Jessica Biel segir Íslandsheimsóknina vera besta ferðalag lífs síns Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. apríl 2018 07:24 Hjónin Justin Timberlake og Jessica Biel heimsóttu Ísland fyrir um ári síðan. Vísir/AFP Leikkonan Jessica Biel segir að Íslandsheimsókn hennar og eignmannsins Justin Timberlake á síðasta ári sé besta ferðalag sem hún hafi nokkurn tímann farið í. Stjörnuparið sótti Ísland heim um mánaðamótin apríl-maí í fyrra og tóku sér margt fyrir hendur. Til að mynda litu þau á náttúruperlur á Suðurlandi, svömluðu í náttúrulaug og litu svo við í Bakarameistaranum í Suðurveri. „Þau komu þarna snemma morguns þegar eiginlega enginn var á staðnum. Þau fengu sér beikonbræðing og aspasstykki og drukku kaffi og Trópí með,“ sagði Magnús Ingi Kjartansson, sem afgreiddi parið, um málið á sínum tíma.Ætla má að bakaríismaturinn hafi verið framúrskarandi því í samtali við ferðatímaritið Travel and Leisure stendur heimshornaflakkarinn Jessica Biel ekki á svörum þegar hún er spurð hvar hún hafi tekið besta fríið sitt. „Íslandi. Ég skemmti mér svo ótrúlega vel, aðallega vegna þess hversu ævintýrlegt landið er,“ segir Biel. Hún segir jafnframt að Ísland sé hinn fullkomni áfangastaður fyrir hana, þar sem henni finnist bæði gaman að slaka á sem og að lenda í ævintýrum á ferðalögum sínum. Ísland uppfylli báðar þessar kröfur - ásamt því að bjóða upp á „mjög þægilega gistingu,“ eins og hún orðar það, en þau hjónin gistu á Suðurlandi. Þá segist hún jafnframt hafa reitt sig á aðstoð ferðaskipuleggjanda þegar hún ákvað að koma til Íslands, einfaldlega vegna þess að hún vissi ekkert um áfangastaðinn sinn. Alls vörðu Biel og Timberlake sex dögum á Íslandi og reyndu þau að nýta tímann til að hlaða rafhlöðurnar fyrir þétta dagskrá þeirra á síðastliðnu ári.Viðtalið við Jessicu Biel má nálgast hér. Íslandsvinir Tengdar fréttir Justin Timberlake staddur á Íslandi Dvelur á Suðurlandi. 30. apríl 2017 20:45 Justin Timberlake og Jessica Biel snæddu í Bakarameistaranum Stjörnuparið Justin Timberlake og Jessica Biel eru stödd á Íslandi um þessar mundir en í gær komu þau við í Bakarameistaranum í Suðurveri og fengu sér að borða. 1. maí 2017 14:24 Timberlake og Biel svamla um í íslenskri náttúrulaug Jessica Biel birti í gær fyrstu myndina úr heimsókn hennar og Justin Timberlake til Íslands. 6. maí 2017 11:39 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ Sjá meira
Leikkonan Jessica Biel segir að Íslandsheimsókn hennar og eignmannsins Justin Timberlake á síðasta ári sé besta ferðalag sem hún hafi nokkurn tímann farið í. Stjörnuparið sótti Ísland heim um mánaðamótin apríl-maí í fyrra og tóku sér margt fyrir hendur. Til að mynda litu þau á náttúruperlur á Suðurlandi, svömluðu í náttúrulaug og litu svo við í Bakarameistaranum í Suðurveri. „Þau komu þarna snemma morguns þegar eiginlega enginn var á staðnum. Þau fengu sér beikonbræðing og aspasstykki og drukku kaffi og Trópí með,“ sagði Magnús Ingi Kjartansson, sem afgreiddi parið, um málið á sínum tíma.Ætla má að bakaríismaturinn hafi verið framúrskarandi því í samtali við ferðatímaritið Travel and Leisure stendur heimshornaflakkarinn Jessica Biel ekki á svörum þegar hún er spurð hvar hún hafi tekið besta fríið sitt. „Íslandi. Ég skemmti mér svo ótrúlega vel, aðallega vegna þess hversu ævintýrlegt landið er,“ segir Biel. Hún segir jafnframt að Ísland sé hinn fullkomni áfangastaður fyrir hana, þar sem henni finnist bæði gaman að slaka á sem og að lenda í ævintýrum á ferðalögum sínum. Ísland uppfylli báðar þessar kröfur - ásamt því að bjóða upp á „mjög þægilega gistingu,“ eins og hún orðar það, en þau hjónin gistu á Suðurlandi. Þá segist hún jafnframt hafa reitt sig á aðstoð ferðaskipuleggjanda þegar hún ákvað að koma til Íslands, einfaldlega vegna þess að hún vissi ekkert um áfangastaðinn sinn. Alls vörðu Biel og Timberlake sex dögum á Íslandi og reyndu þau að nýta tímann til að hlaða rafhlöðurnar fyrir þétta dagskrá þeirra á síðastliðnu ári.Viðtalið við Jessicu Biel má nálgast hér.
Íslandsvinir Tengdar fréttir Justin Timberlake staddur á Íslandi Dvelur á Suðurlandi. 30. apríl 2017 20:45 Justin Timberlake og Jessica Biel snæddu í Bakarameistaranum Stjörnuparið Justin Timberlake og Jessica Biel eru stödd á Íslandi um þessar mundir en í gær komu þau við í Bakarameistaranum í Suðurveri og fengu sér að borða. 1. maí 2017 14:24 Timberlake og Biel svamla um í íslenskri náttúrulaug Jessica Biel birti í gær fyrstu myndina úr heimsókn hennar og Justin Timberlake til Íslands. 6. maí 2017 11:39 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ Sjá meira
Justin Timberlake og Jessica Biel snæddu í Bakarameistaranum Stjörnuparið Justin Timberlake og Jessica Biel eru stödd á Íslandi um þessar mundir en í gær komu þau við í Bakarameistaranum í Suðurveri og fengu sér að borða. 1. maí 2017 14:24
Timberlake og Biel svamla um í íslenskri náttúrulaug Jessica Biel birti í gær fyrstu myndina úr heimsókn hennar og Justin Timberlake til Íslands. 6. maí 2017 11:39