Holloway hefur ekki heilsu í að berjast | Stígur Conor inn? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. apríl 2018 13:59 Max Holloway fékk ekki að stíga á vigtina í dag. Niðurskurðurinn var of erfiður. vísir/getty Áföllin halda áfram að dynja á UFC í aðdraganda UFC 223 en nú er ljóst að ekkert verður af aðalbardaga kvöldsins á milli Khabib Nurmagomedov og Max Holloway um titilinn í léttvigt. Holloway fékk bardagann með sex daga fyrirvara og strax var það gefið út að hann ætti í vændum mjög erfiðan niðurskurð. Sá niðurskurður reyndist honum um megn og læknar hafa úrskurðað að hann hafi ekki heilsu í að berjast um helgina. Hann steig aldrei á vigtina í dag en Khabib náði vigt.. @TeamKhabib my brother I want to keep going but they are stopping me. Sorry to your team and the fans. You don’t deserve this. This is number one. Shout outs to you and @Showtimepettis . Give the fans what they deserve — Max Holloway (@BlessedMMA) April 6, 2018 Gríðarlegur skellur fyrir UFC en þegar þurfti að hætta við þrjá bardaga út af látunum í Conor McGregor í gær. Ný spyrja menn sig að því hvort Conor hreinlega stígi inn í búrið og berjist við Khabib á morgun? Það væri ótrúleg atburðarrás og frekar ólíkleg. Menn höfðu þegar stungið upp á því að það væri réttmæt refsing fyrir hegðun hans í gær. Hann er í það minnsta í borginni. Miðað við hvernig Conor hagar sér er ekki hægt að útiloka samt neitt í þeim efnum. UFC er sagt vera að skoða að láta Anthony Pettis berjast við Khabib en Pettis á enn eftir að ná vigt. Hann missti sinn bardaga þar sem Conor slasaði Michael Chiesa. Eins og stendur verður aðalbardagi kvöldsins á milli Rose Namajunas og Joanna Jedrzejczyk um strávigtartitil kvenna. MMA Tengdar fréttir Fimmta lotan: Yrði stærsti sigur Gunna á ferlinum Í nýjasta þætti Fimmtu lotunnar, sem er Vísisútgáfa af Búrinu á Stöð 2 Sport, er meðal annars rætt um komandi bardaga Gunnars Nelson og einnig hvort það sé sérstaklega vond lykt af Gunnari. 6. apríl 2018 11:00 Maðurinn sem Conor vildi lemja glímdi við skógarbjörn níu ára gamall | Myndband Conor McGregor er farinn í stríð við Rússann Khabib Nurmagomedov. Rússinn er ekkert hræddur við Írann kjaftfora enda alinn upp við að glíma við skógarbirni. 6. apríl 2018 12:00 „Það ógeðslegasta“ sem gerst hefur í sögu UFC Dana White, yfirmaður UFC, segir að Conor McGregor verði refsað fyrir ofbeldisfulla hegðun sína. 5. apríl 2018 22:08 Khabib hlær að Conor: Ef þú ert svona mikill gangster af hverju komstu ekki inn í rútuna? Lætin í Conor McGregor í gærkvöldi voru gegn Rússanum Khabib Nurmagomedov en Conor kunni ekki að meta að Khabib hefði verið með stæla við vin sinn, Artem Lobov, á þriðjudag. 6. apríl 2018 08:30 Holloway vill ekki segja hvað hann er þungur Risaniðurskurður fjaðurvigtarmeistarans Max Holloway er mikið á milli tannanna á fólki enda þarf hann að losa sig við mikla þyngd á stuttum tíma. 5. apríl 2018 13:30 Búið að ákæra Conor McGregor Lögreglan í New York hefur haft hraðar hendur í máli Conor McGregor sem gekk berserksgang í Brooklyn í gær. 6. apríl 2018 09:00 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Fleiri fréttir Orðinn þreyttur á ójöfnum leikjum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Í beinni: Everton - Tottenham | Moyes þarf sigur í Guttagarði Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Sjá meira
Áföllin halda áfram að dynja á UFC í aðdraganda UFC 223 en nú er ljóst að ekkert verður af aðalbardaga kvöldsins á milli Khabib Nurmagomedov og Max Holloway um titilinn í léttvigt. Holloway fékk bardagann með sex daga fyrirvara og strax var það gefið út að hann ætti í vændum mjög erfiðan niðurskurð. Sá niðurskurður reyndist honum um megn og læknar hafa úrskurðað að hann hafi ekki heilsu í að berjast um helgina. Hann steig aldrei á vigtina í dag en Khabib náði vigt.. @TeamKhabib my brother I want to keep going but they are stopping me. Sorry to your team and the fans. You don’t deserve this. This is number one. Shout outs to you and @Showtimepettis . Give the fans what they deserve — Max Holloway (@BlessedMMA) April 6, 2018 Gríðarlegur skellur fyrir UFC en þegar þurfti að hætta við þrjá bardaga út af látunum í Conor McGregor í gær. Ný spyrja menn sig að því hvort Conor hreinlega stígi inn í búrið og berjist við Khabib á morgun? Það væri ótrúleg atburðarrás og frekar ólíkleg. Menn höfðu þegar stungið upp á því að það væri réttmæt refsing fyrir hegðun hans í gær. Hann er í það minnsta í borginni. Miðað við hvernig Conor hagar sér er ekki hægt að útiloka samt neitt í þeim efnum. UFC er sagt vera að skoða að láta Anthony Pettis berjast við Khabib en Pettis á enn eftir að ná vigt. Hann missti sinn bardaga þar sem Conor slasaði Michael Chiesa. Eins og stendur verður aðalbardagi kvöldsins á milli Rose Namajunas og Joanna Jedrzejczyk um strávigtartitil kvenna.
MMA Tengdar fréttir Fimmta lotan: Yrði stærsti sigur Gunna á ferlinum Í nýjasta þætti Fimmtu lotunnar, sem er Vísisútgáfa af Búrinu á Stöð 2 Sport, er meðal annars rætt um komandi bardaga Gunnars Nelson og einnig hvort það sé sérstaklega vond lykt af Gunnari. 6. apríl 2018 11:00 Maðurinn sem Conor vildi lemja glímdi við skógarbjörn níu ára gamall | Myndband Conor McGregor er farinn í stríð við Rússann Khabib Nurmagomedov. Rússinn er ekkert hræddur við Írann kjaftfora enda alinn upp við að glíma við skógarbirni. 6. apríl 2018 12:00 „Það ógeðslegasta“ sem gerst hefur í sögu UFC Dana White, yfirmaður UFC, segir að Conor McGregor verði refsað fyrir ofbeldisfulla hegðun sína. 5. apríl 2018 22:08 Khabib hlær að Conor: Ef þú ert svona mikill gangster af hverju komstu ekki inn í rútuna? Lætin í Conor McGregor í gærkvöldi voru gegn Rússanum Khabib Nurmagomedov en Conor kunni ekki að meta að Khabib hefði verið með stæla við vin sinn, Artem Lobov, á þriðjudag. 6. apríl 2018 08:30 Holloway vill ekki segja hvað hann er þungur Risaniðurskurður fjaðurvigtarmeistarans Max Holloway er mikið á milli tannanna á fólki enda þarf hann að losa sig við mikla þyngd á stuttum tíma. 5. apríl 2018 13:30 Búið að ákæra Conor McGregor Lögreglan í New York hefur haft hraðar hendur í máli Conor McGregor sem gekk berserksgang í Brooklyn í gær. 6. apríl 2018 09:00 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Fleiri fréttir Orðinn þreyttur á ójöfnum leikjum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Í beinni: Everton - Tottenham | Moyes þarf sigur í Guttagarði Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Sjá meira
Fimmta lotan: Yrði stærsti sigur Gunna á ferlinum Í nýjasta þætti Fimmtu lotunnar, sem er Vísisútgáfa af Búrinu á Stöð 2 Sport, er meðal annars rætt um komandi bardaga Gunnars Nelson og einnig hvort það sé sérstaklega vond lykt af Gunnari. 6. apríl 2018 11:00
Maðurinn sem Conor vildi lemja glímdi við skógarbjörn níu ára gamall | Myndband Conor McGregor er farinn í stríð við Rússann Khabib Nurmagomedov. Rússinn er ekkert hræddur við Írann kjaftfora enda alinn upp við að glíma við skógarbirni. 6. apríl 2018 12:00
„Það ógeðslegasta“ sem gerst hefur í sögu UFC Dana White, yfirmaður UFC, segir að Conor McGregor verði refsað fyrir ofbeldisfulla hegðun sína. 5. apríl 2018 22:08
Khabib hlær að Conor: Ef þú ert svona mikill gangster af hverju komstu ekki inn í rútuna? Lætin í Conor McGregor í gærkvöldi voru gegn Rússanum Khabib Nurmagomedov en Conor kunni ekki að meta að Khabib hefði verið með stæla við vin sinn, Artem Lobov, á þriðjudag. 6. apríl 2018 08:30
Holloway vill ekki segja hvað hann er þungur Risaniðurskurður fjaðurvigtarmeistarans Max Holloway er mikið á milli tannanna á fólki enda þarf hann að losa sig við mikla þyngd á stuttum tíma. 5. apríl 2018 13:30
Búið að ákæra Conor McGregor Lögreglan í New York hefur haft hraðar hendur í máli Conor McGregor sem gekk berserksgang í Brooklyn í gær. 6. apríl 2018 09:00