Áburðarflutningar boða vorkomuna í Skagafirði Kristján Már Unnarsson skrifar 23. mars 2018 20:30 Áburðarfarminum skipað á land á Sauðárkróki. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Bændur eru farnir að huga að vorverkunum. Einn af vorboðunum til sveita eru áburðarflutningar til bænda, sem nú eru hafnir, eins og sjá mátti í Skagafirði í fréttum Stöðvar 2. Í höfninni á Sauðárkróki liggur fjögur þúsund tonna norskt flutningaskip, Kjervaagsund, á vegum Nesskipa. Það var að koma frá Tallin í Eistlandi með stærðar farm, 3.200 tonn af áburði til Kaupfélags Skagfirðinga, en einnig timbur og girðingastaura. Flutningaskipið Kjervaagsund í Sauðárkrókshöfn. Áburðurinn hífður frá borði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Víða um land er þetta einn fyrsti vorboðinn; þegar komið er með áburðinn. Starfsmenn Vörumiðlunar á Sauðárkróki annast uppskipun, en þetta eru tíu mismunandi tegundir af áburði. Hjá Kaupfélagi Skagfirðinga sér Björn Magni Svavarsson aðstoðarverslunarstjóri um áburðarviðskiptin en hann segir okkur að þessi farmur dreifist til um 150 bænda, í Skagafirði og Austur-Húnavatnssýslu. Algengt er að milli 20 og 40 tonn fari á hvert býli. Að sögn Björns Magna annast sex bændur það verkefni að aka áburðinum heim á bæina. Bóndinn á Páfastöðum, Sigurður Baldursson, er meðal þeirra sem eiga von á áburðarfarmi. Sigurður Baldursson í fjósinu á Páfastöðum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Hann kemur nú fljótlega. Þeir keyra hann út sem fyrst þannig að hann þurfi ekki að standa á höfninni,” segir Sigurður. „Við erum að bera á svona í lok apríl, byrjun maí. Þá förum við að dreifa. Þetta er skemmtilegasti árstíminn. Allt að lifna og allt að koma aftur eftir veturinn,” segir bóndinn. Frá Páfastöðum í Skagafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Og ef áburðarflutningarnir eru fyrsti vorboðinn til sveita þá má kannski segja að það marki upphaf sumarsins þegar kúnum er hleypt út. „Það er svona þegar orðið er gott veður og þurrt. Það er í lok maí yfirleitt,” segir Sigurður Baldursson, kúabóndi á Páfastöðum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Skagafjörður Um land allt Tengdar fréttir Bjóða ferðamönnum að ganga inn í sýndarheim Örlygsstaðabardaga Gestir bregða sér inn í Örlygsstaðabardaga á Sturlungaöld í sýndarveruleikasetri sem áformað er að opna á Sauðárkróki í haust. 21. mars 2018 20:30 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Bændur eru farnir að huga að vorverkunum. Einn af vorboðunum til sveita eru áburðarflutningar til bænda, sem nú eru hafnir, eins og sjá mátti í Skagafirði í fréttum Stöðvar 2. Í höfninni á Sauðárkróki liggur fjögur þúsund tonna norskt flutningaskip, Kjervaagsund, á vegum Nesskipa. Það var að koma frá Tallin í Eistlandi með stærðar farm, 3.200 tonn af áburði til Kaupfélags Skagfirðinga, en einnig timbur og girðingastaura. Flutningaskipið Kjervaagsund í Sauðárkrókshöfn. Áburðurinn hífður frá borði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Víða um land er þetta einn fyrsti vorboðinn; þegar komið er með áburðinn. Starfsmenn Vörumiðlunar á Sauðárkróki annast uppskipun, en þetta eru tíu mismunandi tegundir af áburði. Hjá Kaupfélagi Skagfirðinga sér Björn Magni Svavarsson aðstoðarverslunarstjóri um áburðarviðskiptin en hann segir okkur að þessi farmur dreifist til um 150 bænda, í Skagafirði og Austur-Húnavatnssýslu. Algengt er að milli 20 og 40 tonn fari á hvert býli. Að sögn Björns Magna annast sex bændur það verkefni að aka áburðinum heim á bæina. Bóndinn á Páfastöðum, Sigurður Baldursson, er meðal þeirra sem eiga von á áburðarfarmi. Sigurður Baldursson í fjósinu á Páfastöðum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Hann kemur nú fljótlega. Þeir keyra hann út sem fyrst þannig að hann þurfi ekki að standa á höfninni,” segir Sigurður. „Við erum að bera á svona í lok apríl, byrjun maí. Þá förum við að dreifa. Þetta er skemmtilegasti árstíminn. Allt að lifna og allt að koma aftur eftir veturinn,” segir bóndinn. Frá Páfastöðum í Skagafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Og ef áburðarflutningarnir eru fyrsti vorboðinn til sveita þá má kannski segja að það marki upphaf sumarsins þegar kúnum er hleypt út. „Það er svona þegar orðið er gott veður og þurrt. Það er í lok maí yfirleitt,” segir Sigurður Baldursson, kúabóndi á Páfastöðum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Skagafjörður Um land allt Tengdar fréttir Bjóða ferðamönnum að ganga inn í sýndarheim Örlygsstaðabardaga Gestir bregða sér inn í Örlygsstaðabardaga á Sturlungaöld í sýndarveruleikasetri sem áformað er að opna á Sauðárkróki í haust. 21. mars 2018 20:30 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Bjóða ferðamönnum að ganga inn í sýndarheim Örlygsstaðabardaga Gestir bregða sér inn í Örlygsstaðabardaga á Sturlungaöld í sýndarveruleikasetri sem áformað er að opna á Sauðárkróki í haust. 21. mars 2018 20:30