Töldu tryllingslegan hlátur Khaleds vera varnarviðbragð en ekki benda til geðrofs Birgir Olgeirsson skrifar 21. mars 2018 14:43 Khaled leiddur fyrir dómara í september þegar krafist var gæsluvarðhalds yfir honum í fyrsta skipti. Vísir/anton brink Dómkvaddur matsmaður og dómkvaddir yfirmatsmenn telja Khaled Cairo sakæhfan. Þetta kom fram í aðalmeðferð í Hagamelsmálinu svokallaða þar sem Khaled Cairo er sakaður um að hafa orðið Sanitu Brauna að bana í september síðastliðnum. Geðlæknarnir Nanna Briem og Lára Björgvinsdóttir voru dómkvaddar sem yfirmatsmenn til að meta sakhæfi Khaleds en þeim fannst ekki mikil merki um iðrun og samkennd og að hann tæki ekki höfnun vel. Það leiði líkum að því að hann sé haldin einhverskonar persónuleikaröskun en geri hann hins vegar ekki ósakhæfan.Úr dómsal í dag.Vísir/RakelSigurður Páll Pálsson geðlæknir, sem var dómkvaddur matsmaður, sagði geðskoðun á Khaled hafa leitt í ljós að hann væri með eðlilegt geð. Við aðalmeðferðina sagði Sigurður að í samtölum hans við Khaled hefði Khaled verið á því að afbrotið væri Sanitu að kenna. Sagði Sigurður Khaled hafa sagt sér að hann hefði elskað Sanitu en hún væri sömuleiðis síðasta sort fyrir að hafa sært sig með því að vera með öðrum mönnum. Viðbrögð hans hefðu því verið henni að kenna að mati Khaleds. Sigurður sagði Khaled ekki siðblindan en gríðarlega stoltan af sjálfum sér, vilji vinna og sé hörku duglegur. Þá sagði Sigurður að engin gögn bentu til þess að Khaled sé andfélagslegur. Sagði Sigurður að Khaled ætti greinilega erfitt með að taka höfnun. Hann átti áður í sambandi við aðra konu en komst að því síðar meir að hún væri gift. Hann hefði brugðist afar illa við þeim fréttum og reynt að stytta sér aldur. Nanna Briem geðlæknir sagði ekkert benda til þess að Khaled væri haldinn geðrofi. Spurð út í viðbrögð Khaleds í skýrslutökum, þar sem hann fór til að mynda að hlæja tryllingslega þegar honum voru sýndar myndir af Sanitu á vettvangi, sagði hún það frekar tengjast varnarviðbrögðum hans þegar málið varð honum mjög óþægilegt en ekki benda til geðrofs.Lokað var fyrir ummæli við fréttina. Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir „Taldi hana hafa átt það skilið því hún lagðist með svörtum manni“ Lögreglumaður fór yfir viðbrögð Khaled Cairo kvöldið sem Sanita Brauna dó. 21. mars 2018 12:39 „Ég vissi að eitthvað hræðilegt ætti eftir að eiga sér stað út frá svipbrigðum mannsins“ Maður sem segist hafa verið í sambandi með Sanitu bar vitni við réttarhöldin í dag. 21. mars 2018 14:00 Aðalmeðferð í Hagamelsmálinu: Gaf í skyn að Sanita hefði ekki fengið nægjanlega aðstoð á sjúkrahúsi Khaled Cairo og Sanita Braun höfðu aðeins hist einu sinni að sögn hins grunaða. Hann hafi orðið ástfanginn af henni. 21. mars 2018 11:38 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Dómkvaddur matsmaður og dómkvaddir yfirmatsmenn telja Khaled Cairo sakæhfan. Þetta kom fram í aðalmeðferð í Hagamelsmálinu svokallaða þar sem Khaled Cairo er sakaður um að hafa orðið Sanitu Brauna að bana í september síðastliðnum. Geðlæknarnir Nanna Briem og Lára Björgvinsdóttir voru dómkvaddar sem yfirmatsmenn til að meta sakhæfi Khaleds en þeim fannst ekki mikil merki um iðrun og samkennd og að hann tæki ekki höfnun vel. Það leiði líkum að því að hann sé haldin einhverskonar persónuleikaröskun en geri hann hins vegar ekki ósakhæfan.Úr dómsal í dag.Vísir/RakelSigurður Páll Pálsson geðlæknir, sem var dómkvaddur matsmaður, sagði geðskoðun á Khaled hafa leitt í ljós að hann væri með eðlilegt geð. Við aðalmeðferðina sagði Sigurður að í samtölum hans við Khaled hefði Khaled verið á því að afbrotið væri Sanitu að kenna. Sagði Sigurður Khaled hafa sagt sér að hann hefði elskað Sanitu en hún væri sömuleiðis síðasta sort fyrir að hafa sært sig með því að vera með öðrum mönnum. Viðbrögð hans hefðu því verið henni að kenna að mati Khaleds. Sigurður sagði Khaled ekki siðblindan en gríðarlega stoltan af sjálfum sér, vilji vinna og sé hörku duglegur. Þá sagði Sigurður að engin gögn bentu til þess að Khaled sé andfélagslegur. Sagði Sigurður að Khaled ætti greinilega erfitt með að taka höfnun. Hann átti áður í sambandi við aðra konu en komst að því síðar meir að hún væri gift. Hann hefði brugðist afar illa við þeim fréttum og reynt að stytta sér aldur. Nanna Briem geðlæknir sagði ekkert benda til þess að Khaled væri haldinn geðrofi. Spurð út í viðbrögð Khaleds í skýrslutökum, þar sem hann fór til að mynda að hlæja tryllingslega þegar honum voru sýndar myndir af Sanitu á vettvangi, sagði hún það frekar tengjast varnarviðbrögðum hans þegar málið varð honum mjög óþægilegt en ekki benda til geðrofs.Lokað var fyrir ummæli við fréttina.
Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir „Taldi hana hafa átt það skilið því hún lagðist með svörtum manni“ Lögreglumaður fór yfir viðbrögð Khaled Cairo kvöldið sem Sanita Brauna dó. 21. mars 2018 12:39 „Ég vissi að eitthvað hræðilegt ætti eftir að eiga sér stað út frá svipbrigðum mannsins“ Maður sem segist hafa verið í sambandi með Sanitu bar vitni við réttarhöldin í dag. 21. mars 2018 14:00 Aðalmeðferð í Hagamelsmálinu: Gaf í skyn að Sanita hefði ekki fengið nægjanlega aðstoð á sjúkrahúsi Khaled Cairo og Sanita Braun höfðu aðeins hist einu sinni að sögn hins grunaða. Hann hafi orðið ástfanginn af henni. 21. mars 2018 11:38 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
„Taldi hana hafa átt það skilið því hún lagðist með svörtum manni“ Lögreglumaður fór yfir viðbrögð Khaled Cairo kvöldið sem Sanita Brauna dó. 21. mars 2018 12:39
„Ég vissi að eitthvað hræðilegt ætti eftir að eiga sér stað út frá svipbrigðum mannsins“ Maður sem segist hafa verið í sambandi með Sanitu bar vitni við réttarhöldin í dag. 21. mars 2018 14:00
Aðalmeðferð í Hagamelsmálinu: Gaf í skyn að Sanita hefði ekki fengið nægjanlega aðstoð á sjúkrahúsi Khaled Cairo og Sanita Braun höfðu aðeins hist einu sinni að sögn hins grunaða. Hann hafi orðið ástfanginn af henni. 21. mars 2018 11:38