Khabib nýr léttvigtarmeistari UFC Pétur Marinó Jónsson skrifar 8. apríl 2018 06:51 Khabib er nýr léttvigtarmeistari UFC. Vísir/Getty Khabib Nurmagomedov er nýr léttvigtarmeistari UFC eftir sigur á Al Iaquinta í nótt. Þar með hefur Conor McGregor formlega verið sviptur léttvigtartitli sínum. Fyrir helgina var Conor McGregor ríkjandi léttvigtarmeistari og Tony Ferguson bráðabirgðarmeistari í léttvigt. Eftir sigur Khabib á UFC 223 í nótt hafa þeir báðir verið sviptur sínum titlum. Khabib er því eini titilhafinn í léttvigt UFC í dag. Khabib mætti Al Iaquinta í aðalbardaga kvöldsins en Khabib fékk þrjá mismunandi andstæðinga í vikunni. Upphaflega átti Khabib að mæta Tony Ferguson en þegar hann meiddist kom Max Holloway í hans stað. Holloway gat hins vegar ekki náð léttvigtarmörkunum í vigtuninni og kom Al Iaquinta því inn með rúmlega sólarhrings fyrirvara. Khabib byrjaði bardagann vel og náði Iaquinta fljótt niður. Fyrstu tvær loturnar voru naut Khabib mikilla yfirburða og var bardaginn nokkuð einhliða. Í 3. og 4. lotu stóð Khabib hins vegar allan tímann með Iaquinta sem er nokkuð sem við höfum ekki mikið séð hann gera í UFC. Khabib vann þó allar loturnar örugglega og kláraði 5. lotuna í góðri stöðu í gólfinu. Sigurinn var aldrei í vafa en Khabib vann allar fimm loturnar. Hann er þar með nýr léttvigtarmeistari UFC og spurning hvern hann fær í sinni fyrstu titilvörn. Rose Namajunas varði strávigtartitil sinn er hún sigraði fyrrum meistarann Joanna Jedrzejczyk eftir dómaraákvörðun. Joanna átti í erfiðleikum til að byrja með en komst betur inn í bardagann í 3. og 4. lotu. Namajunas innsiglaði svo sigurinn með góðri frammistöðu í 5. lotu en að mati dómara tók Namajunas fjórar af fimm lotunum. Eftir ótrúlega viku var bardagakvöldið ekki það besta sem UFC hefur boðið upp á en þó ágætis skemmtun. UFC bardagasamtökin eru þó eflaust fegin því að vikunni sé lokið eftir annasama daga. Öll önnur úrslit kvöldsins má nálgast á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Holloway hefur ekki heilsu í að berjast | Stígur Conor inn? Áföllin halda áfram að dynja á UFC í aðdraganda UFC 223 en nú er ljóst að ekkert verður af aðalbardaga kvöldsins á milli Khabib Nurmagomedov og Max Holloway um titilinn í léttvigt. 6. apríl 2018 13:59 Myndband úr dómsal: Conor þarf að greiða 50 þúsund dali í tryggingu Bardagakappinn frægi mætti fyrir dómara í New York eftir að hafa valdið miklum usla í gær. 6. apríl 2018 20:17 Óvænt aðstoð bjargar hræðilegri viku fyrir UFC UFC 223 fer fram í kvöld eftir einhverja ótrúlegustu viku í sögu UFC. Conor McGregor missir titilinn sinn í kvöld þegar nýr meistari verður krýndur. 7. apríl 2018 17:30 Khabib hlær að Conor: Ef þú ert svona mikill gangster af hverju komstu ekki inn í rútuna? Lætin í Conor McGregor í gærkvöldi voru gegn Rússanum Khabib Nurmagomedov en Conor kunni ekki að meta að Khabib hefði verið með stæla við vin sinn, Artem Lobov, á þriðjudag. 6. apríl 2018 08:30 Nýtt myndband af berserksgangi McGregor UFC hefur birt nýtt myndband af berserksgangi Conor McGregor í New York í fyrrakvöld þar sem sjá má eftirmála atviksins. 7. apríl 2018 20:53 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira
Khabib Nurmagomedov er nýr léttvigtarmeistari UFC eftir sigur á Al Iaquinta í nótt. Þar með hefur Conor McGregor formlega verið sviptur léttvigtartitli sínum. Fyrir helgina var Conor McGregor ríkjandi léttvigtarmeistari og Tony Ferguson bráðabirgðarmeistari í léttvigt. Eftir sigur Khabib á UFC 223 í nótt hafa þeir báðir verið sviptur sínum titlum. Khabib er því eini titilhafinn í léttvigt UFC í dag. Khabib mætti Al Iaquinta í aðalbardaga kvöldsins en Khabib fékk þrjá mismunandi andstæðinga í vikunni. Upphaflega átti Khabib að mæta Tony Ferguson en þegar hann meiddist kom Max Holloway í hans stað. Holloway gat hins vegar ekki náð léttvigtarmörkunum í vigtuninni og kom Al Iaquinta því inn með rúmlega sólarhrings fyrirvara. Khabib byrjaði bardagann vel og náði Iaquinta fljótt niður. Fyrstu tvær loturnar voru naut Khabib mikilla yfirburða og var bardaginn nokkuð einhliða. Í 3. og 4. lotu stóð Khabib hins vegar allan tímann með Iaquinta sem er nokkuð sem við höfum ekki mikið séð hann gera í UFC. Khabib vann þó allar loturnar örugglega og kláraði 5. lotuna í góðri stöðu í gólfinu. Sigurinn var aldrei í vafa en Khabib vann allar fimm loturnar. Hann er þar með nýr léttvigtarmeistari UFC og spurning hvern hann fær í sinni fyrstu titilvörn. Rose Namajunas varði strávigtartitil sinn er hún sigraði fyrrum meistarann Joanna Jedrzejczyk eftir dómaraákvörðun. Joanna átti í erfiðleikum til að byrja með en komst betur inn í bardagann í 3. og 4. lotu. Namajunas innsiglaði svo sigurinn með góðri frammistöðu í 5. lotu en að mati dómara tók Namajunas fjórar af fimm lotunum. Eftir ótrúlega viku var bardagakvöldið ekki það besta sem UFC hefur boðið upp á en þó ágætis skemmtun. UFC bardagasamtökin eru þó eflaust fegin því að vikunni sé lokið eftir annasama daga. Öll önnur úrslit kvöldsins má nálgast á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Holloway hefur ekki heilsu í að berjast | Stígur Conor inn? Áföllin halda áfram að dynja á UFC í aðdraganda UFC 223 en nú er ljóst að ekkert verður af aðalbardaga kvöldsins á milli Khabib Nurmagomedov og Max Holloway um titilinn í léttvigt. 6. apríl 2018 13:59 Myndband úr dómsal: Conor þarf að greiða 50 þúsund dali í tryggingu Bardagakappinn frægi mætti fyrir dómara í New York eftir að hafa valdið miklum usla í gær. 6. apríl 2018 20:17 Óvænt aðstoð bjargar hræðilegri viku fyrir UFC UFC 223 fer fram í kvöld eftir einhverja ótrúlegustu viku í sögu UFC. Conor McGregor missir titilinn sinn í kvöld þegar nýr meistari verður krýndur. 7. apríl 2018 17:30 Khabib hlær að Conor: Ef þú ert svona mikill gangster af hverju komstu ekki inn í rútuna? Lætin í Conor McGregor í gærkvöldi voru gegn Rússanum Khabib Nurmagomedov en Conor kunni ekki að meta að Khabib hefði verið með stæla við vin sinn, Artem Lobov, á þriðjudag. 6. apríl 2018 08:30 Nýtt myndband af berserksgangi McGregor UFC hefur birt nýtt myndband af berserksgangi Conor McGregor í New York í fyrrakvöld þar sem sjá má eftirmála atviksins. 7. apríl 2018 20:53 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira
Holloway hefur ekki heilsu í að berjast | Stígur Conor inn? Áföllin halda áfram að dynja á UFC í aðdraganda UFC 223 en nú er ljóst að ekkert verður af aðalbardaga kvöldsins á milli Khabib Nurmagomedov og Max Holloway um titilinn í léttvigt. 6. apríl 2018 13:59
Myndband úr dómsal: Conor þarf að greiða 50 þúsund dali í tryggingu Bardagakappinn frægi mætti fyrir dómara í New York eftir að hafa valdið miklum usla í gær. 6. apríl 2018 20:17
Óvænt aðstoð bjargar hræðilegri viku fyrir UFC UFC 223 fer fram í kvöld eftir einhverja ótrúlegustu viku í sögu UFC. Conor McGregor missir titilinn sinn í kvöld þegar nýr meistari verður krýndur. 7. apríl 2018 17:30
Khabib hlær að Conor: Ef þú ert svona mikill gangster af hverju komstu ekki inn í rútuna? Lætin í Conor McGregor í gærkvöldi voru gegn Rússanum Khabib Nurmagomedov en Conor kunni ekki að meta að Khabib hefði verið með stæla við vin sinn, Artem Lobov, á þriðjudag. 6. apríl 2018 08:30
Nýtt myndband af berserksgangi McGregor UFC hefur birt nýtt myndband af berserksgangi Conor McGregor í New York í fyrrakvöld þar sem sjá má eftirmála atviksins. 7. apríl 2018 20:53