Rótgrónir Álftnesingar vilja brúa Skerjafjörð Kristján Már Unnarsson skrifar 16. apríl 2018 22:15 Svona er brú yfir Skerjafjörð sýnd í stuttmynd Björns Jóns Bragasonar um Skerjabraut. Grafík/Úr mynd um Skerjabraut. Rótgrónir Álftnesingar eru jákvæðir fyrir því að fá brú yfir Skerjafjörð. Tenging yfir fjörðinn gæti stytt aksturstímann úr miðborg Reykjavíkur yfir á Álftanes úr tuttugu mínútum niður í fimm mínútur. Fjallað var um þetta í fréttum Stöðvar 2. Brú yfir Skerjafjörð til að tengja Álftanes við miðborg Reykjavíkur hefur af og til verið reifuð opinberlega undanfarna áratugi meðal skipulagsfræðinga og áhugamanna um skipulagsmál, og í fyrra gerði Björn Jón Bragason stuttmynd um hugmyndina með grafískum myndum. Loftlínan úr miðborg Reykjavíkur út á Álftanes er ekki nema um þrír kílómetrar, - helmingi styttri en loftlínan úr miðborginni út að Elliðaám. Tenging yfir Skerjafjörð þykir því freistandi kostur.María Sveinsdóttir á Jörfa býr næst þeim stað þar sem hugmyndir eru um að leggja Skerjafjarðarbrautina.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Tvær fjölskyldur á Álftanesi eiga rætur þar langt aftur í aldir, að sögn Önnu Ólafsdóttur Björnsson, söguritara þeirra Álftnesinga. Önnur ættin er kennd við Breiðabólsstaði og hin við Gestshús. María Sveinsdóttir á Jörfa er ættuð frá Breiðabólsstöðum. Vill hún fá veg yfir Skerjafjörð? „Mér finnst það þurfa. Mér finnst þetta allt of þröngt og lokað, - bara einn útgangur af Álftanesi. Og mér finnst það bara fyrir Reykjavík líka,“ svarar María. Einar Ólafsson í Gestshúsum er af hinni ættinni og hann styður einnig brú.Einar Ólafsson, útvegsbóndi í Gestshúsum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Já, ég vil það fyrir mína parta. Ég held það hljóti allir að vilja það. Við sjáum umferðina bara kvölds og morgna,“ svarar Einar. Við spurðum einnig Önnu Ólafsdóttur Björnsson hvað hún héldi um afstöðu íbúa Álftaness: „Það er afskaplega misjafnt eftir fólki. Ég verð að viðurkenna það að ég er alltaf skotnust í hugmyndinni um að fá ferju yfir Skerjafjörðinn. Það er minn draumur, algerlega. Litla, óáreitna, góða ferju,“ svarar Anna. Anna Ólafsdóttir Björnsson, sagnfræðingur og fyrrverandi alþingismaður.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En óttast Álftnesingar að brú myndi þýða tugþúsunda manna byggð? „Nei, það þarf ekkert endilega að vera, þó að brautin færi hér einhversstaðar fyrir austan okkur,“ svarar Einar í Gestshúsum. „Það er hægt að þétta hérna. Það er nóg pláss,“ svarar María og bendir á allt óbyggða svæðið í kringum sig. María býr raunar næst þeim stað þar sem vegurinn myndi að líkindum ná landi á Álftanesi. „Það hlýtur að verða meiri byggð hérna. Einhvern veginn sé ég það fyrir mér. Þessi vegur kemur yfir eyrina hérna. Þið sjáið hvað þetta er stórt og mikið svæði. Að leggja veg hérna yfir, það er ekki verið að eyðileggja neitt. Það eru engin hús komin hér. Það er pláss fyrir þetta,“ segir María. Fjallað var um Álftanes í þættinum „Um land allt" í kvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um Skerjafjarðarbrú: Garðabær Reykjavík Skipulag Um land allt Tengdar fréttir Konurnar á Álftanesi höfðu hver sinn Kana Stríðsminjar úr síðari heimstyrjöld má enn sjá á Álftanesi en þar var fjölmenn herstöð sem hafði það meginhlutverk að verja Reykjavíkurflugvöll gegn árásum þýskra flugvéla. 14. apríl 2018 22:30 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Rótgrónir Álftnesingar eru jákvæðir fyrir því að fá brú yfir Skerjafjörð. Tenging yfir fjörðinn gæti stytt aksturstímann úr miðborg Reykjavíkur yfir á Álftanes úr tuttugu mínútum niður í fimm mínútur. Fjallað var um þetta í fréttum Stöðvar 2. Brú yfir Skerjafjörð til að tengja Álftanes við miðborg Reykjavíkur hefur af og til verið reifuð opinberlega undanfarna áratugi meðal skipulagsfræðinga og áhugamanna um skipulagsmál, og í fyrra gerði Björn Jón Bragason stuttmynd um hugmyndina með grafískum myndum. Loftlínan úr miðborg Reykjavíkur út á Álftanes er ekki nema um þrír kílómetrar, - helmingi styttri en loftlínan úr miðborginni út að Elliðaám. Tenging yfir Skerjafjörð þykir því freistandi kostur.María Sveinsdóttir á Jörfa býr næst þeim stað þar sem hugmyndir eru um að leggja Skerjafjarðarbrautina.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Tvær fjölskyldur á Álftanesi eiga rætur þar langt aftur í aldir, að sögn Önnu Ólafsdóttur Björnsson, söguritara þeirra Álftnesinga. Önnur ættin er kennd við Breiðabólsstaði og hin við Gestshús. María Sveinsdóttir á Jörfa er ættuð frá Breiðabólsstöðum. Vill hún fá veg yfir Skerjafjörð? „Mér finnst það þurfa. Mér finnst þetta allt of þröngt og lokað, - bara einn útgangur af Álftanesi. Og mér finnst það bara fyrir Reykjavík líka,“ svarar María. Einar Ólafsson í Gestshúsum er af hinni ættinni og hann styður einnig brú.Einar Ólafsson, útvegsbóndi í Gestshúsum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Já, ég vil það fyrir mína parta. Ég held það hljóti allir að vilja það. Við sjáum umferðina bara kvölds og morgna,“ svarar Einar. Við spurðum einnig Önnu Ólafsdóttur Björnsson hvað hún héldi um afstöðu íbúa Álftaness: „Það er afskaplega misjafnt eftir fólki. Ég verð að viðurkenna það að ég er alltaf skotnust í hugmyndinni um að fá ferju yfir Skerjafjörðinn. Það er minn draumur, algerlega. Litla, óáreitna, góða ferju,“ svarar Anna. Anna Ólafsdóttir Björnsson, sagnfræðingur og fyrrverandi alþingismaður.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En óttast Álftnesingar að brú myndi þýða tugþúsunda manna byggð? „Nei, það þarf ekkert endilega að vera, þó að brautin færi hér einhversstaðar fyrir austan okkur,“ svarar Einar í Gestshúsum. „Það er hægt að þétta hérna. Það er nóg pláss,“ svarar María og bendir á allt óbyggða svæðið í kringum sig. María býr raunar næst þeim stað þar sem vegurinn myndi að líkindum ná landi á Álftanesi. „Það hlýtur að verða meiri byggð hérna. Einhvern veginn sé ég það fyrir mér. Þessi vegur kemur yfir eyrina hérna. Þið sjáið hvað þetta er stórt og mikið svæði. Að leggja veg hérna yfir, það er ekki verið að eyðileggja neitt. Það eru engin hús komin hér. Það er pláss fyrir þetta,“ segir María. Fjallað var um Álftanes í þættinum „Um land allt" í kvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um Skerjafjarðarbrú:
Garðabær Reykjavík Skipulag Um land allt Tengdar fréttir Konurnar á Álftanesi höfðu hver sinn Kana Stríðsminjar úr síðari heimstyrjöld má enn sjá á Álftanesi en þar var fjölmenn herstöð sem hafði það meginhlutverk að verja Reykjavíkurflugvöll gegn árásum þýskra flugvéla. 14. apríl 2018 22:30 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Konurnar á Álftanesi höfðu hver sinn Kana Stríðsminjar úr síðari heimstyrjöld má enn sjá á Álftanesi en þar var fjölmenn herstöð sem hafði það meginhlutverk að verja Reykjavíkurflugvöll gegn árásum þýskra flugvéla. 14. apríl 2018 22:30