Fyrsta einkasýningin á 60 ára myndlistarferli Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. apríl 2018 06:00 Ein myndanna á sýningunni í Hannesarholti. Hilmar Hafstein Svavarsson opnar sína fyrstu einkasýningu á myndverkum í veitingastofum Hannesarholts í dag, 5. apríl, klukkan 16. Hann er á áttræðisaldri en kveðst hafa fengist við myndlist frá barnsaldri. „Ekki kannski stöðugt en alltaf af og til.“ Elstu myndina á sýningunni segist hann hafa málað tólf ára gamall og önnur hafi verið í vinnslu í fimmtíu ár! „Það er dálítið stórt skref að halda sýningu og það stóð ekki til af minni hálfu,“ segir Hilmar.Nú verður ekki aftur snúið segir Hilmar um sýninguna. Fréttablaðið/Ernir„En bæði langaði mig að skoða húsið Hannesarholt og líka vatnslitasýningu sem þar var þá, samt munaði engu að ég hætti við, mér gekk svo illa að finna bílastæði, svo gekk það upp og mér finnst að ég hafi verið leiddur á fund forstöðukonunnar í Hannesarholti, Ragnheiðar Jónsdóttur. Ég álpaðist til að segja henni að ég væri að dunda við að mála og þegar hún áttaði sig á að ég væri af Hafsteinsætt, eins og Hannes sem átti húsið, þá sagði hún: „Þú bara sýnir hjá mér, það er ekkert sem heitir.“ Ég var á báðum áttum en sló svo til, líka vegna þess að konan mín studdi mig í því. Hún er eflaust orðin leið á að hafa myndirnar inni í herbergi og geymslu!“ Hilmar kveðst hafa gefið sér góðan tíma í að undirbúa sýninguna. „Sumar myndir þurfti ég að lagfæra og aðrar að ramma inn. En svo mætti ég í Hannesarholt með 32 myndir síðasta mánudagsmorgun og eftir það varð ekki aftur snúið.“ Myndlistina hefur Hilmar stundað meðfram loftskeytastörfum á sjó og verslunarrekstri í landi og kveðst nota alls konar liti. „Ég var lengst af með olíuliti, svo fór ég á mörg námskeið í vatnslitun, var heppinn með kennara og er orðinn einna hrifnastur af vatnslitunum. Einnig er ég aðeins með akrýlliti og hef dundað við margs konar myndlist, lærði meira að segja húðflúr.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Helga Margrét tekur við af Króla Bíó og sjónvarp Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Menning Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Hilmar Hafstein Svavarsson opnar sína fyrstu einkasýningu á myndverkum í veitingastofum Hannesarholts í dag, 5. apríl, klukkan 16. Hann er á áttræðisaldri en kveðst hafa fengist við myndlist frá barnsaldri. „Ekki kannski stöðugt en alltaf af og til.“ Elstu myndina á sýningunni segist hann hafa málað tólf ára gamall og önnur hafi verið í vinnslu í fimmtíu ár! „Það er dálítið stórt skref að halda sýningu og það stóð ekki til af minni hálfu,“ segir Hilmar.Nú verður ekki aftur snúið segir Hilmar um sýninguna. Fréttablaðið/Ernir„En bæði langaði mig að skoða húsið Hannesarholt og líka vatnslitasýningu sem þar var þá, samt munaði engu að ég hætti við, mér gekk svo illa að finna bílastæði, svo gekk það upp og mér finnst að ég hafi verið leiddur á fund forstöðukonunnar í Hannesarholti, Ragnheiðar Jónsdóttur. Ég álpaðist til að segja henni að ég væri að dunda við að mála og þegar hún áttaði sig á að ég væri af Hafsteinsætt, eins og Hannes sem átti húsið, þá sagði hún: „Þú bara sýnir hjá mér, það er ekkert sem heitir.“ Ég var á báðum áttum en sló svo til, líka vegna þess að konan mín studdi mig í því. Hún er eflaust orðin leið á að hafa myndirnar inni í herbergi og geymslu!“ Hilmar kveðst hafa gefið sér góðan tíma í að undirbúa sýninguna. „Sumar myndir þurfti ég að lagfæra og aðrar að ramma inn. En svo mætti ég í Hannesarholt með 32 myndir síðasta mánudagsmorgun og eftir það varð ekki aftur snúið.“ Myndlistina hefur Hilmar stundað meðfram loftskeytastörfum á sjó og verslunarrekstri í landi og kveðst nota alls konar liti. „Ég var lengst af með olíuliti, svo fór ég á mörg námskeið í vatnslitun, var heppinn með kennara og er orðinn einna hrifnastur af vatnslitunum. Einnig er ég aðeins með akrýlliti og hef dundað við margs konar myndlist, lærði meira að segja húðflúr.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Helga Margrét tekur við af Króla Bíó og sjónvarp Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Menning Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira