Ansi margt vinnur gegn Íslandi í Eurovision í ár að mati sérfræðings Birgir Olgeirsson skrifar 3. apríl 2018 17:01 Ari Ólafsson á sviði í úrslitum Söngvakeppninnar í Laugardalshöll. RÚV Ísland á ekki mikla von um að komast í úrslit Eurovision ef marka má orð Eurovision-fræðingsins Jóhannesar Þórs Skúlasonar. Að hans mati mun það vinna gegn Ara Ólafssyni að vera annar á svið á fyrra undankvöldi keppninnar. Þar að auki verða þjóðir sem hafa verið duglegar að gefa Íslandi stig í gegnum árin fjarri góðu gamni og sömuleiðis sterkar þjóðir með Ara í riðli sem eiga sæti vís í úrslitunum. Jóhannes Þór er eflaust ekki þekktastur fyrir að vera Eurovision-fræðingur. Þekktastur er hann fyrir störf sín sem aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Var hann aðstoðarmaður Sigmundar þegar hann gegndi embætti forsætisráðherra. Sigmundur Davíð er í dag formaður Miðflokksins og nýtur þar aðstoðar Jóhannesar Þórs.Jóhannes Þór Skúlason.Vísir/stefánJóhannes birti í dag sína spá á Facebook-síðu sinni þar sem hann sagði vonir Íslands litlar sem engar um að komast í úrslitin eftir að ljóst varð að Ara bíður það erfiða verkefni að flytja lagið Our Choice annar í röðinni á fyrra undankvöldi Eurovision sem fer fram í Altice-höllinni í Lissabon í Portúgal þriðjudagskvöldið 8. maí næstkomandi. Hann segir það almennt hafa áhrif á gengi laga eftir því hvenær þau eru flutt í keppninni. „Þessi áhrif eru reyndar oft ofmetin en rannsóknir sýna að það sé línulegt samhengi með því hvenær lag fer á svið og hvað það fær mörg stig. Þannig að lög sem fara síðar á svið eru líklegri til að fá fleiri stig,“ segir Jóhannes.Hann vísar í rannsókn máli sínu til stuðnings þar sem sýnt er fram á þessa fylgni. Er því haldið fram að það geti munað allt að fimm prósentum á stigafjölda eftir því hvenær lögin eru flutt í keppninni. Jóhannes bendir þó á að þessi rannsókn nái einungis til úrslita Eurovision og hefur þetta ekki verið rannsakað eins vel þegar kemur að undankvöldunum tveimur. Þó áhrifin séu ekki eins mikil á undankvöldinu segir Jóhannes það ekki hjálpa til að vera númer tvö á svið og þá sé margt annað sem geri það að verkum að líkur Ara á að ná í úrslitin eru litlar. Lagið er til að mynda rólegt og ekki með grípandi viðlag sem sest á heilann. Samsetningin á riðlinum er einnig erfið en aðeins ein Norðurlandaþjóð, Finnar, verður með Íslandi í riðlinum. Því verður ekki hægt að treysta á stig frá Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Einnig vantar að sögn Jóhannesar nokkrar þjóðir sem hafa reynst Íslendingum vel í gegnum tíðina.Ari Ólafsson á sviði í Litháen.Í riðlinum okkar eru einnig þjóðir sem eru duglegar að gefa hvor annarri stig en ekki endilega Íslandi. „Auk þess eru í þessum riðli þjóðir sem eru taldar líklegar til stórræða í þessari keppni sem gerir okkar riðil mun erfiðari,“ segir Jóhannes og nefnir þar Ísrael, Eistland, Aserbaídsjan og Grikkland. Alls fara tíu þjóðir upp úr riðlinum og telur Jóhannes að miðað við hvernig riðillinn raðast þá eigi Ísland möguleika á tveimur síðustu sætunum Ísland verði þar í baráttu við fjögur til sex önnur lög sem eru svipuð og það íslenska. „Þannig að líkurnar eru ekki miklar,“ segir Jóhannes. Hann tekur þó fram að um sjónvarpskeppni sé að ræða og þar muni frammistaða Ara ráða miklu. Þar sem lagið er rólegt og ekki með grípandi viðlag þá þurfi Ari að heilla áhorfendur í Evrópu með sjarmann að vopni líkt og hann gerði í Söngvakeppni Sjónvarpsins. „Það er okkar von, að Ari taki sjarmörinn á þetta og verði Johnny Logan ársins. Það getur alltaf gerst en fer algjörlega eftir því hvað gerist á kvöldinu. Það reyndar hjálpar alltaf þeim sem flytja róleg lög að vera seinna í röðinni en akkúrat númer tvö. En Ari er stóra vonin, það er ljóst,“ segir Jóhannes. Eins og frægt er orðið hefur Ísland ekki komist í úrslit Eurovision í síðastliðnum þremur keppnum. Í fyrra flutti Svala Björgvinsdóttir lagið Paper. Hún var þrettánda á svið af fimmtán lögum í fyrri undanriðlinum en komast ekki áfram. Greta Salóme hlaut sömu örlög með lagið Hera Them Calling árið 2016 þar sem hún var sextánda á svið af átján lögum í fyrri undanriðlinum. María Ólafsdóttir var tólfta á svið á 17 lögum árið 2015 þegar hún flutti lagið Unbroken í Eurovision. Hún komst heldur ekki áfram. Eurovision Tengdar fréttir Ari stígur annar á svið í Lissabon Ari Ólafsson er annar á sviðið á fyrra undanúrslitakvöldinu í Lissabon þann 8. maí en þá flytur hann lagið Our Choice í Eurovision. 3. apríl 2018 11:30 Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira
Ísland á ekki mikla von um að komast í úrslit Eurovision ef marka má orð Eurovision-fræðingsins Jóhannesar Þórs Skúlasonar. Að hans mati mun það vinna gegn Ara Ólafssyni að vera annar á svið á fyrra undankvöldi keppninnar. Þar að auki verða þjóðir sem hafa verið duglegar að gefa Íslandi stig í gegnum árin fjarri góðu gamni og sömuleiðis sterkar þjóðir með Ara í riðli sem eiga sæti vís í úrslitunum. Jóhannes Þór er eflaust ekki þekktastur fyrir að vera Eurovision-fræðingur. Þekktastur er hann fyrir störf sín sem aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Var hann aðstoðarmaður Sigmundar þegar hann gegndi embætti forsætisráðherra. Sigmundur Davíð er í dag formaður Miðflokksins og nýtur þar aðstoðar Jóhannesar Þórs.Jóhannes Þór Skúlason.Vísir/stefánJóhannes birti í dag sína spá á Facebook-síðu sinni þar sem hann sagði vonir Íslands litlar sem engar um að komast í úrslitin eftir að ljóst varð að Ara bíður það erfiða verkefni að flytja lagið Our Choice annar í röðinni á fyrra undankvöldi Eurovision sem fer fram í Altice-höllinni í Lissabon í Portúgal þriðjudagskvöldið 8. maí næstkomandi. Hann segir það almennt hafa áhrif á gengi laga eftir því hvenær þau eru flutt í keppninni. „Þessi áhrif eru reyndar oft ofmetin en rannsóknir sýna að það sé línulegt samhengi með því hvenær lag fer á svið og hvað það fær mörg stig. Þannig að lög sem fara síðar á svið eru líklegri til að fá fleiri stig,“ segir Jóhannes.Hann vísar í rannsókn máli sínu til stuðnings þar sem sýnt er fram á þessa fylgni. Er því haldið fram að það geti munað allt að fimm prósentum á stigafjölda eftir því hvenær lögin eru flutt í keppninni. Jóhannes bendir þó á að þessi rannsókn nái einungis til úrslita Eurovision og hefur þetta ekki verið rannsakað eins vel þegar kemur að undankvöldunum tveimur. Þó áhrifin séu ekki eins mikil á undankvöldinu segir Jóhannes það ekki hjálpa til að vera númer tvö á svið og þá sé margt annað sem geri það að verkum að líkur Ara á að ná í úrslitin eru litlar. Lagið er til að mynda rólegt og ekki með grípandi viðlag sem sest á heilann. Samsetningin á riðlinum er einnig erfið en aðeins ein Norðurlandaþjóð, Finnar, verður með Íslandi í riðlinum. Því verður ekki hægt að treysta á stig frá Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Einnig vantar að sögn Jóhannesar nokkrar þjóðir sem hafa reynst Íslendingum vel í gegnum tíðina.Ari Ólafsson á sviði í Litháen.Í riðlinum okkar eru einnig þjóðir sem eru duglegar að gefa hvor annarri stig en ekki endilega Íslandi. „Auk þess eru í þessum riðli þjóðir sem eru taldar líklegar til stórræða í þessari keppni sem gerir okkar riðil mun erfiðari,“ segir Jóhannes og nefnir þar Ísrael, Eistland, Aserbaídsjan og Grikkland. Alls fara tíu þjóðir upp úr riðlinum og telur Jóhannes að miðað við hvernig riðillinn raðast þá eigi Ísland möguleika á tveimur síðustu sætunum Ísland verði þar í baráttu við fjögur til sex önnur lög sem eru svipuð og það íslenska. „Þannig að líkurnar eru ekki miklar,“ segir Jóhannes. Hann tekur þó fram að um sjónvarpskeppni sé að ræða og þar muni frammistaða Ara ráða miklu. Þar sem lagið er rólegt og ekki með grípandi viðlag þá þurfi Ari að heilla áhorfendur í Evrópu með sjarmann að vopni líkt og hann gerði í Söngvakeppni Sjónvarpsins. „Það er okkar von, að Ari taki sjarmörinn á þetta og verði Johnny Logan ársins. Það getur alltaf gerst en fer algjörlega eftir því hvað gerist á kvöldinu. Það reyndar hjálpar alltaf þeim sem flytja róleg lög að vera seinna í röðinni en akkúrat númer tvö. En Ari er stóra vonin, það er ljóst,“ segir Jóhannes. Eins og frægt er orðið hefur Ísland ekki komist í úrslit Eurovision í síðastliðnum þremur keppnum. Í fyrra flutti Svala Björgvinsdóttir lagið Paper. Hún var þrettánda á svið af fimmtán lögum í fyrri undanriðlinum en komast ekki áfram. Greta Salóme hlaut sömu örlög með lagið Hera Them Calling árið 2016 þar sem hún var sextánda á svið af átján lögum í fyrri undanriðlinum. María Ólafsdóttir var tólfta á svið á 17 lögum árið 2015 þegar hún flutti lagið Unbroken í Eurovision. Hún komst heldur ekki áfram.
Eurovision Tengdar fréttir Ari stígur annar á svið í Lissabon Ari Ólafsson er annar á sviðið á fyrra undanúrslitakvöldinu í Lissabon þann 8. maí en þá flytur hann lagið Our Choice í Eurovision. 3. apríl 2018 11:30 Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira
Ari stígur annar á svið í Lissabon Ari Ólafsson er annar á sviðið á fyrra undanúrslitakvöldinu í Lissabon þann 8. maí en þá flytur hann lagið Our Choice í Eurovision. 3. apríl 2018 11:30