Hátt hlutfall háskólanema skilgreinir sig með fötlun, hömlun eða langvarandi heilsufarsvandamál Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. apríl 2018 11:21 Aðalbygging Háskóla Íslands. Vísir/Anton Íslenskir háskólanemar eru ánægðir með gæði kennslu, skipulag náms og námsaðstöðu en þeir vinna mikið í samanburði við aðra háskólanemendur samkvæmt nýrri samevrópskri könnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. EUROSTUDENT er samanburðarkönnun á högum um 320.000 háskólanema í 28 löndum á evrópska háskólasvæðinu Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt í könnuninni og mögulegt er að nálgast upplýsingar um hagi, efnahag, hindranir, aðgengi og fjölskylduaðstæður íslenskra háskólanema og bera þær saman við upplýsingar um nemendur annars staðar í Evrópu. Könnunin náði til háskólanema í grunn- og meistaranámi við alla háskóla á Íslandi og er byggð á ítarlegum svörum tæplega 2.000 þátttakenda. Íslenski hluti könnunarinnar var unnin af mennta- og menningarmálaráðuneyti í samstarfi við Landssamtök íslenskra stúdenta, Rannsóknamiðstöð Íslands og Háskóla Íslands. Maskína annaðist framkvæmd verkefnisins hér á landi. Það vekur athygli að hlutfall nemenda á Íslandi sem skilgreina sig með með fötlun, hömlun eða langvarandi heilsufarsvandamál var 39 prósent svarenda í þessari könnun. Þetta er með því mesta sem gerist í EUROSTUDENT löndunum þar sem meðaltalið er 18 prósent og mun hærra en á hinum Norðurlöndunum þar sem hlutfallið er 25 prósent. Konur glíma aðallega við andleg veikindi en karlar við sértæka námsörðugleika. Athygli vekur að 15 prósent íslenskra svarenda glíma við andleg veikindi en meðaltalið er 4 prósent í EUROSTUDENT löndunumþ Þá segjast 18 prósent íslenskra svarenda vera með sértæka námsörðugleika en meðaltal EUROSTUDENT landanna er aðeins þrjú prósent. Einungis 26 prósent þeirra sem skilgreindu sig með fötlun, hömlun eða langvarandi heilsubrest í könnuninni töldu hana hafa mikil áhrif á námið. Nemendur ánægðir með gæði kennslu Niðurstöður könnunarinnar sýna meðal annars að meðalaldur íslenskra háskólanema er hærri en á Norðurlöndunum og í öðrum EUROSTUDENT löndum. Einnig átti ekkert annað þátttökuland er með jafn hátt hlutfall nemenda yfir þrítugu. Samkvæmt niðurstöðunum var meðalaldurinn háskólanema hér á landi 29,7 ár en 27,8 ár á Norðurlöndunum og 25 í öðrum könnunarlöndum EUROSTUDENT. Þriðjungur svarenda á Íslandi átti eitt barn eða fleiri, sem er hæsta hlutfall meðal þáttökulandanna og 41,2 prósent af yngstu börnum háskólanema á Íslandi eru undir þriggja ára aldri. Konur eru meirihluti háskólanema hér á landi. Háskólanemar á Íslandi vinna mikið og telja fjárhagsstöðu sína erfiða samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Þeir verja samkvæmt könnuninni meira en 50 stundum á viku í launaða vinnu og nám, meira en í nokkru öðru landi. Mestu munar þar um sjálfstætt nám utan stundatöflu, en nemar á Íslandi verja miklum tíma í sjálfstætt nám, þótt skipulagt nám sé engu minna hér en annars staðar. Háskólanemar á Íslandi vildu þó geta varið enn meiri tíma í námið en þeir gera nú. Þótt ráðstöfunartekjur íslenskra háskólanema séu yfir meðaltali EUROSTUDENT landanna er húsnæðiskostnaður hár og tveir af hverjum þremur sem reiða sig á námslán hafa áhyggjur af fjárhag sínum. Meirihluti háskólanema í íslensku könnuninni segist vera ánægður með skipulag og stundatöflu námsins, námsaðstöðu og gæði kennslunnar og er það mun meiri ánægja en hjá nemendum í EUROSTUDENT löndunum. Íslenskir háskólanemar eru sérstaklega ánægðir með nemendagarða, bæði hvað varðar staðsetningu og aðbúnað. Skóla - og menntamál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Íslenskir háskólanemar eru ánægðir með gæði kennslu, skipulag náms og námsaðstöðu en þeir vinna mikið í samanburði við aðra háskólanemendur samkvæmt nýrri samevrópskri könnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. EUROSTUDENT er samanburðarkönnun á högum um 320.000 háskólanema í 28 löndum á evrópska háskólasvæðinu Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt í könnuninni og mögulegt er að nálgast upplýsingar um hagi, efnahag, hindranir, aðgengi og fjölskylduaðstæður íslenskra háskólanema og bera þær saman við upplýsingar um nemendur annars staðar í Evrópu. Könnunin náði til háskólanema í grunn- og meistaranámi við alla háskóla á Íslandi og er byggð á ítarlegum svörum tæplega 2.000 þátttakenda. Íslenski hluti könnunarinnar var unnin af mennta- og menningarmálaráðuneyti í samstarfi við Landssamtök íslenskra stúdenta, Rannsóknamiðstöð Íslands og Háskóla Íslands. Maskína annaðist framkvæmd verkefnisins hér á landi. Það vekur athygli að hlutfall nemenda á Íslandi sem skilgreina sig með með fötlun, hömlun eða langvarandi heilsufarsvandamál var 39 prósent svarenda í þessari könnun. Þetta er með því mesta sem gerist í EUROSTUDENT löndunum þar sem meðaltalið er 18 prósent og mun hærra en á hinum Norðurlöndunum þar sem hlutfallið er 25 prósent. Konur glíma aðallega við andleg veikindi en karlar við sértæka námsörðugleika. Athygli vekur að 15 prósent íslenskra svarenda glíma við andleg veikindi en meðaltalið er 4 prósent í EUROSTUDENT löndunumþ Þá segjast 18 prósent íslenskra svarenda vera með sértæka námsörðugleika en meðaltal EUROSTUDENT landanna er aðeins þrjú prósent. Einungis 26 prósent þeirra sem skilgreindu sig með fötlun, hömlun eða langvarandi heilsubrest í könnuninni töldu hana hafa mikil áhrif á námið. Nemendur ánægðir með gæði kennslu Niðurstöður könnunarinnar sýna meðal annars að meðalaldur íslenskra háskólanema er hærri en á Norðurlöndunum og í öðrum EUROSTUDENT löndum. Einnig átti ekkert annað þátttökuland er með jafn hátt hlutfall nemenda yfir þrítugu. Samkvæmt niðurstöðunum var meðalaldurinn háskólanema hér á landi 29,7 ár en 27,8 ár á Norðurlöndunum og 25 í öðrum könnunarlöndum EUROSTUDENT. Þriðjungur svarenda á Íslandi átti eitt barn eða fleiri, sem er hæsta hlutfall meðal þáttökulandanna og 41,2 prósent af yngstu börnum háskólanema á Íslandi eru undir þriggja ára aldri. Konur eru meirihluti háskólanema hér á landi. Háskólanemar á Íslandi vinna mikið og telja fjárhagsstöðu sína erfiða samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Þeir verja samkvæmt könnuninni meira en 50 stundum á viku í launaða vinnu og nám, meira en í nokkru öðru landi. Mestu munar þar um sjálfstætt nám utan stundatöflu, en nemar á Íslandi verja miklum tíma í sjálfstætt nám, þótt skipulagt nám sé engu minna hér en annars staðar. Háskólanemar á Íslandi vildu þó geta varið enn meiri tíma í námið en þeir gera nú. Þótt ráðstöfunartekjur íslenskra háskólanema séu yfir meðaltali EUROSTUDENT landanna er húsnæðiskostnaður hár og tveir af hverjum þremur sem reiða sig á námslán hafa áhyggjur af fjárhag sínum. Meirihluti háskólanema í íslensku könnuninni segist vera ánægður með skipulag og stundatöflu námsins, námsaðstöðu og gæði kennslunnar og er það mun meiri ánægja en hjá nemendum í EUROSTUDENT löndunum. Íslenskir háskólanemar eru sérstaklega ánægðir með nemendagarða, bæði hvað varðar staðsetningu og aðbúnað.
Skóla - og menntamál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent