Sýna kröfu bandarískra ungmenna um herta byssulöggjöf samstöðu í Reykjavík Sylvía Hall skrifar 24. mars 2018 12:15 Frá Austurvelli. Hersir Aron Ólafsson/Vísir Samstöðuganga verður gengin í Reykjavík í dag til stuðnings mótmæla ungmenna gegn skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna, sem fara fram í Washington-borg í dag. Mótmælin voru skipulögð í kjölfar skotárásar í framhaldsskóla í Flórída 14. febrúar. Búist er við að hundruð þúsunda ungmenna krefjist hertrar skotvopnalöggjafar í Bandaríkjunum í dag. Skipuleggjandi göngunnar missti vinkonu sína í blóðugri skotárás í Las Vegas í október. Gangan í dag fer fram undir yfirskriftinni „Göngum fyrir líf okkar“ [e. March for Our Lives]. Ungmenni frá Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Parkland í Flórída skipulögðu gönguna en þau hafa gerst ötulir talsmenn fyrir hertri skotvopnalöggjöf eftir að sautján skólafélagar og starfsmenn skólans féllu í skotárás fyrrverandi nemanda á Valentínusardag. Átta hundruð samstöðugöngur hafa verið boðaðar víða um heim, þar á meðal í Reykjavík. Á Facebook-síðu göngunnar í Reykjavík segir að Gangan í hún sé haldin til að sýna samstöðu með ástvinum í Bandaríkjunum og fólki um heim allan sem vill koma í veg fyrir frekara byssuofbeldi og tryggja öryggi barna og ástvina. Skipuleggjandi göngunnar á Íslandi, Paula Gould, segist hafa ákveðið að efna til samstöðugöngu þegar hún heyrði af mótmælunum vestanhafs. „Þegar ljóst varð að mótmælin yrðu haldin í Bandaríkjunum fann ég mig knúna til þess að sýna samstöðu og spurðist fyrir í Facebook-hópi Bandaríkjamanna á Íslandi hvort áhugi væri fyrir slíku. Viðbrögðin voru ótrúlega jákvæð og ég ákvað að búa til viðburð í kjölfarið,“ segir hún.Paula Gould, skipuleggjandi göngunnar, ávarpar viðstadda í dag.Hersir Aron Ólafsson/VísirVandamálið ekki svo fjarlægt íslensku samfélagiPaula segir að skipulagning göngunnar hafi staðið yfir nú í tæpan mánuð og hafi stuðningurinn teygt sig víðar. Hún hefur meðal annars notið stuðnings Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Hún segir að sá stuðningur hafi verið kærkominn, en hún hafi viljað ná til ungs fólks í tengslum við gönguna. Hún segir ástæðu til að vekja athygli á baráttunni hérlendis, en mikill fjöldi Íslendinga er búsettur í Bandaríkjunum við nám eða vinnu. Vandamálið sé því ekki svo fjarlægt íslensku samfélagi og vísar hún meðal annars til starfsmanna íslenska fyrirtækisins NetApp, sem voru staddir á Mandalay Bay-hótelinu í Las Vegas þegar maður hóf skothríð á tónleikagesti úr glugga hótelsins. Alls létust 59 manns í árásinni. Paula, sem starfaði áður með nokkrum þeirra sem voru staddir á hótelinu, missti einnig kunningjakonu sína í þeirri árás. Hún segir málstaðinn standa nærri hjarta sínu. „Þegar skotárásin í Las Vegas átti sér stað vonaði ég að ég þekkti engan í árásinni, en því miður lét kunningjakona mín lífið í þeirri árás. Í dag þegar ég sé myndbönd frá þeirri árás hugsa ég aðeins um mann og börn sem misstu eiginkonu og móður í árásinni.“ Gangan í Reykjavík hefst kl. 15 í dag. Hún verður farin frá Arnarhóli að Austurvelli. Yvonne Kristín Fulbright, hálfíslenskur fræðimaður, sem upplifði skotárás þegar hún var nemandi við Ríkisháskóla Pennsylvaníu mun halda ávarp þar. Bandaríkin Tengdar fréttir Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41 Krefja stjórnmálamenn um herta byssulöggjöf í Washington Nemendur við Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann í Flórída, þar sem 17 létust í skotárás á miðvikudag, hafa boðað til kröfugöngu í Washington D.C. 18. febrúar 2018 18:47 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Samstöðuganga verður gengin í Reykjavík í dag til stuðnings mótmæla ungmenna gegn skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna, sem fara fram í Washington-borg í dag. Mótmælin voru skipulögð í kjölfar skotárásar í framhaldsskóla í Flórída 14. febrúar. Búist er við að hundruð þúsunda ungmenna krefjist hertrar skotvopnalöggjafar í Bandaríkjunum í dag. Skipuleggjandi göngunnar missti vinkonu sína í blóðugri skotárás í Las Vegas í október. Gangan í dag fer fram undir yfirskriftinni „Göngum fyrir líf okkar“ [e. March for Our Lives]. Ungmenni frá Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Parkland í Flórída skipulögðu gönguna en þau hafa gerst ötulir talsmenn fyrir hertri skotvopnalöggjöf eftir að sautján skólafélagar og starfsmenn skólans féllu í skotárás fyrrverandi nemanda á Valentínusardag. Átta hundruð samstöðugöngur hafa verið boðaðar víða um heim, þar á meðal í Reykjavík. Á Facebook-síðu göngunnar í Reykjavík segir að Gangan í hún sé haldin til að sýna samstöðu með ástvinum í Bandaríkjunum og fólki um heim allan sem vill koma í veg fyrir frekara byssuofbeldi og tryggja öryggi barna og ástvina. Skipuleggjandi göngunnar á Íslandi, Paula Gould, segist hafa ákveðið að efna til samstöðugöngu þegar hún heyrði af mótmælunum vestanhafs. „Þegar ljóst varð að mótmælin yrðu haldin í Bandaríkjunum fann ég mig knúna til þess að sýna samstöðu og spurðist fyrir í Facebook-hópi Bandaríkjamanna á Íslandi hvort áhugi væri fyrir slíku. Viðbrögðin voru ótrúlega jákvæð og ég ákvað að búa til viðburð í kjölfarið,“ segir hún.Paula Gould, skipuleggjandi göngunnar, ávarpar viðstadda í dag.Hersir Aron Ólafsson/VísirVandamálið ekki svo fjarlægt íslensku samfélagiPaula segir að skipulagning göngunnar hafi staðið yfir nú í tæpan mánuð og hafi stuðningurinn teygt sig víðar. Hún hefur meðal annars notið stuðnings Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Hún segir að sá stuðningur hafi verið kærkominn, en hún hafi viljað ná til ungs fólks í tengslum við gönguna. Hún segir ástæðu til að vekja athygli á baráttunni hérlendis, en mikill fjöldi Íslendinga er búsettur í Bandaríkjunum við nám eða vinnu. Vandamálið sé því ekki svo fjarlægt íslensku samfélagi og vísar hún meðal annars til starfsmanna íslenska fyrirtækisins NetApp, sem voru staddir á Mandalay Bay-hótelinu í Las Vegas þegar maður hóf skothríð á tónleikagesti úr glugga hótelsins. Alls létust 59 manns í árásinni. Paula, sem starfaði áður með nokkrum þeirra sem voru staddir á hótelinu, missti einnig kunningjakonu sína í þeirri árás. Hún segir málstaðinn standa nærri hjarta sínu. „Þegar skotárásin í Las Vegas átti sér stað vonaði ég að ég þekkti engan í árásinni, en því miður lét kunningjakona mín lífið í þeirri árás. Í dag þegar ég sé myndbönd frá þeirri árás hugsa ég aðeins um mann og börn sem misstu eiginkonu og móður í árásinni.“ Gangan í Reykjavík hefst kl. 15 í dag. Hún verður farin frá Arnarhóli að Austurvelli. Yvonne Kristín Fulbright, hálfíslenskur fræðimaður, sem upplifði skotárás þegar hún var nemandi við Ríkisháskóla Pennsylvaníu mun halda ávarp þar.
Bandaríkin Tengdar fréttir Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41 Krefja stjórnmálamenn um herta byssulöggjöf í Washington Nemendur við Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann í Flórída, þar sem 17 létust í skotárás á miðvikudag, hafa boðað til kröfugöngu í Washington D.C. 18. febrúar 2018 18:47 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41
Krefja stjórnmálamenn um herta byssulöggjöf í Washington Nemendur við Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann í Flórída, þar sem 17 létust í skotárás á miðvikudag, hafa boðað til kröfugöngu í Washington D.C. 18. febrúar 2018 18:47
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent