Nýr verjandi Thomasar Møller segir málið líklega bíða til hausts Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 17. apríl 2018 06:00 Thomas var dæmdur í 19 ára fangelsi í héraði. Vísir/Anton Mál Thomasar Møller Olsen fer að öllum líkindum ekki fyrir Landsrétt fyrr en í haust. Enn er beðið matsskýrslu sem óskað var eftir til að meta hvar líkama Birnu var komið fyrir í sjó. „Skýrslan átti að vera tilbúin í byrjun apríl en er ekki komin. Svo höfum við frest til 2. maí til að skila greinargerð í málinu og svo á ákæruvaldið eftir að skila greinargerð og réttargæslumenn þannig að mér finnst nú ólíklegt að þetta verði fyrr en eftir réttarhlé,“ segir Björgvin Jónsson hæstaréttarlögmaður. Thomas óskaði nýverið eftir að Björgvin yrði skipaður verjandi hans í stað Páls Rúnars Kristjánssonar sem verið hefur verjandi Thomasar frá því hann var handtekinn í janúar á síðasta ári vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur. Samkvæmt upplýsingum frá Landsrétti fer það eftir umfangi málsins hvort málflutningur getur farið fram fyrir réttarhlé og ekki sé unnt að taka afstöðu til þess fyrr en greinargerðum hefur verið skilað. Venju samkvæmt er réttarhlé í júlí og ágúst. Þótt kveðinn hafi verið upp dómur yfir Thomasi í héraði hefur hann ekki enn hafið afplánun heldur situr hann í gæsluvarðhaldi þar til endanlegur dómur hefur verið kveðinn upp í málinu. Vegna lagaáskilnaðar um að mál séu dæmd án ástæðulauss dráttar, sér í lagi ef menn sem bíða dóms sitja í gæsluvarðhaldi, eru áhöld um hvort það samræmist stjórnarskrá og ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu að fresta málflutningi vegna sumarleyfa. Birna Brjánsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Mál Møller Olsens fer fyrir Landsrétt Þetta staðfestir embætti Héraðssaksóknara við grænlenska ríkissjónvarpið KNR. 31. október 2017 06:00 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Mál Thomasar Møller Olsen fer að öllum líkindum ekki fyrir Landsrétt fyrr en í haust. Enn er beðið matsskýrslu sem óskað var eftir til að meta hvar líkama Birnu var komið fyrir í sjó. „Skýrslan átti að vera tilbúin í byrjun apríl en er ekki komin. Svo höfum við frest til 2. maí til að skila greinargerð í málinu og svo á ákæruvaldið eftir að skila greinargerð og réttargæslumenn þannig að mér finnst nú ólíklegt að þetta verði fyrr en eftir réttarhlé,“ segir Björgvin Jónsson hæstaréttarlögmaður. Thomas óskaði nýverið eftir að Björgvin yrði skipaður verjandi hans í stað Páls Rúnars Kristjánssonar sem verið hefur verjandi Thomasar frá því hann var handtekinn í janúar á síðasta ári vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur. Samkvæmt upplýsingum frá Landsrétti fer það eftir umfangi málsins hvort málflutningur getur farið fram fyrir réttarhlé og ekki sé unnt að taka afstöðu til þess fyrr en greinargerðum hefur verið skilað. Venju samkvæmt er réttarhlé í júlí og ágúst. Þótt kveðinn hafi verið upp dómur yfir Thomasi í héraði hefur hann ekki enn hafið afplánun heldur situr hann í gæsluvarðhaldi þar til endanlegur dómur hefur verið kveðinn upp í málinu. Vegna lagaáskilnaðar um að mál séu dæmd án ástæðulauss dráttar, sér í lagi ef menn sem bíða dóms sitja í gæsluvarðhaldi, eru áhöld um hvort það samræmist stjórnarskrá og ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu að fresta málflutningi vegna sumarleyfa.
Birna Brjánsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Mál Møller Olsens fer fyrir Landsrétt Þetta staðfestir embætti Héraðssaksóknara við grænlenska ríkissjónvarpið KNR. 31. október 2017 06:00 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Mál Møller Olsens fer fyrir Landsrétt Þetta staðfestir embætti Héraðssaksóknara við grænlenska ríkissjónvarpið KNR. 31. október 2017 06:00
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent