Elías Már: Hún stökk með báðar fætur á undan sér og klippti Bertu niður Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar 4. apríl 2018 22:38 Elías Már Halldórsson, þjálfari Hauka Vísir/Getty Valur vann 22-20 sigur á Haukum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar kvenna í handbolta. „Þetta var mjög erfitt í seinni hálfleik“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari Hauka, að leik loknum á Hlíðarenda í kvöld. „Ég er alveg ánægður með stelpurnar, mér fannst við vera að spila vel, frábær vörn og markvarslan var góð, sérstaklega í fyrri hálfleik. Það er margt gott sem við tökum með okkur eftir þennann leik og það er alveg á hreinu að við ætlum að borga fyrir þetta á föstudaginn.“ „Við vorum rúmar 20 mínútur einum færri í seinni hálfleiknum, mér fannst halla verulega á okkur í kvöld. Það er bara mjög erfitt að vinna jafn sterkt lið og Val þegar þú ert einum færri nánast heilan hálfleik.“ sagði Elías Már en hann var ekki sáttur við dómgæslu leiksins. „Við fengum tvær brottvísanir í byrjun seinni hálfleiks, annað þeirra var algjör þvæla og hitt var bara brot sem var búið að viðgangast allan leikinn. Við erum þá orðnar tveimur undir og svo missum við líka Bertu Rut útaf fyrir alveg glórulaust brot, hún er lykilmaður hjá okkur, þetta var bara mikið á stuttum tíma. Við hefðum kannski getað unnið betur úr þessu en það er bara eitthvað sem ég þarf að kíkja betur á“ Elías Már var allt annað en sáttur við Gerði Arinbjarnar eftir brot hennar á Bertu Rut Harðardóttur. Gerður var of sein í boltann sem endaði með harkalegu samstuði. Brotið leit ekki vel út en Elías vissi ekki hvernig staðan á Bertu væri „Þetta var algjörlega fáranlegt, tveggja fóta tækling útá miðjum velli. Ef hún fær ekki tvo - þrjá leiki í bann fyrir þetta þá væri það fáranlegt. Hún stökk með báðar fætur á undan sér og klippti Bertu niður, þetta var mjög ljótt“ „Vonandi er í lagi með hana, en það kæmi mér ekki á óvart ef hún væri frá út tímabilið miðað við fyrstu viðbrögð“ sagði Elías að lokum um stöðuna á Bertu Rut. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Þjálfari Hauka vill fá þriggja leikja bann fyrir þetta brot Snemma í seinni hálfleik leiks Vals og Hauka í udnanúrslitum Olís deildar kvenna var Gerði Arinbjarnar vikið af velli fyrir ljótt brot á Bertu Rut Harðardóttur. Bera þurfti Bertu af velli á sjúkrabörum. 4. apríl 2018 21:33 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Fleiri fréttir Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Sjá meira
Valur vann 22-20 sigur á Haukum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar kvenna í handbolta. „Þetta var mjög erfitt í seinni hálfleik“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari Hauka, að leik loknum á Hlíðarenda í kvöld. „Ég er alveg ánægður með stelpurnar, mér fannst við vera að spila vel, frábær vörn og markvarslan var góð, sérstaklega í fyrri hálfleik. Það er margt gott sem við tökum með okkur eftir þennann leik og það er alveg á hreinu að við ætlum að borga fyrir þetta á föstudaginn.“ „Við vorum rúmar 20 mínútur einum færri í seinni hálfleiknum, mér fannst halla verulega á okkur í kvöld. Það er bara mjög erfitt að vinna jafn sterkt lið og Val þegar þú ert einum færri nánast heilan hálfleik.“ sagði Elías Már en hann var ekki sáttur við dómgæslu leiksins. „Við fengum tvær brottvísanir í byrjun seinni hálfleiks, annað þeirra var algjör þvæla og hitt var bara brot sem var búið að viðgangast allan leikinn. Við erum þá orðnar tveimur undir og svo missum við líka Bertu Rut útaf fyrir alveg glórulaust brot, hún er lykilmaður hjá okkur, þetta var bara mikið á stuttum tíma. Við hefðum kannski getað unnið betur úr þessu en það er bara eitthvað sem ég þarf að kíkja betur á“ Elías Már var allt annað en sáttur við Gerði Arinbjarnar eftir brot hennar á Bertu Rut Harðardóttur. Gerður var of sein í boltann sem endaði með harkalegu samstuði. Brotið leit ekki vel út en Elías vissi ekki hvernig staðan á Bertu væri „Þetta var algjörlega fáranlegt, tveggja fóta tækling útá miðjum velli. Ef hún fær ekki tvo - þrjá leiki í bann fyrir þetta þá væri það fáranlegt. Hún stökk með báðar fætur á undan sér og klippti Bertu niður, þetta var mjög ljótt“ „Vonandi er í lagi með hana, en það kæmi mér ekki á óvart ef hún væri frá út tímabilið miðað við fyrstu viðbrögð“ sagði Elías að lokum um stöðuna á Bertu Rut.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Þjálfari Hauka vill fá þriggja leikja bann fyrir þetta brot Snemma í seinni hálfleik leiks Vals og Hauka í udnanúrslitum Olís deildar kvenna var Gerði Arinbjarnar vikið af velli fyrir ljótt brot á Bertu Rut Harðardóttur. Bera þurfti Bertu af velli á sjúkrabörum. 4. apríl 2018 21:33 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Fleiri fréttir Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Sjá meira
Þjálfari Hauka vill fá þriggja leikja bann fyrir þetta brot Snemma í seinni hálfleik leiks Vals og Hauka í udnanúrslitum Olís deildar kvenna var Gerði Arinbjarnar vikið af velli fyrir ljótt brot á Bertu Rut Harðardóttur. Bera þurfti Bertu af velli á sjúkrabörum. 4. apríl 2018 21:33