Kim Jong-un sagður vera í Kína Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. mars 2018 23:38 Kim Jong-un fundaði á dögunum með embættismönnun frá Suður-Kóreu. Vísir/Getty Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, er sagður vera í leynilegri heimsókn til Kína. Sé það rétt er þetta fyrsta heimsókn hans til erlends ríkis frá því að hann tók við völdum árið 2011.Fréttastofan Bloomberg greinir frá og hefur fregnir af heimsókn Kim til Kína, eftir þremur ónafngreindum heimildarmönnum. Sjónvarpsstöðvar í Japan hafa birt myndir af brynvarðri lest í Peking, sem líkist þeirri sem faðir Kim og forveri á leiðtogastól, Kim Jong-il, ferðaðist í til Kína í sinni síðustu heimsókn þangað, skömmu fyrir andlát hans árið 2011. Ekki er vitað hversu lengi Kim Jong-un mun dvelja í Kína eða hvaða ráðamenn, ef einhverja, hann mun funda með á meðan dvöl hans stendur. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur boðist til að funda með Kim og hafa suður-kóreskir ráðamenn sagt að Kim sé reiðubúinn að þiggja boðið. Ekkert hefur þó verið staðfest í þeim efnum og enn er óvíst hvort af fundinum verði. Í frétt Bloomberg er rætt við James Edward Hoare, sem eitt sinn var erindreki Breta í Norður-Kóreu. Segir hann að fordæmi séu fyrir því að Norður-Kóreumenn fundi með nágrönnum sínum í Kína til að fá ráðleggingar um næstu skref. Telur hann líklegt að Kim sé í Kína til þess að fá ráðleggingar áður en af fundinum með Trump verður.A mystery train pulled into Beijing, fueling speculation that it might be carrying North Korean Leader Kim Jong Un. If so, it would be Kim's first trip out of the country since taking power in 2011. @benstracy reporting. https://t.co/hoLGy2g1cY pic.twitter.com/kCD9iSwDB2— CBS News (@CBSNews) March 26, 2018 Norður-Kórea Tengdar fréttir Engin svör borist frá Norður-Kóreu vegna fundarins með Trump Yfirvöld í Suður-Kóreu segja að þeim hafi ekki borist nein svör frá yfirvöldum í Norður-Kóreu vegna fyrirhugaðs funds leiðtoga ríkisins, Kim Jong-un, með forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. 12. mars 2018 08:34 Bandaríkin fullviss um fundinn þrátt fyrir þögn Norður Kóreu Fundarboðið barst og við þáðum það 12. mars 2018 23:09 Kim lofar að hætta kjarnorkuframleiðslu Utanríkisráðherra Suður-Kóreu segir að Kim Jong-un, leiðtogi grannríkis þeirra í norðri, hafi heitið því að hætta kjarnorkuframleiðslu. 19. mars 2018 06:53 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, er sagður vera í leynilegri heimsókn til Kína. Sé það rétt er þetta fyrsta heimsókn hans til erlends ríkis frá því að hann tók við völdum árið 2011.Fréttastofan Bloomberg greinir frá og hefur fregnir af heimsókn Kim til Kína, eftir þremur ónafngreindum heimildarmönnum. Sjónvarpsstöðvar í Japan hafa birt myndir af brynvarðri lest í Peking, sem líkist þeirri sem faðir Kim og forveri á leiðtogastól, Kim Jong-il, ferðaðist í til Kína í sinni síðustu heimsókn þangað, skömmu fyrir andlát hans árið 2011. Ekki er vitað hversu lengi Kim Jong-un mun dvelja í Kína eða hvaða ráðamenn, ef einhverja, hann mun funda með á meðan dvöl hans stendur. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur boðist til að funda með Kim og hafa suður-kóreskir ráðamenn sagt að Kim sé reiðubúinn að þiggja boðið. Ekkert hefur þó verið staðfest í þeim efnum og enn er óvíst hvort af fundinum verði. Í frétt Bloomberg er rætt við James Edward Hoare, sem eitt sinn var erindreki Breta í Norður-Kóreu. Segir hann að fordæmi séu fyrir því að Norður-Kóreumenn fundi með nágrönnum sínum í Kína til að fá ráðleggingar um næstu skref. Telur hann líklegt að Kim sé í Kína til þess að fá ráðleggingar áður en af fundinum með Trump verður.A mystery train pulled into Beijing, fueling speculation that it might be carrying North Korean Leader Kim Jong Un. If so, it would be Kim's first trip out of the country since taking power in 2011. @benstracy reporting. https://t.co/hoLGy2g1cY pic.twitter.com/kCD9iSwDB2— CBS News (@CBSNews) March 26, 2018
Norður-Kórea Tengdar fréttir Engin svör borist frá Norður-Kóreu vegna fundarins með Trump Yfirvöld í Suður-Kóreu segja að þeim hafi ekki borist nein svör frá yfirvöldum í Norður-Kóreu vegna fyrirhugaðs funds leiðtoga ríkisins, Kim Jong-un, með forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. 12. mars 2018 08:34 Bandaríkin fullviss um fundinn þrátt fyrir þögn Norður Kóreu Fundarboðið barst og við þáðum það 12. mars 2018 23:09 Kim lofar að hætta kjarnorkuframleiðslu Utanríkisráðherra Suður-Kóreu segir að Kim Jong-un, leiðtogi grannríkis þeirra í norðri, hafi heitið því að hætta kjarnorkuframleiðslu. 19. mars 2018 06:53 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Engin svör borist frá Norður-Kóreu vegna fundarins með Trump Yfirvöld í Suður-Kóreu segja að þeim hafi ekki borist nein svör frá yfirvöldum í Norður-Kóreu vegna fyrirhugaðs funds leiðtoga ríkisins, Kim Jong-un, með forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. 12. mars 2018 08:34
Bandaríkin fullviss um fundinn þrátt fyrir þögn Norður Kóreu Fundarboðið barst og við þáðum það 12. mars 2018 23:09
Kim lofar að hætta kjarnorkuframleiðslu Utanríkisráðherra Suður-Kóreu segir að Kim Jong-un, leiðtogi grannríkis þeirra í norðri, hafi heitið því að hætta kjarnorkuframleiðslu. 19. mars 2018 06:53