Búið að handtaka Conor | Tveir slösuðust og geta ekki barist Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. apríl 2018 07:45 Conor er í mjög vondum málum eftir uppákomu gærkvöldsins. vísir/getty Írinn Conor McGregor gekk af göflunum í Barclays Center í Brooklyn í gær og stakk svo af frá vettvangi. Hann gaf sig fram við lögregluna í nótt og situr nú í fangelsi í Brooklyn. Ástæða þess að Conor mætti í Barclays Center, ásamt föruneyti til þess að gera allt brjálað, er sögð vera sú að vinur hans, Artem Lobov, hafi lent í útistöðum við Rússann Khabib Nurmagomedov á þriðjudag. Það hefur lengi verið kalt á milli Conor og Khabib. Conor ákvað því að fljúga frá Írlandi til New York til þess að standa með vini sínum. Hann er sagður hafa brjálast við að sjá Khabib og hans menn ögra vini sínum. Hér að neðan má sjá myndband af rifrildi Khabib og Lobov en þar sést, og heyrist einnig, er Khabib, slær létt á hnakkann á Lobov. Khabib var ósáttur við að Artem hefði kallað hann aumingja í viðtali fyrir nokkru síðan en Artem neitaði því. Hann kallaði hann nú samt aumingja í viðtalinu þó hann hafi ekki þorað að viðurkenna það.Það alvarlegasta sem Conor gerði í Barclays Center var að kasta tryllu í gegnum glugga rútu þar sem fjöldi bardagakappa á UFC 223 voru í. Þar á meðal Khabib Nurmagomedov. Rúðan brotnaði og gler fór yfir tvo bardagakappa sem sátu við rúðuna. Það voru þeir Michael Chiesa og Ray Borg. Chiesa fékk skurði í andlitið er glerinu rigndi yfir hann. Borg fékk gler í andlitið. Hvorugur þeirra getur barist um helgina. Conor má í raun þakka fyrir að ekki fór verr en sjá má hann brjóta rúðuna hér að neðan. Þess utan er UFC búið að meina Lobov að berjast á morgun og því eru þrír bardagar komnir af dagskrá UFC 223. Samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðlamanna á Conor von á fjölda kæra upp úr hádegi og eftir þau formlegheit verður honum sleppt. Fleiri eiga örugglega eftir að kæra hann og margir dagar fram undan í dómssalnum hjá honum. UFC hefur eðlilega meinað honum frá því að mæta á bardagakvöldið á morgun og sambandið er að skoða hvort það eigi að reka hann úr UFC. Það verður að teljast afar ólíklegt enda langverðmætasti bardagakappi sambandsins sem hefur fært sambandinu miklar tekjur. MMA Tengdar fréttir Búið að gefa út handtökuskipun á Conor í New York | Myndbönd af látunum Írinn kjaftfori Conor McGregor birtist óvænt á fjölmiðladeginum fyrir UFC 223 í New York í kvöld og gekk gjörsamlega af göflunum 5. apríl 2018 19:55 „Það ógeðslegasta“ sem gerst hefur í sögu UFC Dana White, yfirmaður UFC, segir að Conor McGregor verði refsað fyrir ofbeldisfulla hegðun sína. 5. apríl 2018 22:08 Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Skrýtið en venst Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Sjá meira
Írinn Conor McGregor gekk af göflunum í Barclays Center í Brooklyn í gær og stakk svo af frá vettvangi. Hann gaf sig fram við lögregluna í nótt og situr nú í fangelsi í Brooklyn. Ástæða þess að Conor mætti í Barclays Center, ásamt föruneyti til þess að gera allt brjálað, er sögð vera sú að vinur hans, Artem Lobov, hafi lent í útistöðum við Rússann Khabib Nurmagomedov á þriðjudag. Það hefur lengi verið kalt á milli Conor og Khabib. Conor ákvað því að fljúga frá Írlandi til New York til þess að standa með vini sínum. Hann er sagður hafa brjálast við að sjá Khabib og hans menn ögra vini sínum. Hér að neðan má sjá myndband af rifrildi Khabib og Lobov en þar sést, og heyrist einnig, er Khabib, slær létt á hnakkann á Lobov. Khabib var ósáttur við að Artem hefði kallað hann aumingja í viðtali fyrir nokkru síðan en Artem neitaði því. Hann kallaði hann nú samt aumingja í viðtalinu þó hann hafi ekki þorað að viðurkenna það.Það alvarlegasta sem Conor gerði í Barclays Center var að kasta tryllu í gegnum glugga rútu þar sem fjöldi bardagakappa á UFC 223 voru í. Þar á meðal Khabib Nurmagomedov. Rúðan brotnaði og gler fór yfir tvo bardagakappa sem sátu við rúðuna. Það voru þeir Michael Chiesa og Ray Borg. Chiesa fékk skurði í andlitið er glerinu rigndi yfir hann. Borg fékk gler í andlitið. Hvorugur þeirra getur barist um helgina. Conor má í raun þakka fyrir að ekki fór verr en sjá má hann brjóta rúðuna hér að neðan. Þess utan er UFC búið að meina Lobov að berjast á morgun og því eru þrír bardagar komnir af dagskrá UFC 223. Samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðlamanna á Conor von á fjölda kæra upp úr hádegi og eftir þau formlegheit verður honum sleppt. Fleiri eiga örugglega eftir að kæra hann og margir dagar fram undan í dómssalnum hjá honum. UFC hefur eðlilega meinað honum frá því að mæta á bardagakvöldið á morgun og sambandið er að skoða hvort það eigi að reka hann úr UFC. Það verður að teljast afar ólíklegt enda langverðmætasti bardagakappi sambandsins sem hefur fært sambandinu miklar tekjur.
MMA Tengdar fréttir Búið að gefa út handtökuskipun á Conor í New York | Myndbönd af látunum Írinn kjaftfori Conor McGregor birtist óvænt á fjölmiðladeginum fyrir UFC 223 í New York í kvöld og gekk gjörsamlega af göflunum 5. apríl 2018 19:55 „Það ógeðslegasta“ sem gerst hefur í sögu UFC Dana White, yfirmaður UFC, segir að Conor McGregor verði refsað fyrir ofbeldisfulla hegðun sína. 5. apríl 2018 22:08 Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Skrýtið en venst Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Sjá meira
Búið að gefa út handtökuskipun á Conor í New York | Myndbönd af látunum Írinn kjaftfori Conor McGregor birtist óvænt á fjölmiðladeginum fyrir UFC 223 í New York í kvöld og gekk gjörsamlega af göflunum 5. apríl 2018 19:55
„Það ógeðslegasta“ sem gerst hefur í sögu UFC Dana White, yfirmaður UFC, segir að Conor McGregor verði refsað fyrir ofbeldisfulla hegðun sína. 5. apríl 2018 22:08