Landlæknir vill gögn um frestanir aðgerða Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. apríl 2018 20:00 Landlæknir segir brýnt að bregðast við endurteknum frestunum á stórum aðgerðum og hefur kallað eftir ítarlegum gögnum frá Landspítalanum um ástæður frestana. Hún telur þarfast að efla mönnun og segir unnið að breytingum á vinnuskipulagi hjúkrunarfræðinga í þeim tilgangi. Læknaráð Landspítalans lýsti í síðustu viku yfir miklum áhyggjum af viðvarandi skorti á legurýmum á gjörgæsludeildum spítalans og ítrekuðum frestunum stærri aðgerða vegna þess. Í fyrra þurfti að fresta 56% allra hjartaaðgerða og eru dæmi um að sömu aðgerðinni hafi verið frestað fimm sinnum. Landlæknir hefur nú kallað eftir gögnum og verður unnið að aðgerðum samkvæmt þeim. „Það er hversu margir eru að bíða og hversu lengi þeir hafa beðið. Og síðan líka nánar um þessar frestanir; hversu margar þær voru árið 2017 og síðan það sem af er þessu ári," segir Alma D. Möller landlæknir. Hún telur brýnast að efla mönnun til þess að hægt sé að taka á móti fólki á legudeildum. „Það er verkefni í gangi hjá Landspítala sem stuðlar að því að gera vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga betra og þá einnig á gjörgæslunni og vonir eru bundnar við að það skili árangri," segir Alma. „Það er verið að breyta vinnuskipulagi og ýmislegu í vinnutilhögun hjúkrunarfræðinga." Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans hefur bent á að spítalinn ráði illa við mikla fjölgun ferðamanna sem áttu 17% legudaga á síðasta ári. Landlæknir segir að þetta þurfi að skoða. „Varðandi fjölgun útlendinga þarf að grípa til margvíslegra forvarna eins og forstjóri Landspítlans hefur bent á." Heilbrigðismál Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Sjá meira
Landlæknir segir brýnt að bregðast við endurteknum frestunum á stórum aðgerðum og hefur kallað eftir ítarlegum gögnum frá Landspítalanum um ástæður frestana. Hún telur þarfast að efla mönnun og segir unnið að breytingum á vinnuskipulagi hjúkrunarfræðinga í þeim tilgangi. Læknaráð Landspítalans lýsti í síðustu viku yfir miklum áhyggjum af viðvarandi skorti á legurýmum á gjörgæsludeildum spítalans og ítrekuðum frestunum stærri aðgerða vegna þess. Í fyrra þurfti að fresta 56% allra hjartaaðgerða og eru dæmi um að sömu aðgerðinni hafi verið frestað fimm sinnum. Landlæknir hefur nú kallað eftir gögnum og verður unnið að aðgerðum samkvæmt þeim. „Það er hversu margir eru að bíða og hversu lengi þeir hafa beðið. Og síðan líka nánar um þessar frestanir; hversu margar þær voru árið 2017 og síðan það sem af er þessu ári," segir Alma D. Möller landlæknir. Hún telur brýnast að efla mönnun til þess að hægt sé að taka á móti fólki á legudeildum. „Það er verkefni í gangi hjá Landspítala sem stuðlar að því að gera vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga betra og þá einnig á gjörgæslunni og vonir eru bundnar við að það skili árangri," segir Alma. „Það er verið að breyta vinnuskipulagi og ýmislegu í vinnutilhögun hjúkrunarfræðinga." Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans hefur bent á að spítalinn ráði illa við mikla fjölgun ferðamanna sem áttu 17% legudaga á síðasta ári. Landlæknir segir að þetta þurfi að skoða. „Varðandi fjölgun útlendinga þarf að grípa til margvíslegra forvarna eins og forstjóri Landspítlans hefur bent á."
Heilbrigðismál Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Sjá meira