Þjóðferjusiglingar til eyja við landið Karl Gauti Hjaltason skrifar 19. apríl 2018 07:00 Fyrir páska lagði ég fram frumvarp á Alþingi um þjóðferjuleiðir, þar sem ferjuleiðir eru skilgreindar til jafns við þjóðvegi landsins. Upphaf þessa máls er að Vestmannaeyingar hafa lengi kvartað yfir samgöngumálum sínum og fundist einkennilegt að þeirra „þjóðvegur“ fái ekki sömu þjónustu og aðrir þjóðvegir um landið. Brugðist er seinna við ef þessar leiðir lokast vegna bilana, ófærðar eða sandburðar og ekki síður á þetta við um gjaldtökuna, sem er oftast mun hærri en það kostar að aka samsvarandi vegarkafla á þjóðvegum landsins. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir breytingu á vegalögum sem tekur til siglinga til byggðra eyja við landið. Þannig eru þessar leiðir sérstaklega skilgreindar og gert ráð fyrir að Vegagerðin haldi þeim opnum samkvæmt fyrir fram skilgreindum viðmiðum. Hér við land ætti þetta nýja frumvarp að koma íbúum á a.m.k. fjórum eyjum til góða. Fyrst ber að nefna Vestmannaeyjar þar sem búa yfir 4.000 manns og er löngu kominn tími til að samgöngur þangað fái ákveðinn sess í vegalögum, þar sem þær hafa hingað til verið hálfgert olnbogabarn. Frumvarpið kemur þó íbúum víðar við samanber Grímsey úti fyrir Eyjafirði, Hrísey í Eyjafirði og jafnframt falla hér undir siglingar til Flateyjar á Breiðafirði. Markmið frumvarpsins er að ákveðnar ferjuleiðir falli undir skilgreiningu vegalaga á þjóðvegi vegna sérstöðu sinnar. Lagt er til að þjóðferjuleiðum verði bætt við skilgreiningu vegalaga á þjóðvegum. Undir þessa nýju skilgreiningu falla þá ferjuleiðir sem tengja byggðar eyjar við vegakerfi landsins. Síðan kemur skilgreining á því að í samgönguáætlun skuli ákveða fjárveitingu vegna kostnaðar við ferjur sem þjónusta þjóðferjuleiðir, til flutnings á fólki og bifreiðum. Hér er nýtt hugtak, þjóðferjuleið, sem er þá á sama hátt og þjóðvegur leið til og frá byggðri eyju upp á meginlandið. Tekið er mið af niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis frá 2007, þar sem hann komst að þeirri eindregnu niðurstöðu að ferjur yrðu ekki skilgreindar sem þjóðvegir, þrátt fyrir að Herjólfur hefði hlutverk sem væri að nokkru marki eðlislíkt því hlutverki sem vegir hefðu almennt í samgöngum hér á landi. Því er mikilvægt að ráða bót á þessum ágalla hvað samgöngur til byggðra eyja hér við land áhrærir og skylda þannig ríkisvaldið til að standa að rekstri á ferjum á skilgreindum þjóðferjuleiðum í vegalögum. Vonir standa til þess að frumvarpið fái þinglega meðferð sem allra fyrst og það hljóti víðtækan stuðning, ekki síst meðal þingmanna þeirra kjördæma sem málið helst varðar, sem eru auk Suðurkjördæmis, Norðvesturkjördæmi og Norðausturkjördæmi.Höfundur er þingmaður Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir páska lagði ég fram frumvarp á Alþingi um þjóðferjuleiðir, þar sem ferjuleiðir eru skilgreindar til jafns við þjóðvegi landsins. Upphaf þessa máls er að Vestmannaeyingar hafa lengi kvartað yfir samgöngumálum sínum og fundist einkennilegt að þeirra „þjóðvegur“ fái ekki sömu þjónustu og aðrir þjóðvegir um landið. Brugðist er seinna við ef þessar leiðir lokast vegna bilana, ófærðar eða sandburðar og ekki síður á þetta við um gjaldtökuna, sem er oftast mun hærri en það kostar að aka samsvarandi vegarkafla á þjóðvegum landsins. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir breytingu á vegalögum sem tekur til siglinga til byggðra eyja við landið. Þannig eru þessar leiðir sérstaklega skilgreindar og gert ráð fyrir að Vegagerðin haldi þeim opnum samkvæmt fyrir fram skilgreindum viðmiðum. Hér við land ætti þetta nýja frumvarp að koma íbúum á a.m.k. fjórum eyjum til góða. Fyrst ber að nefna Vestmannaeyjar þar sem búa yfir 4.000 manns og er löngu kominn tími til að samgöngur þangað fái ákveðinn sess í vegalögum, þar sem þær hafa hingað til verið hálfgert olnbogabarn. Frumvarpið kemur þó íbúum víðar við samanber Grímsey úti fyrir Eyjafirði, Hrísey í Eyjafirði og jafnframt falla hér undir siglingar til Flateyjar á Breiðafirði. Markmið frumvarpsins er að ákveðnar ferjuleiðir falli undir skilgreiningu vegalaga á þjóðvegi vegna sérstöðu sinnar. Lagt er til að þjóðferjuleiðum verði bætt við skilgreiningu vegalaga á þjóðvegum. Undir þessa nýju skilgreiningu falla þá ferjuleiðir sem tengja byggðar eyjar við vegakerfi landsins. Síðan kemur skilgreining á því að í samgönguáætlun skuli ákveða fjárveitingu vegna kostnaðar við ferjur sem þjónusta þjóðferjuleiðir, til flutnings á fólki og bifreiðum. Hér er nýtt hugtak, þjóðferjuleið, sem er þá á sama hátt og þjóðvegur leið til og frá byggðri eyju upp á meginlandið. Tekið er mið af niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis frá 2007, þar sem hann komst að þeirri eindregnu niðurstöðu að ferjur yrðu ekki skilgreindar sem þjóðvegir, þrátt fyrir að Herjólfur hefði hlutverk sem væri að nokkru marki eðlislíkt því hlutverki sem vegir hefðu almennt í samgöngum hér á landi. Því er mikilvægt að ráða bót á þessum ágalla hvað samgöngur til byggðra eyja hér við land áhrærir og skylda þannig ríkisvaldið til að standa að rekstri á ferjum á skilgreindum þjóðferjuleiðum í vegalögum. Vonir standa til þess að frumvarpið fái þinglega meðferð sem allra fyrst og það hljóti víðtækan stuðning, ekki síst meðal þingmanna þeirra kjördæma sem málið helst varðar, sem eru auk Suðurkjördæmis, Norðvesturkjördæmi og Norðausturkjördæmi.Höfundur er þingmaður Flokks fólksins
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar