„Staðan er ekkert sérstaklega góð,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri um brunann í Miðhrauni þar sem mikill eldur geysar í iðnaðarhúsi. Allt tiltækt lið slökkviliðs glímir við brunann en óttast er að þak hússins muni hrynja.
„Við erum búin að vera að glíma við miðhúsið þar sem eru stórar geymslur og hátt til lofts. Við erum þar að verja brunaveggi sem eru í sitthvorn endann,“ segir Jón Viðar.
Slökkviliðsmenn hafa ekki hætt sér inn í húsið nema að litlu leyti en húsnæðið hýsir bæði geymslur á vegum Geymslur.is sem og verslun Icewear og lager fyrir verslanir þeirra.
„Það er hrikalega mikill eldsmatur hérna og ég er ekki að senda menn inn. Þakið er farið að síga all verulega og það er mikil hætta á hruni,“ segir Jón Viðar.
Aðspurður um hvað hann telji að slökkvistarf muni standa lengi segir Jón erfitt að segja til um það.
„Þetta lítur ekkert allt of vel út. Það er mikil vinna framundan.“
Fulltrúar Vísis eru á vettvangi og fylgjast með baráttu slökkviliðsins við eldinn í beinni textalýsingu og beinni útsendingu sem sjá má hér.
„Það er hrikalega mikill eldsmatur hérna“

Tengdar fréttir

Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ
Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ.

Drónamyndband af brunanum í Miðhrauni
Allt tiltækt lið slökkiliðs er á staðnum að reyna að yfirbuga eldinn.

Íbúar á Álftanesi loki gluggum og hækki í ofnum
Slökkviliðið óskar eftir því að íbúar á Álftanesi loki gluggum og hækki hita á ofnum vegna stórbrunans í Garðabæ.

„Brunabjallan fer af stað og svo fyllist allt af reyk á nokkrum sekúndum“
Mikill eldur er í húsinu sem hýsir Icewear og einnig geymslur á vegum Geymslur.is í Garðabæ.

Dánarbú móðurinnar í eldhafi
Ólíklegt að nokkuð heillegt komi út úr Geymslum.