Sisi hafði betur með 97 prósent atkvæða Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 3. apríl 2018 06:00 Lasheen Ibrahim, formaður kosninganefndarinnar (fyrir miðju), fagnar vel heppnuðum kosningum. Vísir/EPA Abdel Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands, mun halda um stjórnartaumana í Egyptalandi í að minnsta kosti fjögur ár í viðbót. Niðurstaða forsetakosninganna þar í landi var kynnt í gær en hún var á þann veg að al-Sisi hlaut hvorki meira né minna en 97 prósent greiddra atkvæða. Það vill svo til að það er nákvæmlega sama hlutfall og hann hlaut í síðustu forsetakosningum. Vart er hægt að tala um raunverulegar kosningar í Egyptalandi enda var pólitískum andstæðingum al-Sisi og þeim sem hugðust gefa kost á sér í forsetakjörinu annað hvort meinað að bjóða sig fram á undarlegum forsendum eða beinlínis fangelsaðir. Þó svo að yfirburðir al-Sisi hafi verið algjörir þá var kosningaþátttaka minni en í síðustu kosningu, eða 41 prósent. Yfirvöld í Egyptalandi lögðu mikla áherslu á að Egyptar nýttu kosningarétt sinn. Talið er að dræm kosningaþátttaka muni gera al-Sisi erfitt fyrir á komandi kjörtímabili en grunur leikur á að stjórn hans muni freista þess að hrinda af stað meiriháttar breytingum á stjórnarskrá landsins. Áhrifamenn innan ríkisstjórnarinnar hafa þrýst á slíkar breytingar, en þær taka meðal annars til endurskoðunar á lengd kjörtímabila forsetans.Lítill áhugi og engar kappræður Mótframbjóðandi al-Sisi var Moussa Moustafa Moussa. Hann hlaut tæplega þrjú prósent greiddra atkvæða. Þrátt fyrir að hafa boðið sig fram gegn al-Sisi, þá er Moussa stuðningsmaður forsetans. Fleiri kusu að ógilda atkvæði sín í stað þess að greiða Moussa atkvæði samkvæmt niðurstöðum kosninganefndarinnar. Aðrir stjórnarandstæðingar höfðu lýst áhuga á að bjóða sig fram. Helsti andstæðingur al-Sisi var handtekinn í janúar og kosningastjórinn hans barinn til óbóta af óþekktum árásarmönnum. Aðrir andstæðingar al-Sisi hættu við framboð vegna hótana. Engar kappræður fóru fram í aðdraganda kosninganna. Al-Sisi sagði í egypskum fjölmiðlum í aðdraganda kosninganna að hann hefði viljað sjá fleiri gefa kost á sér og að hann hefði ekkert að gera með það að aðrir frambjóðendur hefðu hætt við framboð.Umbrotatímar Niðurstöður kosninganna voru formlega kynntar í gær. Það var niðurstaða kosninganefndarinnar að forsetakosningarnar hefðu verið frjálsar og sanngjarnar. Síðustu fjögur ár hafa verið mikill umbrotatími í sögu Egyptalands. Al-Sisi hefur rutt af stað miklum umbótum á efnahag landsins sem hafa komið harkalega niður á fátækustu íbúum Egyptalands. Al-Sisi var í fararbroddi þegar egypski herinn tók öll völd í Egyptalandi árið 2013. Þá var Mohamed Mursi, fyrsta lýðræðislega kjörna forseta Egyptalands og leiðtoga Bræðralags múslima, steypt af stóli. Ári seinna var al-Sisi kjörinn forseti með 97 prósent atkvæða. Síðan þá hafa mannréttindasamtök ítrekað sakað al-Sisi og stjórn hans um að fangelsa tugþúsundir stjórnarandstæðinga. Birtist í Fréttablaðinu Egyptaland Mið-Austurlönd Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Abdel Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands, mun halda um stjórnartaumana í Egyptalandi í að minnsta kosti fjögur ár í viðbót. Niðurstaða forsetakosninganna þar í landi var kynnt í gær en hún var á þann veg að al-Sisi hlaut hvorki meira né minna en 97 prósent greiddra atkvæða. Það vill svo til að það er nákvæmlega sama hlutfall og hann hlaut í síðustu forsetakosningum. Vart er hægt að tala um raunverulegar kosningar í Egyptalandi enda var pólitískum andstæðingum al-Sisi og þeim sem hugðust gefa kost á sér í forsetakjörinu annað hvort meinað að bjóða sig fram á undarlegum forsendum eða beinlínis fangelsaðir. Þó svo að yfirburðir al-Sisi hafi verið algjörir þá var kosningaþátttaka minni en í síðustu kosningu, eða 41 prósent. Yfirvöld í Egyptalandi lögðu mikla áherslu á að Egyptar nýttu kosningarétt sinn. Talið er að dræm kosningaþátttaka muni gera al-Sisi erfitt fyrir á komandi kjörtímabili en grunur leikur á að stjórn hans muni freista þess að hrinda af stað meiriháttar breytingum á stjórnarskrá landsins. Áhrifamenn innan ríkisstjórnarinnar hafa þrýst á slíkar breytingar, en þær taka meðal annars til endurskoðunar á lengd kjörtímabila forsetans.Lítill áhugi og engar kappræður Mótframbjóðandi al-Sisi var Moussa Moustafa Moussa. Hann hlaut tæplega þrjú prósent greiddra atkvæða. Þrátt fyrir að hafa boðið sig fram gegn al-Sisi, þá er Moussa stuðningsmaður forsetans. Fleiri kusu að ógilda atkvæði sín í stað þess að greiða Moussa atkvæði samkvæmt niðurstöðum kosninganefndarinnar. Aðrir stjórnarandstæðingar höfðu lýst áhuga á að bjóða sig fram. Helsti andstæðingur al-Sisi var handtekinn í janúar og kosningastjórinn hans barinn til óbóta af óþekktum árásarmönnum. Aðrir andstæðingar al-Sisi hættu við framboð vegna hótana. Engar kappræður fóru fram í aðdraganda kosninganna. Al-Sisi sagði í egypskum fjölmiðlum í aðdraganda kosninganna að hann hefði viljað sjá fleiri gefa kost á sér og að hann hefði ekkert að gera með það að aðrir frambjóðendur hefðu hætt við framboð.Umbrotatímar Niðurstöður kosninganna voru formlega kynntar í gær. Það var niðurstaða kosninganefndarinnar að forsetakosningarnar hefðu verið frjálsar og sanngjarnar. Síðustu fjögur ár hafa verið mikill umbrotatími í sögu Egyptalands. Al-Sisi hefur rutt af stað miklum umbótum á efnahag landsins sem hafa komið harkalega niður á fátækustu íbúum Egyptalands. Al-Sisi var í fararbroddi þegar egypski herinn tók öll völd í Egyptalandi árið 2013. Þá var Mohamed Mursi, fyrsta lýðræðislega kjörna forseta Egyptalands og leiðtoga Bræðralags múslima, steypt af stóli. Ári seinna var al-Sisi kjörinn forseti með 97 prósent atkvæða. Síðan þá hafa mannréttindasamtök ítrekað sakað al-Sisi og stjórn hans um að fangelsa tugþúsundir stjórnarandstæðinga.
Birtist í Fréttablaðinu Egyptaland Mið-Austurlönd Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira