Vinsæll íþróttakennari en bara meðaljón þegar kemur að ræktinni Guðný Hrönn skrifar 3. apríl 2018 06:00 Sigurður Þorri Gunnarsson, betur þekktur sem Siggi Gunnars, hefur svo sannarlega slegið í gegn sem spinningkennari. VÍSIR/ANDRI MARINÓ Sigurður Þorri Gunnarsson, eða Siggi Gunnars eins og hann er alltaf kallaður, hefur síðan í haust kennt spinning í World Class. Það væri kannski ekki frásögur færandi nema vegna þess að tímarnir hans hafa náð svakalegum vinsældum og tugir eru á biðlista eftir að komast að í tíma. Spurður út í þetta, hvers vegna tímarnir hans séu svona vinsælir, segir Siggi: „Ég hef ekki hugmynd! Ég var búinn að vera að kenna í þrjár eða fjórar vikur þegar mætingin fór að stigmagnast og eftir svona tvo mánuði þá var þetta orðið þannig að 125 mættu í hvern tíma og um 100, jafnvel 200 manns, voru skráðir á biðlista hverju sinni.“ Siggi kennir á mánudags- og miðvikudagskvöldum klukkan 20.00. Hann viðurkennir að hann hafi ekki haft mikla trú í fyrstu á að fólk myndi nenna í spinning svona seint. „Ég hafði nú ekki mikla trú á að fólk hefði áhuga á að mæta í spinning á þessum tíma. En ég ákvað samt að fara af stað að búa til líkamsræktartíma sem ég gæti sjálfur hugsað mér að mæta í, eitthvað sjúklega skemmtilegt. Og úr varð þetta æði. Ég varð eiginlega orðlaus,“ segir hann hlæjandi. Siggi leggur mikið upp úr því að grínast og hafa gaman í tímunum og hann reiknar með að það sé eitthvað sem fólk sé hrifið af. „Mér finnst þetta ógeðslega gaman sjálfum og ég nýt mín í botn og kannski er það bara að smitast út. Svo er ég er ekki beint þessi týpíska ræktartýpa og ég held að fólk tengi líka við það. Ég er bara meðaljón þegar kemur að ræktinni. En þetta er frábær hreyfing fyrir alla, eitthvað sem allir geta gert.“Vill að fólk sleppi feimninni „Þetta snýst ekki bara um að þjálfa líkamann heldur líka sálina, andlegu hliðina. Ég vil að fólk geti mætt í tímana mína og gleymt sér algjörlega og haft gaman. Í myrkrinu og diskóljósunum. Fólk á það til að vera feimið þegar það mætir í líkamsrækt en mitt takmark er að fá fólk til að sleppa feimninni,“ segir Siggi sem starfar einnig sem dagskrár- og tónlistarstjóri á útvarpsstöðinni K100. „Ég er á skrifstofunni allan daginn. Vinnudagurinn er stundum frá 08.00 til 22.00, en það er ógeðslega gaman. Ég elska það sem ég geri,“ útskýrir Siggi sem þykir gott að fá útrás á spinninghjólinu. „Ég iða alltaf í skinninu þegar ég er að fara að kenna. Þetta hefur svo góð áhrif á mann.“ Að lokum, spurður út í af hverju spinning sé íþróttin sem hann kýs að stunda og kenna, segist hann hafa heillast algjörlega af spinning þegar hann prófaði að kenna. „Þegar ég prófaði að kenna spinning þá fann ég að þetta var málið, þetta er frábær líkamsrækt þar sem hægt er að blanda góðri tónlist saman við hreyfingu. Og svo eru það spinninglærin, ég er alltaf að tala um þau í tímanum mínum, það er ekkert fallegra en góð spinninglæri,“ segir hann og hlær Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Sjá meira
Sigurður Þorri Gunnarsson, eða Siggi Gunnars eins og hann er alltaf kallaður, hefur síðan í haust kennt spinning í World Class. Það væri kannski ekki frásögur færandi nema vegna þess að tímarnir hans hafa náð svakalegum vinsældum og tugir eru á biðlista eftir að komast að í tíma. Spurður út í þetta, hvers vegna tímarnir hans séu svona vinsælir, segir Siggi: „Ég hef ekki hugmynd! Ég var búinn að vera að kenna í þrjár eða fjórar vikur þegar mætingin fór að stigmagnast og eftir svona tvo mánuði þá var þetta orðið þannig að 125 mættu í hvern tíma og um 100, jafnvel 200 manns, voru skráðir á biðlista hverju sinni.“ Siggi kennir á mánudags- og miðvikudagskvöldum klukkan 20.00. Hann viðurkennir að hann hafi ekki haft mikla trú í fyrstu á að fólk myndi nenna í spinning svona seint. „Ég hafði nú ekki mikla trú á að fólk hefði áhuga á að mæta í spinning á þessum tíma. En ég ákvað samt að fara af stað að búa til líkamsræktartíma sem ég gæti sjálfur hugsað mér að mæta í, eitthvað sjúklega skemmtilegt. Og úr varð þetta æði. Ég varð eiginlega orðlaus,“ segir hann hlæjandi. Siggi leggur mikið upp úr því að grínast og hafa gaman í tímunum og hann reiknar með að það sé eitthvað sem fólk sé hrifið af. „Mér finnst þetta ógeðslega gaman sjálfum og ég nýt mín í botn og kannski er það bara að smitast út. Svo er ég er ekki beint þessi týpíska ræktartýpa og ég held að fólk tengi líka við það. Ég er bara meðaljón þegar kemur að ræktinni. En þetta er frábær hreyfing fyrir alla, eitthvað sem allir geta gert.“Vill að fólk sleppi feimninni „Þetta snýst ekki bara um að þjálfa líkamann heldur líka sálina, andlegu hliðina. Ég vil að fólk geti mætt í tímana mína og gleymt sér algjörlega og haft gaman. Í myrkrinu og diskóljósunum. Fólk á það til að vera feimið þegar það mætir í líkamsrækt en mitt takmark er að fá fólk til að sleppa feimninni,“ segir Siggi sem starfar einnig sem dagskrár- og tónlistarstjóri á útvarpsstöðinni K100. „Ég er á skrifstofunni allan daginn. Vinnudagurinn er stundum frá 08.00 til 22.00, en það er ógeðslega gaman. Ég elska það sem ég geri,“ útskýrir Siggi sem þykir gott að fá útrás á spinninghjólinu. „Ég iða alltaf í skinninu þegar ég er að fara að kenna. Þetta hefur svo góð áhrif á mann.“ Að lokum, spurður út í af hverju spinning sé íþróttin sem hann kýs að stunda og kenna, segist hann hafa heillast algjörlega af spinning þegar hann prófaði að kenna. „Þegar ég prófaði að kenna spinning þá fann ég að þetta var málið, þetta er frábær líkamsrækt þar sem hægt er að blanda góðri tónlist saman við hreyfingu. Og svo eru það spinninglærin, ég er alltaf að tala um þau í tímanum mínum, það er ekkert fallegra en góð spinninglæri,“ segir hann og hlær
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Sjá meira