Forveri Cambridge Analytica stærði sig af inngripum í erlendar kosningar Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2018 08:19 Facebook hefur einnig átt í vök að verjast eftir uppljóstranir um hvernig Cambridge Analytica gat notað persónuupplýsingar um tugi milljóna notenda. Vísir/AFP Fyrirtækið sem varð síðar að Cambridge Analytica, greiningarfyrirtækinu umdeilda sem er sakað um að hafa nýtt illa fengnar persónuupplýsingar af Facebook, stærði sig af því að hafa átt við kosningar í löndum eins og Nígeríu. Í bæklingi frá fyrirtækinu SCL Elections, sem síðar varð að Cambridge Analytica, fullyrðir það að það hafi skipulagt kosningafundi í Nígeríu til að fæla stuðningsfólk stjórnarandstöðu landsins frá því að kjósa árið 2007. Evrópskir kosningaeftirlitsmenn sögðu á þeim tíma að kosningarnar hefðu verið einar þær minnst trúverðugu sem þeir hefðu fylgst með.Breska ríkisútvarpið BBC segir að svo virðist sem að bæklingurinn sé frá því fyrir árið 2014 en þá byrjaði Cambridge Analytica að nota gögn um fimmtíu milljónir Facebook-notenda. Í bæklingnum er einnig að finna fullyrðingar um afskipti af kosningum í Lettlandi árið 2006 og í Trinidad og Tobago árið 2010. SCL Elections fullyrti einnig að viðskiptavinir gætu komist í samband við fyrirtækið í gegnum bresk sendiráð og að það væri með öryggisheimild frá breska varnarmálaráðuneytinu til að sýsla með trúnaðargögn.Fékk verktakasamninga við bresk stjórnvöldUtanríkisráðuneyti Bretlands segist ekki hafa vitað af þessum ásökunum þegar SCL Elections fékk verktakaverkefni fyrir bresku ríkisstjórnina árið 2008. BBC segir að flest af því sem fyrirtækið talar um í bæklingnum hafi átt sér stað fyrir þá samninga. Persónuvernd Bretlands rannsakar nú Cambridge Analytica vegna uppljóstrana um notkun fyrirtækisins á Facebook-gögnunum. Dómari veitti heimild til húsleitar á skrifstofum þess í London á föstudag. Cambridge Analytica var stofnað árið 2013 á grunni SCL Elections sem hafði þá starfað mun lengur. Alexander Nix, forstjóri fyrirtækisins, var vikið tímabundið í starfi í vikunni á meðan ásakanirnar eru rannsakaðar. Á upptökum sem Channel 4-sjónvarpsstöðin gerði á laun og birtar voru i vikunni heyrðist Nix og annar stjórnandi fyrirtækisins meðal annars lýsa því hvernig fyrirtækið hefði unnið í fjölda kosninga um allan heim með leynd. Sögðu þeir einnig frá hvernig þeir gætu leitt pólitíska andstæðinga í gildru með mútum og vændiskonum. Trínidad og Tóbagó Tengdar fréttir Vilja rannsaka Cambridge Analytica Stjórnvöld í Bretlandi hafa ákveðið að fara fram á leitarheimild til þess að rannsaka gagnagrunna og gagnaver fyrirtækisins Cambridge Analytica. 20. mars 2018 07:38 Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30 Húsleit heimiluð á skrifstofum Cambridge Analytica Persónuvernd Bretlands sækist eftir gögnum sem geta varpað ljósi á hvort að persónuupplýsingar af Facebook hafi verið notaðar til að sérsníða auglýsingar að kjósendum. 23. mars 2018 20:16 Stofnandi Facebook gengst við mistökum og lofar að vernda gögn notenda Mark Zuckerberg rýfur þögnina um Cambridge Analytica í færslu á Facebook. 21. mars 2018 20:45 Nýr ráðgjafi Trump sagður hafa nýtt Facebook-gögn Cambridge Analytica Fyrrverandi starfsmaður CA segir að pólitísk aðgerðanefnd Johns Bolton, nýs þjóðaröryggisráðgjafa Trump, hafi vitað af því að fyrirtækið notaði gögn frá Facebook þegar það vann fyrir hana. 23. mars 2018 22:45 Forstjóra umdeilda greiningarfyrirtækisins vikið úr starfi eftir hneyksli Uppljóstranir um misnotkun á persónuupplýsingum af Facebook og leynilegar upptökur eru ástæða þess að Alexander Nix hefur verið settur til hliðar tímabundið sem forstjóri Cambridge Analytica. 20. mars 2018 20:45 Mest lesið Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Fyrirtækið sem varð síðar að Cambridge Analytica, greiningarfyrirtækinu umdeilda sem er sakað um að hafa nýtt illa fengnar persónuupplýsingar af Facebook, stærði sig af því að hafa átt við kosningar í löndum eins og Nígeríu. Í bæklingi frá fyrirtækinu SCL Elections, sem síðar varð að Cambridge Analytica, fullyrðir það að það hafi skipulagt kosningafundi í Nígeríu til að fæla stuðningsfólk stjórnarandstöðu landsins frá því að kjósa árið 2007. Evrópskir kosningaeftirlitsmenn sögðu á þeim tíma að kosningarnar hefðu verið einar þær minnst trúverðugu sem þeir hefðu fylgst með.Breska ríkisútvarpið BBC segir að svo virðist sem að bæklingurinn sé frá því fyrir árið 2014 en þá byrjaði Cambridge Analytica að nota gögn um fimmtíu milljónir Facebook-notenda. Í bæklingnum er einnig að finna fullyrðingar um afskipti af kosningum í Lettlandi árið 2006 og í Trinidad og Tobago árið 2010. SCL Elections fullyrti einnig að viðskiptavinir gætu komist í samband við fyrirtækið í gegnum bresk sendiráð og að það væri með öryggisheimild frá breska varnarmálaráðuneytinu til að sýsla með trúnaðargögn.Fékk verktakasamninga við bresk stjórnvöldUtanríkisráðuneyti Bretlands segist ekki hafa vitað af þessum ásökunum þegar SCL Elections fékk verktakaverkefni fyrir bresku ríkisstjórnina árið 2008. BBC segir að flest af því sem fyrirtækið talar um í bæklingnum hafi átt sér stað fyrir þá samninga. Persónuvernd Bretlands rannsakar nú Cambridge Analytica vegna uppljóstrana um notkun fyrirtækisins á Facebook-gögnunum. Dómari veitti heimild til húsleitar á skrifstofum þess í London á föstudag. Cambridge Analytica var stofnað árið 2013 á grunni SCL Elections sem hafði þá starfað mun lengur. Alexander Nix, forstjóri fyrirtækisins, var vikið tímabundið í starfi í vikunni á meðan ásakanirnar eru rannsakaðar. Á upptökum sem Channel 4-sjónvarpsstöðin gerði á laun og birtar voru i vikunni heyrðist Nix og annar stjórnandi fyrirtækisins meðal annars lýsa því hvernig fyrirtækið hefði unnið í fjölda kosninga um allan heim með leynd. Sögðu þeir einnig frá hvernig þeir gætu leitt pólitíska andstæðinga í gildru með mútum og vændiskonum.
Trínidad og Tóbagó Tengdar fréttir Vilja rannsaka Cambridge Analytica Stjórnvöld í Bretlandi hafa ákveðið að fara fram á leitarheimild til þess að rannsaka gagnagrunna og gagnaver fyrirtækisins Cambridge Analytica. 20. mars 2018 07:38 Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30 Húsleit heimiluð á skrifstofum Cambridge Analytica Persónuvernd Bretlands sækist eftir gögnum sem geta varpað ljósi á hvort að persónuupplýsingar af Facebook hafi verið notaðar til að sérsníða auglýsingar að kjósendum. 23. mars 2018 20:16 Stofnandi Facebook gengst við mistökum og lofar að vernda gögn notenda Mark Zuckerberg rýfur þögnina um Cambridge Analytica í færslu á Facebook. 21. mars 2018 20:45 Nýr ráðgjafi Trump sagður hafa nýtt Facebook-gögn Cambridge Analytica Fyrrverandi starfsmaður CA segir að pólitísk aðgerðanefnd Johns Bolton, nýs þjóðaröryggisráðgjafa Trump, hafi vitað af því að fyrirtækið notaði gögn frá Facebook þegar það vann fyrir hana. 23. mars 2018 22:45 Forstjóra umdeilda greiningarfyrirtækisins vikið úr starfi eftir hneyksli Uppljóstranir um misnotkun á persónuupplýsingum af Facebook og leynilegar upptökur eru ástæða þess að Alexander Nix hefur verið settur til hliðar tímabundið sem forstjóri Cambridge Analytica. 20. mars 2018 20:45 Mest lesið Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Vilja rannsaka Cambridge Analytica Stjórnvöld í Bretlandi hafa ákveðið að fara fram á leitarheimild til þess að rannsaka gagnagrunna og gagnaver fyrirtækisins Cambridge Analytica. 20. mars 2018 07:38
Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30
Húsleit heimiluð á skrifstofum Cambridge Analytica Persónuvernd Bretlands sækist eftir gögnum sem geta varpað ljósi á hvort að persónuupplýsingar af Facebook hafi verið notaðar til að sérsníða auglýsingar að kjósendum. 23. mars 2018 20:16
Stofnandi Facebook gengst við mistökum og lofar að vernda gögn notenda Mark Zuckerberg rýfur þögnina um Cambridge Analytica í færslu á Facebook. 21. mars 2018 20:45
Nýr ráðgjafi Trump sagður hafa nýtt Facebook-gögn Cambridge Analytica Fyrrverandi starfsmaður CA segir að pólitísk aðgerðanefnd Johns Bolton, nýs þjóðaröryggisráðgjafa Trump, hafi vitað af því að fyrirtækið notaði gögn frá Facebook þegar það vann fyrir hana. 23. mars 2018 22:45
Forstjóra umdeilda greiningarfyrirtækisins vikið úr starfi eftir hneyksli Uppljóstranir um misnotkun á persónuupplýsingum af Facebook og leynilegar upptökur eru ástæða þess að Alexander Nix hefur verið settur til hliðar tímabundið sem forstjóri Cambridge Analytica. 20. mars 2018 20:45