Átta fugla hringur skaut Ólafíu upp töfluna Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. mars 2018 18:45 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur í GR, komst naumlega í gegnum niðurskurðinn á Kia Classic mótinu í golfi sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Hún spilaði hins vegar frábærlega á fyrri níu holunum á þriðja hring í dag og fékk meðal annars fjóra fugla í röð. Þegar Ólafía hóf leik í dag var hún á samtals á pari vallarins eftir fyrstu tvo hringina en með frábærri spilamennsku lauk hún leik á fjórum höggum undir pari og var í 27.-46. sæti. Margir af kylfingunum í toppbaráttunni áttu eftir að hefja leik þegar Ólafía kláraði og því óvíst hvar hún verður nákvæmlega í töflunni fyrir lokahringinn. Ólafía fékk samtals átta fugla í dag en fjóra skolla. Eftir fimm fugla á sex holum í fyrri hlutanum var útlitið bjart hjá Íþróttamanni ársins 2017. Hún fékk hins vegar þrjá skolla á 11., 13. og 14. holu sem komu í veg fyrir að hún næði að blanda sér í baráttu um efstu 10 sætin. Hún rétti þó leik sinn við og nældi í tvo fugla undir lokin. Með svipuðum hring á morgun er aldrei að vita hversu ofarlega Ólafía gæti endað á mótinu. Beina textalýsingu af seinni 9 holum Ólafíu má sjá hér að neðan. Bein útsending frá mótinu hefst svo á Golfstöðinni klukkan 23:00.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur í GR, komst naumlega í gegnum niðurskurðinn á Kia Classic mótinu í golfi sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Hún spilaði hins vegar frábærlega á fyrri níu holunum á þriðja hring í dag og fékk meðal annars fjóra fugla í röð. Þegar Ólafía hóf leik í dag var hún á samtals á pari vallarins eftir fyrstu tvo hringina en með frábærri spilamennsku lauk hún leik á fjórum höggum undir pari og var í 27.-46. sæti. Margir af kylfingunum í toppbaráttunni áttu eftir að hefja leik þegar Ólafía kláraði og því óvíst hvar hún verður nákvæmlega í töflunni fyrir lokahringinn. Ólafía fékk samtals átta fugla í dag en fjóra skolla. Eftir fimm fugla á sex holum í fyrri hlutanum var útlitið bjart hjá Íþróttamanni ársins 2017. Hún fékk hins vegar þrjá skolla á 11., 13. og 14. holu sem komu í veg fyrir að hún næði að blanda sér í baráttu um efstu 10 sætin. Hún rétti þó leik sinn við og nældi í tvo fugla undir lokin. Með svipuðum hring á morgun er aldrei að vita hversu ofarlega Ólafía gæti endað á mótinu. Beina textalýsingu af seinni 9 holum Ólafíu má sjá hér að neðan. Bein útsending frá mótinu hefst svo á Golfstöðinni klukkan 23:00.
Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira