Atkvæðið frá frænku eigandans réð úrslitum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 22. mars 2018 06:00 Húsnæði Sundhallarinnar stendur við Framnesveg 9 í Keflavík. Lóðirnar eru í eigu feðga sem ætla í framkvæmdir. Atkvæði bróðurdóttur eiganda Sundhallar Keflavíkur réð úrslitum í ákvörðun umhverfis- og skipulagsráðs Keflavíkur í síðustu viku um nýtt deiliskipulag fyrir reitinn sem Sundhöllin stendur á. Framkvæmdir fyrir hundruð milljóna eru fyrirhugaðar á svæðinu sem fela meðal annars í sér að hús Sundhallarinnar víki fyrir íbúabyggð. Mikil umræða spratt upp fyrr í vikunni um húsið sem er hannað af Guðjóni Samúelssyni og skiptar skoðanir eru um hvort rífa beri húsið eða varðveita það. Tveir fulltrúar í ráðinu greiddu atkvæði gegn deiliskipulaginu. Þrír voru fylgjandi, þar á meðal Una María Unnarsdóttir. Sundhöllin og lóðirnar við Framnesveg 9 og 11 eru í eigu föðurbróður hennar, Halldórs Ragnarssonar, og sonar hans, Heiðars Halldórssonar. Frá því Una María tók sæti í umhverfis- og skipulagsráði árið 2014 hefur hún ávallt vikið sæti í málum sem varða málefni frænda sinna þar til í síðustu viku. „Ég hef setið hjá í öllum málum sem varða Húsanes vegna þessa skyldleika og svo þótti mér það faglegra,“ segir Una María og segist ekki hafa kynnt sér málið lagalega fyrr en þetta mál kom upp nú og hafi hún þá aflað sér lögfræðiálits um mögulegt vanhæfi. Hún vísar til 20. gr. sveitarstjórnarlaga sem kveður á um að sveitarstjórnarmaður sé vanhæfur sé hann eða hafi verið maki aðila, skyldur eða mægður aðila í beinan legg eða að einum lið til hliðar við ákvörðunartöku. „Það á bara við um foreldra, börn eða systkin og þar af leiðandi telst ég ekki vanhæf í þessu máli,“ segir Una. Í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 13. mars segir: „Deiliskipulagið er í samræmi við aðalskipulag 2015-2030 en á þessu svæði er áætluð íbúðabyggð með 3-5 hæðum. Sundhöllin er ekki friðuð og samræmist ekki notkun svæðisins samkvæmt Aðalskipulagi Reykjanesbæjar allt frá árinu 2006.“ Fyrirhugaðar framkvæmdir á lóðunum tveimur hlaupa á nokkrum milljörðum króna en Sundhöllin hafði verið til sölu um nokkurra ára skeið þegar Landsbankinn seldi hana til eignarhaldsfélags feðganna fyrir 36,5 milljónir í apríl í fyrra. Ekki var til deiliskipulag fyrir lóðina. Kaupandinn mun hafa keypt í þeirri von að nýtt deiliskipulag yrði gert, en aðalskipulagið gerir ráð fyrir íbúðabyggð á svæðinu. Fyrir áttu feðgarnir einnig lóðina að Framnesvegi 11 og óskað var heimildar hjá umhverfis- og skipulagsráði til deiliskipulagsvinnu fyrir þá lóð í nóvember 2014.Fyrirhugaðar byggingar sem reiknað er með að rísi í grennd við sundhöllina. Húsið til vinstri á að koma þar sem Sundhöllin er nú.JES ARKITEKTARÍ nóvember 2017 ákvað umhverfis- og skipulagsráð að auglýsa deiliskipulagstillöguna og aftur sat Una María hjá við afgreiðslu málsins. Í hvorugu tilvikinu bera fundargerðir með sér að skiptar skoðanir séu um afgreiðslu málsins. Við fyrrgreinda afgreiðslu deiliskipulags fyrir lóðirnar í síðustu viku brá hins vegar svo við að Una María sat ekki hjá líkt og áður heldur myndaði meirihluta fyrir tillögunni með tveimur öðrum fulltrúum ráðsins. Tveir fulltrúar greiddu hins vegar atkvæði gegn tillögunni og vísuðu í bókun til mögulegrar skaðabótaskyldu sem sveitarfélagið gæti skapað sér færi svo að Sundhöllin yrði skyndifriðuð af Minjastofnun. Minjastofnun hefur þegar skilað áliti um málið þess efnis að stofnunin muni ekki beita sér fyrir friðlýsingu hússins og sé það í höndum sveitarfélagsins að ákvarða framtíð þess. Una María vísaði sem fyrr segir til lögfræðiálits um hæfi sitt og segir engin tengsl milli sín og eigenda lóðanna þrátt fyrir skyldleikann. „Ég átti samtöl líka við minn flokk, Beina leið, og í þeim samtölum kom fram að það hefði verið alveg sama hver hefði setið fundina fyrir flokkinn, niðurstaðan hefði alltaf verið sú sama,“ segir Una. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Atkvæði bróðurdóttur eiganda Sundhallar Keflavíkur réð úrslitum í ákvörðun umhverfis- og skipulagsráðs Keflavíkur í síðustu viku um nýtt deiliskipulag fyrir reitinn sem Sundhöllin stendur á. Framkvæmdir fyrir hundruð milljóna eru fyrirhugaðar á svæðinu sem fela meðal annars í sér að hús Sundhallarinnar víki fyrir íbúabyggð. Mikil umræða spratt upp fyrr í vikunni um húsið sem er hannað af Guðjóni Samúelssyni og skiptar skoðanir eru um hvort rífa beri húsið eða varðveita það. Tveir fulltrúar í ráðinu greiddu atkvæði gegn deiliskipulaginu. Þrír voru fylgjandi, þar á meðal Una María Unnarsdóttir. Sundhöllin og lóðirnar við Framnesveg 9 og 11 eru í eigu föðurbróður hennar, Halldórs Ragnarssonar, og sonar hans, Heiðars Halldórssonar. Frá því Una María tók sæti í umhverfis- og skipulagsráði árið 2014 hefur hún ávallt vikið sæti í málum sem varða málefni frænda sinna þar til í síðustu viku. „Ég hef setið hjá í öllum málum sem varða Húsanes vegna þessa skyldleika og svo þótti mér það faglegra,“ segir Una María og segist ekki hafa kynnt sér málið lagalega fyrr en þetta mál kom upp nú og hafi hún þá aflað sér lögfræðiálits um mögulegt vanhæfi. Hún vísar til 20. gr. sveitarstjórnarlaga sem kveður á um að sveitarstjórnarmaður sé vanhæfur sé hann eða hafi verið maki aðila, skyldur eða mægður aðila í beinan legg eða að einum lið til hliðar við ákvörðunartöku. „Það á bara við um foreldra, börn eða systkin og þar af leiðandi telst ég ekki vanhæf í þessu máli,“ segir Una. Í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 13. mars segir: „Deiliskipulagið er í samræmi við aðalskipulag 2015-2030 en á þessu svæði er áætluð íbúðabyggð með 3-5 hæðum. Sundhöllin er ekki friðuð og samræmist ekki notkun svæðisins samkvæmt Aðalskipulagi Reykjanesbæjar allt frá árinu 2006.“ Fyrirhugaðar framkvæmdir á lóðunum tveimur hlaupa á nokkrum milljörðum króna en Sundhöllin hafði verið til sölu um nokkurra ára skeið þegar Landsbankinn seldi hana til eignarhaldsfélags feðganna fyrir 36,5 milljónir í apríl í fyrra. Ekki var til deiliskipulag fyrir lóðina. Kaupandinn mun hafa keypt í þeirri von að nýtt deiliskipulag yrði gert, en aðalskipulagið gerir ráð fyrir íbúðabyggð á svæðinu. Fyrir áttu feðgarnir einnig lóðina að Framnesvegi 11 og óskað var heimildar hjá umhverfis- og skipulagsráði til deiliskipulagsvinnu fyrir þá lóð í nóvember 2014.Fyrirhugaðar byggingar sem reiknað er með að rísi í grennd við sundhöllina. Húsið til vinstri á að koma þar sem Sundhöllin er nú.JES ARKITEKTARÍ nóvember 2017 ákvað umhverfis- og skipulagsráð að auglýsa deiliskipulagstillöguna og aftur sat Una María hjá við afgreiðslu málsins. Í hvorugu tilvikinu bera fundargerðir með sér að skiptar skoðanir séu um afgreiðslu málsins. Við fyrrgreinda afgreiðslu deiliskipulags fyrir lóðirnar í síðustu viku brá hins vegar svo við að Una María sat ekki hjá líkt og áður heldur myndaði meirihluta fyrir tillögunni með tveimur öðrum fulltrúum ráðsins. Tveir fulltrúar greiddu hins vegar atkvæði gegn tillögunni og vísuðu í bókun til mögulegrar skaðabótaskyldu sem sveitarfélagið gæti skapað sér færi svo að Sundhöllin yrði skyndifriðuð af Minjastofnun. Minjastofnun hefur þegar skilað áliti um málið þess efnis að stofnunin muni ekki beita sér fyrir friðlýsingu hússins og sé það í höndum sveitarfélagsins að ákvarða framtíð þess. Una María vísaði sem fyrr segir til lögfræðiálits um hæfi sitt og segir engin tengsl milli sín og eigenda lóðanna þrátt fyrir skyldleikann. „Ég átti samtöl líka við minn flokk, Beina leið, og í þeim samtölum kom fram að það hefði verið alveg sama hver hefði setið fundina fyrir flokkinn, niðurstaðan hefði alltaf verið sú sama,“ segir Una.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25