Geta ekki staðfest uppruna taugaeitursins Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2018 19:10 Utanríkisráðuneyti Breta segir yfirvöld enn telja Rússa hafa gert árásina og að sú niðurstaða byggi á samansafni upplýsinga. Hvaða eitur hafi verið notað sé bara hluti myndarinnar. Vísir/AFP Breskir sérfræðingar segjast ekki geta staðfest uppruna taugaeitursins sem notað var í árásinni á Sergei Skripal og dóttur hans. Gary Aitkenhead, yfirmaður Porton Down rannsóknarstöðvarinnar, segir þó að líklegast hafi eitrið komið frá, og árásin verið gerð af, þjóðríki. Yfirvöld Bretlands segja frekari upplýsingar benda til þess að Rússar hafi gert árásina, sem framkvæmd var í Bretlandi. Hann sagði að það hefði ekki verið í þeirra verkahring að finna uppruna eitursins. Starfsmenn rannsóknarstöðvarinnar hafi borið kennsl á eitrið og staðfest að það tilheyri novichok-flokki taugaeitra sem þróaður var af Sovétríkjunum. „Við höfum ekki uppgötvaðu nákvæman uppruna eitursins, en við höfum komið okkar upplýsingum til breskra yfirvalda sem einnig aðrar upplýsingar til að komast að niðurstöðu,“ sagði Aitkenhead við Sky News.Aitkenhead sagði þó að ljóst væri að flókinn og háþróaðan búnað þyrfti til að framleiða eitrið. Hann sagði ekkert til í þeim staðhæfingum Rússa að eitrið hefði komið frá Bretum.Enn sannfærðir um sök Rússa Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, stakk upp á því að mögulega væri árásin í hag yfirvald Bretlands vegna „óþægilegrar stöðu þeirra“ varðandi Brexit-viðræðurnar. Þá sagði hann leyniþjónustur Breta þekktar fyrir að myrða fólk. Þar að auki sagði aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands að Bretar hefðu gert árásina til að réttlæta eyðslu ríkisins til varnarmála. Fjöldi rússneskra aðila, sem margir flúið hafa til Bretlands, hafa dáið við skringilegar kringumstæður eða vegna eitrana á undanförnum árum.Utanríkisráðuneyti Breta segir yfirvöld enn telja Rússa hafa gert árásina og að sú niðurstaða byggi á samansafni upplýsinga. Hvaða eitur hafi verið notað sé bara hluti myndarinnar. „Eins og forsætisráðherrann hefur sagt vitum við einnig til þess að á undanförnum áratug hafa Rússar leitað leiða til að nota taugaeitur til morða og liður í því var framleiðsla lítils magns af novichok-eitrum,“ sagði talsmaður ríkisstjórnar Breta í dag. Hann vísaði einnig til þess að yfirvöld Rússlands hefðu áður látið ráða fólk af dögum og vitað væri að þeir litu á fyrrverandi njósnara sem skotmörk. Taugaeitrinu var beitt gegn Sergei og Yuliu Skripal þann 4. mars. Yulia hefur náð meðvitund og getur talað, samkvæmt heimildum BBC, en Sergei er enn í alvarlegu ástandi en þó stöðugu.29 ríki hafa vísað rússneskum erindrekum úr landi vegna málsins.Svíum um að kenna? Auk þess að benda á Breta sjálfa hafa rússneskir embættismenn og fjölmiðlar haldið því fram að eitrið hafi mögulega komið frá Svíþjóð eða nokkrum öðrum ríkjum. Sendiherra Rússlands í Svíþjóð var þá kallaður á teppið og sagði hann að um vangaveltur hefði verið að ræða, ekki ásakanir.Aðilar í Rússlandi hafa í rauninni stungið upp á fjölmörgum möguleikum. Þar á meðal á Úkraína að hafa gert árásina, Bandaríkin, einkaaðilar gerðu það til að koma af stað milliríkjadeilum, vesturlönd gerðu þetta í sameiningu til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Rússlandi og margt fleira. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Segir Rússa ekki komna í öngstræti Rússar hafa mætt mótbyr eftir að ráðist var á gagnnjósnarann fyrrverandi Sergei Skrípal og dóttur hans með taugaeitri 29. mars 2018 07:00 Íslenskum yfirvöldum hefur ekki verið tilkynnt um fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir Rússa Rússar greindu frá því í gær að þeir hyggist vísa sextíu bandarískum sendiráðsstarfsmönnum úr landi. 30. mars 2018 14:12 Sakar Vesturlönd um barnaskap og blekkingar í máli Sergei Skripal Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sakar vesturlönd um barnaskap og blekkingarleiki í máli Sergei Skripal. 2. apríl 2018 21:34 Segir Bandaríkin og Bretland reyna að neita Rússlandi um HM Talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands hefur sakað Bretland og Bandaríkin um að reyna að koma í veg fyrir að Rússland fái að halda heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu sem fram fer í sumar. 1. apríl 2018 19:22 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Breskir sérfræðingar segjast ekki geta staðfest uppruna taugaeitursins sem notað var í árásinni á Sergei Skripal og dóttur hans. Gary Aitkenhead, yfirmaður Porton Down rannsóknarstöðvarinnar, segir þó að líklegast hafi eitrið komið frá, og árásin verið gerð af, þjóðríki. Yfirvöld Bretlands segja frekari upplýsingar benda til þess að Rússar hafi gert árásina, sem framkvæmd var í Bretlandi. Hann sagði að það hefði ekki verið í þeirra verkahring að finna uppruna eitursins. Starfsmenn rannsóknarstöðvarinnar hafi borið kennsl á eitrið og staðfest að það tilheyri novichok-flokki taugaeitra sem þróaður var af Sovétríkjunum. „Við höfum ekki uppgötvaðu nákvæman uppruna eitursins, en við höfum komið okkar upplýsingum til breskra yfirvalda sem einnig aðrar upplýsingar til að komast að niðurstöðu,“ sagði Aitkenhead við Sky News.Aitkenhead sagði þó að ljóst væri að flókinn og háþróaðan búnað þyrfti til að framleiða eitrið. Hann sagði ekkert til í þeim staðhæfingum Rússa að eitrið hefði komið frá Bretum.Enn sannfærðir um sök Rússa Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, stakk upp á því að mögulega væri árásin í hag yfirvald Bretlands vegna „óþægilegrar stöðu þeirra“ varðandi Brexit-viðræðurnar. Þá sagði hann leyniþjónustur Breta þekktar fyrir að myrða fólk. Þar að auki sagði aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands að Bretar hefðu gert árásina til að réttlæta eyðslu ríkisins til varnarmála. Fjöldi rússneskra aðila, sem margir flúið hafa til Bretlands, hafa dáið við skringilegar kringumstæður eða vegna eitrana á undanförnum árum.Utanríkisráðuneyti Breta segir yfirvöld enn telja Rússa hafa gert árásina og að sú niðurstaða byggi á samansafni upplýsinga. Hvaða eitur hafi verið notað sé bara hluti myndarinnar. „Eins og forsætisráðherrann hefur sagt vitum við einnig til þess að á undanförnum áratug hafa Rússar leitað leiða til að nota taugaeitur til morða og liður í því var framleiðsla lítils magns af novichok-eitrum,“ sagði talsmaður ríkisstjórnar Breta í dag. Hann vísaði einnig til þess að yfirvöld Rússlands hefðu áður látið ráða fólk af dögum og vitað væri að þeir litu á fyrrverandi njósnara sem skotmörk. Taugaeitrinu var beitt gegn Sergei og Yuliu Skripal þann 4. mars. Yulia hefur náð meðvitund og getur talað, samkvæmt heimildum BBC, en Sergei er enn í alvarlegu ástandi en þó stöðugu.29 ríki hafa vísað rússneskum erindrekum úr landi vegna málsins.Svíum um að kenna? Auk þess að benda á Breta sjálfa hafa rússneskir embættismenn og fjölmiðlar haldið því fram að eitrið hafi mögulega komið frá Svíþjóð eða nokkrum öðrum ríkjum. Sendiherra Rússlands í Svíþjóð var þá kallaður á teppið og sagði hann að um vangaveltur hefði verið að ræða, ekki ásakanir.Aðilar í Rússlandi hafa í rauninni stungið upp á fjölmörgum möguleikum. Þar á meðal á Úkraína að hafa gert árásina, Bandaríkin, einkaaðilar gerðu það til að koma af stað milliríkjadeilum, vesturlönd gerðu þetta í sameiningu til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Rússlandi og margt fleira.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Segir Rússa ekki komna í öngstræti Rússar hafa mætt mótbyr eftir að ráðist var á gagnnjósnarann fyrrverandi Sergei Skrípal og dóttur hans með taugaeitri 29. mars 2018 07:00 Íslenskum yfirvöldum hefur ekki verið tilkynnt um fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir Rússa Rússar greindu frá því í gær að þeir hyggist vísa sextíu bandarískum sendiráðsstarfsmönnum úr landi. 30. mars 2018 14:12 Sakar Vesturlönd um barnaskap og blekkingar í máli Sergei Skripal Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sakar vesturlönd um barnaskap og blekkingarleiki í máli Sergei Skripal. 2. apríl 2018 21:34 Segir Bandaríkin og Bretland reyna að neita Rússlandi um HM Talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands hefur sakað Bretland og Bandaríkin um að reyna að koma í veg fyrir að Rússland fái að halda heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu sem fram fer í sumar. 1. apríl 2018 19:22 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Segir Rússa ekki komna í öngstræti Rússar hafa mætt mótbyr eftir að ráðist var á gagnnjósnarann fyrrverandi Sergei Skrípal og dóttur hans með taugaeitri 29. mars 2018 07:00
Íslenskum yfirvöldum hefur ekki verið tilkynnt um fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir Rússa Rússar greindu frá því í gær að þeir hyggist vísa sextíu bandarískum sendiráðsstarfsmönnum úr landi. 30. mars 2018 14:12
Sakar Vesturlönd um barnaskap og blekkingar í máli Sergei Skripal Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sakar vesturlönd um barnaskap og blekkingarleiki í máli Sergei Skripal. 2. apríl 2018 21:34
Segir Bandaríkin og Bretland reyna að neita Rússlandi um HM Talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands hefur sakað Bretland og Bandaríkin um að reyna að koma í veg fyrir að Rússland fái að halda heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu sem fram fer í sumar. 1. apríl 2018 19:22