þetta. Þetta veltur á Kennarasambandinu sem þarf að semja um laun og annað. Svo veltur þetta líka á menntamálaráðuneytinu,“ segir Jóhanna.Halldór Halldórsson Sjálfstæðisflokkur formaður Sambands SveitarfélagaHalldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að hugmyndir um að taka upp launað starfsnám á fimmta ári byggist á vinnu samstarfshóps ríkis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri sem hafi verið að störfum í þrjú ár. Hann fagnar því hversu ákveðið Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur tekið þessar hugmyndir upp og segir málið vera framfaraskref. „Við sjáum þetta sem leið til þess að fólk komi fyrr til starfa og það er líka mjög mikilvægt að útskrifaðir kennarar hafa verið að tala um það að eftir fimm ára nám hafa þeir ekkert fengið mikla þjálfun eða kennslu í því hvernig á að kenna. Það hafa verið vonbrigði út af því,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Halldór segist ekki vita hver kostnaðurinn við þessar breytingar yrði, en þetta myndi þýða reglugerðarbreytingu og jafnvel lagabreytingu og þá yrði gert kostnaðarmat samhliða því. „En ég hef persónulega ekki áhyggjur af kostnaðinum við þetta vegna þess að ég held að það sparist eitthvað annað á móti.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Skoða að gera fimmta árið í náminu að launuðu starfsnámi Mikill kennaraskortur í grunnskólum er yfirvofandi á næstum árum sökum þess að dregið hefur úr nýliðun. 26. mars 2018 20:17 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Skoða að gera fimmta árið í náminu að launuðu starfsnámi Mikill kennaraskortur í grunnskólum er yfirvofandi á næstum árum sökum þess að dregið hefur úr nýliðun. 26. mars 2018 20:17