Það óraði engan fyrir þessu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. apríl 2018 07:30 Tandri (annar frá vinstri) með son sinn í fanginu. Skjern er mikið fjölskyldufélag eins og sjá má. vísir/getty „Þetta er ótrúlegt. Fólk trúir þessu eiginlega ekki enn þá. Fólk missti sig eftir þetta. Það er erfitt að setja þetta í samhengi við eitthvað annað,“ segir Tandri Már Konráðsson, leikmaður danska liðsins Skjern sem er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í handbolta eftir að hafa slegið ungverska stórliðið Veszprém úr leik. Skjern vann fyrri leikinn á sínum heimavelli um þarsíðustu helgi með sjö mörkum, 32-25, og stóð því vel að vígi fyrir seinni leikinn á laugardaginn. Ungverjarnir leiddu allan tímann en náðu aldrei að byggja upp nógu mikið forskot til að ógna Dönunum. „Við jöfnuðum í 24-24 um miðjan seinni hálfleik. Þá fóru þeir að taka sénsa, spila framliggjandi vörn og keyra fram í hraðaupphlaup,“ segir Tandri en Skjern minnkaði muninn í tvö mörk, 30-28, þegar fimm mínútur voru eftir. Þá var björninn unninn. Skjern spilaði frábærlega í fyrri leiknum og hefði getað unnið enn stærri sigur. En sjö marka munur var meira en nokkur þorði að vona.Vanmat hjá Veszprém „Það óraði engan fyrir þessu. Við ætluðum að vinna leikinn en að vinna með sjö mörkum og vera níu mörkum yfir þegar tvær mínútur voru eftir var ótrúlegt. Ég held að þeir hafi vanmetið okkur rosalega. Þetta var lyginni líkast,“ segir Tandri. En hvaða veikleika fundu Danirnir á leik Veszprém? „Þeir eru stórir og þungir og sækja mikið inn á miðjuna. Við spiluðum góða vörn, fengum markvörslu og skoruðum mörg mörk úr hraðaupphlaupum. Það lagði grunninn að sigrinum,“ segir Tandri. Í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar mætir Skjern Nantes frá Frakklandi sem vann hvít-rússneska liðið Meshkov Brest í 16-liða úrslitunum. „Við eigum alveg jafn mikla möguleika í þá og í Veszprém. Menn eru að átta sig á því að við erum bara tveimur leikjum frá úrslitahelginni. Þetta er alveg gerlegt. Fyrir tímabilið var markmiðið að nota Meistaradeildina til að verða betri og njóta þess að spila þar. Svo þróaðist þetta svona. Nú er markmiðið að komast í úrslitahelgina,“ segir Tandri. „Nantes er kannski ekki alveg jafn stórkarlalegt og Veszprém og miklu meira lið. Þegar þú kaupir svona margar stjörnur inn í eitt lið spila menn stundum bara fyrir sjálfa sig.“ Í liði Nantes er m.a. örvhenta markamaskínan frá Makedóníu, Kiril Lazarov, sem Tandri fær væntanlega tækifæri til að kljást við í vörninni. „Þeir eru líka með Spánverjann [Eduardo] Gurbindo og með hrikalega sterkt lið á pappírnum. En núna spilum við fyrri leikinn á útivelli og þann seinni á heimavelli,“ segir Tandri sem er eini íslenski leikmaðurinn sem er eftir í Meistaradeildinni.Stefnan sett á titilinn Skjern gerir það ekki bara gott í Meistaradeildinni heldur varð liðið deildarmeistari heima fyrir á dögunum. Næst tekur við úrslitakeppni átta liða sem er skipt í tvo riðla. Skjern er með ríkjandi meisturum Aalborg, Team Tvis Holstebro og Århus í riðli en tvö efstu liðin komast í undanúrslit. Skjern byrjar með tvö stig í riðlinum vegna árangursins í deildakeppninni. Skjern komst alla leið í úrslit um danska meistaratitilinn í fyrra en laut í lægra haldi fyrir lærisveinum Arons Kristjánssonar í Aalborg. Tandri segir stefnuna setta á að fara alla leið í ár. „Fyrir tímabilið var markmiðið að verða danskir meistarar. Við ætluðum líka að gera betur í bikarkeppninni en það fór sem fór,“ segir Tandri en Skjern féll úr leik fyrir Holstebro í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar. Björgvin Páll Gústavsson hefur samið við Skjern og gengur til liðs við félagið frá Haukum í sumar. Í viðtölum í tengslum við félagaskiptin talaði landsliðsmarkvörðurinn mikið um að Skjern væri fjölskylduvænt félag og það hafi ráðið miklu um að hann ákvað að fara aftur í atvinnumennsku erlendis.Besti vinnustaður í Danmörku „Félagið er með það markmið að gera Skjern að besta vinnustað í Danmörku. Þeir vinna mikið í þessum málum og hlusta á hvað leikmenn hafa að segja,“ segir Tandri. „Skjern er með tvo starfsmenn sem sjá um eiginkonur leikmanna, hvað þær vantar, hvað þarf að græja fyrir börnin o.s.frv. Konurnar hittast á öllum heimaleikjum og félagið býður þeim út að borða. Svo er æfingatíminn mjög hentugur fyrir barnafjölskyldur. Við æfum alltaf klukkan korter í 10 og ef það eru tvær æfingar er sú seinni klukkan tvö. Við erum alltaf búnir fyrir hálf fjögur. En þegar það er mikið leikjaálag eins og núna erum við búnir á hádegi.“ Tandri kom til Skjern frá Ricoh 2016 og á eitt ár eftir af samningi við danska félagið. En gerir hann ráð fyrir því að vera áfram hjá Skjern? „Maður heldur öllum möguleikum opnum þangað til maður tekur ákvörðun. Þetta er oft harður heimur og maður veit ekki hvað getur gerst,“ segir Tandri sem spilar aðallega vörnina hjá Skjern. „Maður nýtir þær mínútur sem maður fær. Að sjálfsögðu væri ég til í að spila meira í sókninni. En hérna er ég með það hlutverk að spila vörn og geri það eftir bestu getu.“ Tandri hefur lítið leikið með íslenska landsliðinu undanfarin misseri og hvorki valinn í A- eða B-landsliðið fyrir verkefni þeirra í þessum mánuði.Treystir Guðmundi fyrir valinu „Ég hef ekkert verið í kringum liðið í um eitt og hálft ár. Mér finnst alltaf hálf lélegt þegar menn gera athugasemdir við valið. Þetta er bara val landsliðsþjálfarans. Ég treysti Gumma fullkomlega til að velja besta liðið hverju sinni. Hann hefur reynslu og þekkingu til þess. Það er ekkert annað sem ég get gert en að bæta mig og æfa meira,“ segir Tandri að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Sjá meira
„Þetta er ótrúlegt. Fólk trúir þessu eiginlega ekki enn þá. Fólk missti sig eftir þetta. Það er erfitt að setja þetta í samhengi við eitthvað annað,“ segir Tandri Már Konráðsson, leikmaður danska liðsins Skjern sem er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í handbolta eftir að hafa slegið ungverska stórliðið Veszprém úr leik. Skjern vann fyrri leikinn á sínum heimavelli um þarsíðustu helgi með sjö mörkum, 32-25, og stóð því vel að vígi fyrir seinni leikinn á laugardaginn. Ungverjarnir leiddu allan tímann en náðu aldrei að byggja upp nógu mikið forskot til að ógna Dönunum. „Við jöfnuðum í 24-24 um miðjan seinni hálfleik. Þá fóru þeir að taka sénsa, spila framliggjandi vörn og keyra fram í hraðaupphlaup,“ segir Tandri en Skjern minnkaði muninn í tvö mörk, 30-28, þegar fimm mínútur voru eftir. Þá var björninn unninn. Skjern spilaði frábærlega í fyrri leiknum og hefði getað unnið enn stærri sigur. En sjö marka munur var meira en nokkur þorði að vona.Vanmat hjá Veszprém „Það óraði engan fyrir þessu. Við ætluðum að vinna leikinn en að vinna með sjö mörkum og vera níu mörkum yfir þegar tvær mínútur voru eftir var ótrúlegt. Ég held að þeir hafi vanmetið okkur rosalega. Þetta var lyginni líkast,“ segir Tandri. En hvaða veikleika fundu Danirnir á leik Veszprém? „Þeir eru stórir og þungir og sækja mikið inn á miðjuna. Við spiluðum góða vörn, fengum markvörslu og skoruðum mörg mörk úr hraðaupphlaupum. Það lagði grunninn að sigrinum,“ segir Tandri. Í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar mætir Skjern Nantes frá Frakklandi sem vann hvít-rússneska liðið Meshkov Brest í 16-liða úrslitunum. „Við eigum alveg jafn mikla möguleika í þá og í Veszprém. Menn eru að átta sig á því að við erum bara tveimur leikjum frá úrslitahelginni. Þetta er alveg gerlegt. Fyrir tímabilið var markmiðið að nota Meistaradeildina til að verða betri og njóta þess að spila þar. Svo þróaðist þetta svona. Nú er markmiðið að komast í úrslitahelgina,“ segir Tandri. „Nantes er kannski ekki alveg jafn stórkarlalegt og Veszprém og miklu meira lið. Þegar þú kaupir svona margar stjörnur inn í eitt lið spila menn stundum bara fyrir sjálfa sig.“ Í liði Nantes er m.a. örvhenta markamaskínan frá Makedóníu, Kiril Lazarov, sem Tandri fær væntanlega tækifæri til að kljást við í vörninni. „Þeir eru líka með Spánverjann [Eduardo] Gurbindo og með hrikalega sterkt lið á pappírnum. En núna spilum við fyrri leikinn á útivelli og þann seinni á heimavelli,“ segir Tandri sem er eini íslenski leikmaðurinn sem er eftir í Meistaradeildinni.Stefnan sett á titilinn Skjern gerir það ekki bara gott í Meistaradeildinni heldur varð liðið deildarmeistari heima fyrir á dögunum. Næst tekur við úrslitakeppni átta liða sem er skipt í tvo riðla. Skjern er með ríkjandi meisturum Aalborg, Team Tvis Holstebro og Århus í riðli en tvö efstu liðin komast í undanúrslit. Skjern byrjar með tvö stig í riðlinum vegna árangursins í deildakeppninni. Skjern komst alla leið í úrslit um danska meistaratitilinn í fyrra en laut í lægra haldi fyrir lærisveinum Arons Kristjánssonar í Aalborg. Tandri segir stefnuna setta á að fara alla leið í ár. „Fyrir tímabilið var markmiðið að verða danskir meistarar. Við ætluðum líka að gera betur í bikarkeppninni en það fór sem fór,“ segir Tandri en Skjern féll úr leik fyrir Holstebro í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar. Björgvin Páll Gústavsson hefur samið við Skjern og gengur til liðs við félagið frá Haukum í sumar. Í viðtölum í tengslum við félagaskiptin talaði landsliðsmarkvörðurinn mikið um að Skjern væri fjölskylduvænt félag og það hafi ráðið miklu um að hann ákvað að fara aftur í atvinnumennsku erlendis.Besti vinnustaður í Danmörku „Félagið er með það markmið að gera Skjern að besta vinnustað í Danmörku. Þeir vinna mikið í þessum málum og hlusta á hvað leikmenn hafa að segja,“ segir Tandri. „Skjern er með tvo starfsmenn sem sjá um eiginkonur leikmanna, hvað þær vantar, hvað þarf að græja fyrir börnin o.s.frv. Konurnar hittast á öllum heimaleikjum og félagið býður þeim út að borða. Svo er æfingatíminn mjög hentugur fyrir barnafjölskyldur. Við æfum alltaf klukkan korter í 10 og ef það eru tvær æfingar er sú seinni klukkan tvö. Við erum alltaf búnir fyrir hálf fjögur. En þegar það er mikið leikjaálag eins og núna erum við búnir á hádegi.“ Tandri kom til Skjern frá Ricoh 2016 og á eitt ár eftir af samningi við danska félagið. En gerir hann ráð fyrir því að vera áfram hjá Skjern? „Maður heldur öllum möguleikum opnum þangað til maður tekur ákvörðun. Þetta er oft harður heimur og maður veit ekki hvað getur gerst,“ segir Tandri sem spilar aðallega vörnina hjá Skjern. „Maður nýtir þær mínútur sem maður fær. Að sjálfsögðu væri ég til í að spila meira í sókninni. En hérna er ég með það hlutverk að spila vörn og geri það eftir bestu getu.“ Tandri hefur lítið leikið með íslenska landsliðinu undanfarin misseri og hvorki valinn í A- eða B-landsliðið fyrir verkefni þeirra í þessum mánuði.Treystir Guðmundi fyrir valinu „Ég hef ekkert verið í kringum liðið í um eitt og hálft ár. Mér finnst alltaf hálf lélegt þegar menn gera athugasemdir við valið. Þetta er bara val landsliðsþjálfarans. Ég treysti Gumma fullkomlega til að velja besta liðið hverju sinni. Hann hefur reynslu og þekkingu til þess. Það er ekkert annað sem ég get gert en að bæta mig og æfa meira,“ segir Tandri að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Sjá meira