Frábært færi í brekkunum um páskana Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. apríl 2018 13:02 Ætla mætti að flestir þeir sem ekki héldu erlendis um páskana hafi farið á skíði. Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður hefur sett svip sinn á Ísafjörð um helgina og man Hlynur Kristinsson, forstöðumaður Skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar, ekki eftir betri aðsókn. „Stærsti dagurinn var í gær hingað til og það voru svona hátt í 1.700 manns hérna í gær þannig það er bara sprengja fyrir okkur. Þetta er stærsti dagurinn á þessu ári og allavega stærsti dagurinn síðan ég byrjaði hérna fyrir fimm árum síðan,“ segir Hlynur í samtali við fréttastofu. Hann segir skíðafærið frábært í dag. „Það er bara frost og heiðskírt og sól þannig þetta er eiginlega bara eins og við viljum hafa það.“ Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður í Hlíðarfjalli, segir þetta stærstu helgi ársins í fjallinu „Þetta hefur verið svona milli tvö og þrjú þúsund manns á hverjum degi. Svo er náttúrulega það sem öllu máli skiptir að þetta hefur gengið slysalaust fyrir sig,“ segir Guðmundur Karl. Hann segir veðrið hafa leikið við gesti um helgina og er útlit fyrir áframhaldandi blíðviðri í dag. „Bara frábært færi og varla ský á lofti og fólk er strax farið að streyma hérna og miðað við síðustu tvo daga þá verður þetta stærsti dagurinn.“Allt betra en að hanga heima Þetta hafa einnig verið með stærstu dögum ársins í Bláfjöllum að sögn Einars Bjarnasonar, rekstrarstjóri Bláfjalla. „Ég myndi giska að við hefðum verið með svona þrjú til fjögur þúsund manns hérna flesta dagana á síðustu dögum. Dagurinn í gær er líklega einn af stærstu dögum ársins hjá okkur." Einhver snjókoma hefur verið í Bláfjöllum í morgun en bjartara er í Skálafelli. Einar segir færið ágætt. „Þetta lítur bara ágætlega vel út og það er ekkert að þessu veðri. Það er nú allt betra en að hanga bara heima.“ Skíðasvæði Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira
Ætla mætti að flestir þeir sem ekki héldu erlendis um páskana hafi farið á skíði. Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður hefur sett svip sinn á Ísafjörð um helgina og man Hlynur Kristinsson, forstöðumaður Skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar, ekki eftir betri aðsókn. „Stærsti dagurinn var í gær hingað til og það voru svona hátt í 1.700 manns hérna í gær þannig það er bara sprengja fyrir okkur. Þetta er stærsti dagurinn á þessu ári og allavega stærsti dagurinn síðan ég byrjaði hérna fyrir fimm árum síðan,“ segir Hlynur í samtali við fréttastofu. Hann segir skíðafærið frábært í dag. „Það er bara frost og heiðskírt og sól þannig þetta er eiginlega bara eins og við viljum hafa það.“ Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður í Hlíðarfjalli, segir þetta stærstu helgi ársins í fjallinu „Þetta hefur verið svona milli tvö og þrjú þúsund manns á hverjum degi. Svo er náttúrulega það sem öllu máli skiptir að þetta hefur gengið slysalaust fyrir sig,“ segir Guðmundur Karl. Hann segir veðrið hafa leikið við gesti um helgina og er útlit fyrir áframhaldandi blíðviðri í dag. „Bara frábært færi og varla ský á lofti og fólk er strax farið að streyma hérna og miðað við síðustu tvo daga þá verður þetta stærsti dagurinn.“Allt betra en að hanga heima Þetta hafa einnig verið með stærstu dögum ársins í Bláfjöllum að sögn Einars Bjarnasonar, rekstrarstjóri Bláfjalla. „Ég myndi giska að við hefðum verið með svona þrjú til fjögur þúsund manns hérna flesta dagana á síðustu dögum. Dagurinn í gær er líklega einn af stærstu dögum ársins hjá okkur." Einhver snjókoma hefur verið í Bláfjöllum í morgun en bjartara er í Skálafelli. Einar segir færið ágætt. „Þetta lítur bara ágætlega vel út og það er ekkert að þessu veðri. Það er nú allt betra en að hanga bara heima.“
Skíðasvæði Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira