Framhaldsskólakennarar tilbúnir í „harðar aðgerðir“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 24. mars 2018 13:28 Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir félagsmenn sína tilbúna í verkfall ef ekki nást samningar við ríkið á næstunni. Hún segir kjaraviðræður stranda á fjármögnun vinnumats kennara frekar en krónutölu launa. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í morgun náðist engin lending á samningafundi framhaldsskólakennara hjá Ríkissáttasemjara í gær. Kjarasamningar hafa verið lausir frá 2016, en framhaldsskólakennarar fóru síðast í þriggja vikna verkfall vorið 2014. Því lauk hins vegar með undirritun nýs kjarasamnings í byrjun apríl þess árs. Í skýrslu heildarsamtaka vinnumarkaðarins árið 2016 kom fram að laun framhaldsskólakennara hefðu hækkað mest allra stétta á tímabilinu frá 2006 til 2015. Guðríður Arnardóttir, formaður félagsins, telur hins vegar að þetta hafi lítið að segja. „Staðan er bara þannig í dag, alveg burtséð frá einhverri launaþróun og hvernig staðan var fyrir tíu árum, að framhaldsskólakennarar standa enn ekki jafnfætis BHM í launum,“ segir Guðríður.Stytting framhaldsskólanáms ekki tekin inn í myndina Guðríður bendir enn fremur á að ástæðan fyrir miklum hækkunum á þessum árum hafi einfaldlega verið afar döpur laun stéttarinnar fyrir verkfallið. Kröfur kennaranna í dag beinast hins vegar fremur að efndum eldri samnings og fjármögnun nýs vinnumats sem þá var innleitt. Hún bendir á að í síðasta kjarasamning hafi verið sett sérstakt ákvæði um að ef gerðar yrðu einhverjar megin breytingar á fyrirkomulagi náms til stúdentsprófs bæri að meta það inn í vinnu kennara. Með styttingu framhaldsskólanáms hafi orðið mikil samþjöppun í kennslu, sem ekki hafi verið tekið tillit til. „Við erum með félagsdóm sem staðfestir það sem um er samið, þetta er ekki einu sinni túlkunaratriði, þetta er bara staðfest af félagsdómi að áhrif styttingarinnar beri að meta á vinnu kennara, en það hefur ekki verið gert. Það liggur alveg fyrir að við munum ekki ganga frá samningaborði fyrr en við erum búin að klára síðasta samning,“ segir Guðríður. Aðspurð útilokar hún ekki að til verkfalls gæti komið fyrr en síðar. „Þessi stétt, framhaldsskólakennarar, þeir geta sannarlega staðið saman þegar á reynir. Ef við metum það þannig að við þurfum að fara í harðar aðgerðir til þess að ná samningum þá verður bara svo að vera,“ segir Guðríður að lokum. Skóla - og menntamál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Formaður Félags framhaldsskólakennara segir félagsmenn sína tilbúna í verkfall ef ekki nást samningar við ríkið á næstunni. Hún segir kjaraviðræður stranda á fjármögnun vinnumats kennara frekar en krónutölu launa. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í morgun náðist engin lending á samningafundi framhaldsskólakennara hjá Ríkissáttasemjara í gær. Kjarasamningar hafa verið lausir frá 2016, en framhaldsskólakennarar fóru síðast í þriggja vikna verkfall vorið 2014. Því lauk hins vegar með undirritun nýs kjarasamnings í byrjun apríl þess árs. Í skýrslu heildarsamtaka vinnumarkaðarins árið 2016 kom fram að laun framhaldsskólakennara hefðu hækkað mest allra stétta á tímabilinu frá 2006 til 2015. Guðríður Arnardóttir, formaður félagsins, telur hins vegar að þetta hafi lítið að segja. „Staðan er bara þannig í dag, alveg burtséð frá einhverri launaþróun og hvernig staðan var fyrir tíu árum, að framhaldsskólakennarar standa enn ekki jafnfætis BHM í launum,“ segir Guðríður.Stytting framhaldsskólanáms ekki tekin inn í myndina Guðríður bendir enn fremur á að ástæðan fyrir miklum hækkunum á þessum árum hafi einfaldlega verið afar döpur laun stéttarinnar fyrir verkfallið. Kröfur kennaranna í dag beinast hins vegar fremur að efndum eldri samnings og fjármögnun nýs vinnumats sem þá var innleitt. Hún bendir á að í síðasta kjarasamning hafi verið sett sérstakt ákvæði um að ef gerðar yrðu einhverjar megin breytingar á fyrirkomulagi náms til stúdentsprófs bæri að meta það inn í vinnu kennara. Með styttingu framhaldsskólanáms hafi orðið mikil samþjöppun í kennslu, sem ekki hafi verið tekið tillit til. „Við erum með félagsdóm sem staðfestir það sem um er samið, þetta er ekki einu sinni túlkunaratriði, þetta er bara staðfest af félagsdómi að áhrif styttingarinnar beri að meta á vinnu kennara, en það hefur ekki verið gert. Það liggur alveg fyrir að við munum ekki ganga frá samningaborði fyrr en við erum búin að klára síðasta samning,“ segir Guðríður. Aðspurð útilokar hún ekki að til verkfalls gæti komið fyrr en síðar. „Þessi stétt, framhaldsskólakennarar, þeir geta sannarlega staðið saman þegar á reynir. Ef við metum það þannig að við þurfum að fara í harðar aðgerðir til þess að ná samningum þá verður bara svo að vera,“ segir Guðríður að lokum.
Skóla - og menntamál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira