Kristrún Heiða Hauksdóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi mennta- og menningarmálaráðuneytis. Kristrún Heiða er með BA-próf í almennri bókmenntafræði og MA-próf í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands.
Hún starfaði áður sem kynningar- og verkefnastjóri hjá Forlaginu og þar áður hjá Þjóðleikhúsinu. Kristrún Heiða hefur þegar hafið störf.
Alls sóttu 58 manns um stöðu upplýsingafulltrúa sem var auglýst 16. desember. Frestur til umsókna rann út 5. janúar.
