Allar eignir Dýrahjálpar líklega gjöreyðilagðar eftir brunann Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. apríl 2018 13:21 Valgerður Valgeirsdóttir, formaður Dýrahjálpar Íslands. Vísir/GVA Nær allar eignir Dýrahjálpar Íslands hafa verið geymdar í geymslum hjá fyrirtækinu Geymslur.is. Húsnæðið er að öllum líkindum ónýtt eftir að mikill eldur kviknaði þar á níunda tímanum í morgun. Formaður Dýrahjálpar segir nú fátt annað í stöðunni en að bíða frekari fregna. Samtökin greindu frá tjóninu á Facebook-síðu sinni í dag en þar segir að nær allar eignir Dýrahjálpar hafi verið geymdar í geymslunum síðustu ár. Þá gera samtökin ráð fyrir að eignirnar séu allar horfnar, að því er segir í færslunni. Valgerður Valgeirsdóttir, formaður Dýrahjálpar Íslands, staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Við stýrum öllu starfinu í gegnum netið og erum ekki með neina skrifstofu. Við höfum haft allt okkar dót sem við þurfum til að sinna starfinu í þessum þremur geymslum inni í Garðabæ. Þetta er allt sem þarf til að sinna nýjum dýrum,“ segir Valgerður.Sjá einnig: Dánarbú móðurinnar í eldhafi Aðspurð segist hún ekki gera sér grein fyrir því hversu umfangsmikið tjónið kemur til með að verða. Hún er þó ekki bjartsýn á að mörgu verði bjargað. „Við höfum ekkert heyrt. Ég veit ekki hvort eldurinn hafi breiðst út um allt þarna en fóðrið er allavega líklegast allt ónýtt vegna reyks.“Ljóst er að fjölmargir hafa tapað eignum sínum, jafnvel heilum búslóðum, í geymsluhúsnæði Geymslna.Vísir/Rakel ÓskValgerður segir starfsmenn samtakanna nú vinna að því að setja saman lista af því sem er í geymslunum. Um sé að ræða fóður, búr, hvolpagrindur, matardallar, kattabæli, teppi, leikföng og örmerkjalesara svo fátt eitt sé nefnt og þetta hafi líklega allt orðið eldinum að bráð. Þá sé einnig efst í forgangsröðinni að finna nýtt húsnæði fyrir starfsemina en talið er að húsið að Miðhrauni 4, þar sem eldurinn kom upp í morgun, sé ónýtt. Valgerður segir Dýrahjálp ekki tryggða fyrir tjóninu en samtökin vonast til þess að samfélagið taki vel í væntanlega styrktarsöfnun ef svo fari að allar eignir séu ónýtar eftir brunann. Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Starfsfólk Icewear braut upp hurðir og flúði út um glugga Framkvæmdastjóri Icewear segir það hafa verið tæpt að starfsmenn fyrirtækisins kæmust út þegar eldur kom upp í húsnæðinu á níunda tímanum í morgun. 5. apríl 2018 12:13 Græjur Björgvins og búslóð Svölu gætu orðið eldinum að bráð Söngvarinn Björgvin Halldórsson er einn þeirra sem er með geymslurými á leigu í húsnæði fyrirtækisins Geymslur ehf, sem nú stendur í ljósum logum við Miðhraun í Garðabæ. 5. apríl 2018 10:15 Dánarbú móðurinnar í eldhafi Ólíklegt að nokkuð heillegt komi út úr Geymslum. 5. apríl 2018 10:01 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sjá meira
Nær allar eignir Dýrahjálpar Íslands hafa verið geymdar í geymslum hjá fyrirtækinu Geymslur.is. Húsnæðið er að öllum líkindum ónýtt eftir að mikill eldur kviknaði þar á níunda tímanum í morgun. Formaður Dýrahjálpar segir nú fátt annað í stöðunni en að bíða frekari fregna. Samtökin greindu frá tjóninu á Facebook-síðu sinni í dag en þar segir að nær allar eignir Dýrahjálpar hafi verið geymdar í geymslunum síðustu ár. Þá gera samtökin ráð fyrir að eignirnar séu allar horfnar, að því er segir í færslunni. Valgerður Valgeirsdóttir, formaður Dýrahjálpar Íslands, staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Við stýrum öllu starfinu í gegnum netið og erum ekki með neina skrifstofu. Við höfum haft allt okkar dót sem við þurfum til að sinna starfinu í þessum þremur geymslum inni í Garðabæ. Þetta er allt sem þarf til að sinna nýjum dýrum,“ segir Valgerður.Sjá einnig: Dánarbú móðurinnar í eldhafi Aðspurð segist hún ekki gera sér grein fyrir því hversu umfangsmikið tjónið kemur til með að verða. Hún er þó ekki bjartsýn á að mörgu verði bjargað. „Við höfum ekkert heyrt. Ég veit ekki hvort eldurinn hafi breiðst út um allt þarna en fóðrið er allavega líklegast allt ónýtt vegna reyks.“Ljóst er að fjölmargir hafa tapað eignum sínum, jafnvel heilum búslóðum, í geymsluhúsnæði Geymslna.Vísir/Rakel ÓskValgerður segir starfsmenn samtakanna nú vinna að því að setja saman lista af því sem er í geymslunum. Um sé að ræða fóður, búr, hvolpagrindur, matardallar, kattabæli, teppi, leikföng og örmerkjalesara svo fátt eitt sé nefnt og þetta hafi líklega allt orðið eldinum að bráð. Þá sé einnig efst í forgangsröðinni að finna nýtt húsnæði fyrir starfsemina en talið er að húsið að Miðhrauni 4, þar sem eldurinn kom upp í morgun, sé ónýtt. Valgerður segir Dýrahjálp ekki tryggða fyrir tjóninu en samtökin vonast til þess að samfélagið taki vel í væntanlega styrktarsöfnun ef svo fari að allar eignir séu ónýtar eftir brunann.
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Starfsfólk Icewear braut upp hurðir og flúði út um glugga Framkvæmdastjóri Icewear segir það hafa verið tæpt að starfsmenn fyrirtækisins kæmust út þegar eldur kom upp í húsnæðinu á níunda tímanum í morgun. 5. apríl 2018 12:13 Græjur Björgvins og búslóð Svölu gætu orðið eldinum að bráð Söngvarinn Björgvin Halldórsson er einn þeirra sem er með geymslurými á leigu í húsnæði fyrirtækisins Geymslur ehf, sem nú stendur í ljósum logum við Miðhraun í Garðabæ. 5. apríl 2018 10:15 Dánarbú móðurinnar í eldhafi Ólíklegt að nokkuð heillegt komi út úr Geymslum. 5. apríl 2018 10:01 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sjá meira
Starfsfólk Icewear braut upp hurðir og flúði út um glugga Framkvæmdastjóri Icewear segir það hafa verið tæpt að starfsmenn fyrirtækisins kæmust út þegar eldur kom upp í húsnæðinu á níunda tímanum í morgun. 5. apríl 2018 12:13
Græjur Björgvins og búslóð Svölu gætu orðið eldinum að bráð Söngvarinn Björgvin Halldórsson er einn þeirra sem er með geymslurými á leigu í húsnæði fyrirtækisins Geymslur ehf, sem nú stendur í ljósum logum við Miðhraun í Garðabæ. 5. apríl 2018 10:15