Flokkar eru til óþurftar Guðmundur Steingrímsson skrifar 16. apríl 2018 07:00 Einu sinni var veröldin þannig að það fól í sér mjög sterka pólitíska afstöðu að ákveða á hvaða bensínstöð ætti að stoppa á leið um Hvalfjörð. Ef maður stoppaði í Botnsskála var maður fylgismaður Sjálfstæðisflokksins. Ef maður stoppaði á Þyrli var maður hliðhollur Framsóknarflokknum. Ef maður keypti bensínið á Ferstiklu var maður kommúnisti. Á fleiri sviðum fól daglegt hátterni í sér pólitíska afstöðu. Það skipti vitaskuld máli hvaða dagblöð fólk las. Víða skipti máli í hvaða bakaríi fólk keypti sætabrauð. Ekki tóku sjallar í mál að borða kommasnúð eða öfugt. Hveitið var pólitískt. Lífið hlýtur að hafa verið erfitt fyrir óákveðna, sem svitnuðu ábyggilega mjög á efri vör á degi hverjum við að taka réttar pólitískar innkaupaákvarðanir.Breytt veröld Nú hefur veröldin breyst. Það eru komin göng undir Hvalfjörð og bensínstöðvarnar þar mega muna sinn fífil fegurri. Ég held að ákaflega fáir spái í flokkapólitíska merkingu hveitis eða dísilolíu. Pólitík er auðvitað samt víða, sumir fjölmiðlar eru pólitískari en aðrir og viðskiptalífið eins og það er. Hallar til hægri. Ég held að mér sé óhætt að segja að veröldin hafa í öllu falli breyst þannig að ef ung manneskja myndi taka ákvarðanir um innkaup hinna hversdagslegu hluta á grundvelli hollustu við stjórnmálaflokk yrði hún álitin spes. Staðreyndin er þessi: Stjórnmálaflokkar skiptu þjóðinni í fylkingar einu sinni. Þeir skipta fáum í fylkingar núna. Þeir eru tímaskekkja. Upplýsingar flæða yfir mann og möguleikinn til að setja sig inn í einstök mál er orðinn svo ævintýralega miklu meiri. Möguleikinn til að kynnast sjónarmiðum einstaklinga er orðinn miklu meiri. Stjórnmálaflokkar, oft með sína löngu sögu, með sína svörtu sauði og dökku hliðar, flækjast fyrir þeirri löngun manns að fá að taka afstöðu á beinan og upplýstan hátt til manna og málefna. Eitt grín, einn hlátur Ímyndum okkur að grínistar væru með svona flokka. „Hlæið til framtíðar með Mið-Íslandi!“ „Steypustöðin er rétta grínið fyrir þig!“ Sjáið Ara Eldjárn! Ekki fíla Steinda! Vissulega getur smekkur fólks verið mismunandi en hvers vegna í ósköpunum skyldi maður hafa svo ákveðnar skoðanir á gríni að maður gengi í sérstakan grínflokk, styddi hann og neitaði að hlæja að öðru? Hvers vegna ekki að njóta allra litanna? Er ekki Anna Svava fyndin líka, Pétur Jóhann, Tvíhöfði, Lolla og Sarah Silverman? Ég á í mjög miklum erfiðleikum með að sætta mig við það, að þegar kemur að grunngerð samfélagsins, skoðunum á því hvað þurfi að gera og hvernig eigi að gera það, gildi önnur lögmál en annars staðar í lífinu. Má ekki læka margt? Tilvist stjórnmálaflokka setur kjósendum óeðlilega afarkosti. Þeir njörva kjósendur niður í hólf sem eiga sér litla samsvörun í raunveruleikanum. Enda fer stuðningur við stjórnmálaflokka þverrandi. Stærsta bylting stjórnmálanna á undanförnum árum felst í hverfandi hollustu við flokka. Langflestir kjósendur ákveða sig rétt áður en þeir fara í kjörklefann. Í komandi kosningum í Reykjavík ætla vel á annan tug flokka að bjóða fram lista. Fullt af fólki vill gefa sig að sveitarstjórnarmálum. Löggjafarvaldið átti ekki í vandræðum með að taka ákvörðun um að fjölga sveitarstjórnarfulltrúum um heilan helling. Besta gjöfin til kjósenda væri þó sú að gefa kjósendum frelsi til að velja úr öllum þessum hópum þá einstaklinga sem þeir treysta best. Svo vinna þeir saman. Hin feiga hönd Ég get borið vitni um það að auk þess að vera hamlandi og óeðlilegir, með hliðsjón af nútímasamfélagi, eru flokkar líka til hreinnar óþurftar að öðru leyti: Í þeim öllum ríkir andrúmsloft óbærilegra leiðinda. Flokkar drepa allt þokkalegt fólk úr leiðindum. Það er bara tímaspursmál. Hin kæfandi krafa um að kyngja eigin lífsviðhorfum í þágu flokkshollustu verður smám saman óbærileg, um að ganga í takt við alls konar fólk sem manni líkar jafnvel illa við, um að brosa framan í heiminn þótt flestir viti að til þess séu fáar ástæður. Að vera einhver allt annar en maður er. Þannig gera flokkar. Nú síðast hefur Björt framtíð orðið leiðindunum að bráð. Sá flokkur var stofnaður í þeirri von að hægt væri að skapa stjórnmálaflokk sem væri meira eins og opinn, afslappaður vettvangur, laus við þrúgandi kröfur, byggður á löngun fólks til að þjóna samfélagi sínu á heilbrigðan og óþvingaðan hátt. Það tók nokkur ár fyrir leiðindin – illgirni, deilur og ríg – að vinna fullnaðarsigur yfir fögrum hugsjónum og góðu fólki. Hvernig virka þá hinir flokkarnir sem enn standa? Jú, einn af þeim skrimtir því hann er klíka um völd. Hinir hanga á leikaraskap. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Kosningar 2018 Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Einu sinni var veröldin þannig að það fól í sér mjög sterka pólitíska afstöðu að ákveða á hvaða bensínstöð ætti að stoppa á leið um Hvalfjörð. Ef maður stoppaði í Botnsskála var maður fylgismaður Sjálfstæðisflokksins. Ef maður stoppaði á Þyrli var maður hliðhollur Framsóknarflokknum. Ef maður keypti bensínið á Ferstiklu var maður kommúnisti. Á fleiri sviðum fól daglegt hátterni í sér pólitíska afstöðu. Það skipti vitaskuld máli hvaða dagblöð fólk las. Víða skipti máli í hvaða bakaríi fólk keypti sætabrauð. Ekki tóku sjallar í mál að borða kommasnúð eða öfugt. Hveitið var pólitískt. Lífið hlýtur að hafa verið erfitt fyrir óákveðna, sem svitnuðu ábyggilega mjög á efri vör á degi hverjum við að taka réttar pólitískar innkaupaákvarðanir.Breytt veröld Nú hefur veröldin breyst. Það eru komin göng undir Hvalfjörð og bensínstöðvarnar þar mega muna sinn fífil fegurri. Ég held að ákaflega fáir spái í flokkapólitíska merkingu hveitis eða dísilolíu. Pólitík er auðvitað samt víða, sumir fjölmiðlar eru pólitískari en aðrir og viðskiptalífið eins og það er. Hallar til hægri. Ég held að mér sé óhætt að segja að veröldin hafa í öllu falli breyst þannig að ef ung manneskja myndi taka ákvarðanir um innkaup hinna hversdagslegu hluta á grundvelli hollustu við stjórnmálaflokk yrði hún álitin spes. Staðreyndin er þessi: Stjórnmálaflokkar skiptu þjóðinni í fylkingar einu sinni. Þeir skipta fáum í fylkingar núna. Þeir eru tímaskekkja. Upplýsingar flæða yfir mann og möguleikinn til að setja sig inn í einstök mál er orðinn svo ævintýralega miklu meiri. Möguleikinn til að kynnast sjónarmiðum einstaklinga er orðinn miklu meiri. Stjórnmálaflokkar, oft með sína löngu sögu, með sína svörtu sauði og dökku hliðar, flækjast fyrir þeirri löngun manns að fá að taka afstöðu á beinan og upplýstan hátt til manna og málefna. Eitt grín, einn hlátur Ímyndum okkur að grínistar væru með svona flokka. „Hlæið til framtíðar með Mið-Íslandi!“ „Steypustöðin er rétta grínið fyrir þig!“ Sjáið Ara Eldjárn! Ekki fíla Steinda! Vissulega getur smekkur fólks verið mismunandi en hvers vegna í ósköpunum skyldi maður hafa svo ákveðnar skoðanir á gríni að maður gengi í sérstakan grínflokk, styddi hann og neitaði að hlæja að öðru? Hvers vegna ekki að njóta allra litanna? Er ekki Anna Svava fyndin líka, Pétur Jóhann, Tvíhöfði, Lolla og Sarah Silverman? Ég á í mjög miklum erfiðleikum með að sætta mig við það, að þegar kemur að grunngerð samfélagsins, skoðunum á því hvað þurfi að gera og hvernig eigi að gera það, gildi önnur lögmál en annars staðar í lífinu. Má ekki læka margt? Tilvist stjórnmálaflokka setur kjósendum óeðlilega afarkosti. Þeir njörva kjósendur niður í hólf sem eiga sér litla samsvörun í raunveruleikanum. Enda fer stuðningur við stjórnmálaflokka þverrandi. Stærsta bylting stjórnmálanna á undanförnum árum felst í hverfandi hollustu við flokka. Langflestir kjósendur ákveða sig rétt áður en þeir fara í kjörklefann. Í komandi kosningum í Reykjavík ætla vel á annan tug flokka að bjóða fram lista. Fullt af fólki vill gefa sig að sveitarstjórnarmálum. Löggjafarvaldið átti ekki í vandræðum með að taka ákvörðun um að fjölga sveitarstjórnarfulltrúum um heilan helling. Besta gjöfin til kjósenda væri þó sú að gefa kjósendum frelsi til að velja úr öllum þessum hópum þá einstaklinga sem þeir treysta best. Svo vinna þeir saman. Hin feiga hönd Ég get borið vitni um það að auk þess að vera hamlandi og óeðlilegir, með hliðsjón af nútímasamfélagi, eru flokkar líka til hreinnar óþurftar að öðru leyti: Í þeim öllum ríkir andrúmsloft óbærilegra leiðinda. Flokkar drepa allt þokkalegt fólk úr leiðindum. Það er bara tímaspursmál. Hin kæfandi krafa um að kyngja eigin lífsviðhorfum í þágu flokkshollustu verður smám saman óbærileg, um að ganga í takt við alls konar fólk sem manni líkar jafnvel illa við, um að brosa framan í heiminn þótt flestir viti að til þess séu fáar ástæður. Að vera einhver allt annar en maður er. Þannig gera flokkar. Nú síðast hefur Björt framtíð orðið leiðindunum að bráð. Sá flokkur var stofnaður í þeirri von að hægt væri að skapa stjórnmálaflokk sem væri meira eins og opinn, afslappaður vettvangur, laus við þrúgandi kröfur, byggður á löngun fólks til að þjóna samfélagi sínu á heilbrigðan og óþvingaðan hátt. Það tók nokkur ár fyrir leiðindin – illgirni, deilur og ríg – að vinna fullnaðarsigur yfir fögrum hugsjónum og góðu fólki. Hvernig virka þá hinir flokkarnir sem enn standa? Jú, einn af þeim skrimtir því hann er klíka um völd. Hinir hanga á leikaraskap.
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun