Lyfjaeftirlitið fær sjálfstæði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. apríl 2018 12:13 Frá fundinum í dag. Frá vinstri eru Óskar Þór Ármannsson, Lilja Alfreðsdóttir, Lárus L. Blöndal og Líney Rut Halldórsdóttir. Vísir/E. Stefán Lyfjaeftirlit íþróttamanna á Íslandi verður framvegis framkvæmt af nýrri sjálfseignarstofnun, Lyfjaeftirliti Íslands, sem var formlega stofnuð í dag. Þetta þýðir að lyfjaeftirlitsnefnd ÍSÍ verður ekki lengur starfrækt og lyfjaeftirlitið sjálft fært undan hatti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Lyfjaeftirlitinu verður stýrt af sjálfstæðri stofnun, eins og tíðkast víða um heim. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, skrifaði undir skipulaggskrá Lyfjaeftirlits Íslands á blaðamannafundi í húsakynnum ÍSÍ í dag ásamt Lárusi L. Blöndal, forseta ÍSÍ. „Þetta er mjög mikilvægur dagur í íslenskum íþróttum,“ sagði Lilja á fundinum í dag. „Þetta hefur átt sér mjög langan aðdraganda. Það er mikilvægt að við sinnum þessum málefnum við og sinnum þeim skyldum sem alþjóðastofnanir mælast til um.“ Ný stofnun mun hafa sama hlutverk og forveri hennar, að skipuleggja og framkvæma lyfjaeftirlit á Íslandi sem og að birta og kynna bannlista um efni sem óheimilt er að nota í íþróttum. Hún mun einnig standa að fræðslu og forvörnum og taka þát í alþjóðlegu samstarfi. Menntamálaráðuneyti hefur borið ábyrgð á lyfjaeftirliti á Íslandi frá 1989 og frá 2005 hefur lyfjaeftirlit á Íslandi verið undir sameiginlegri ábyrgð ÍSÍ og ríkisvalds. Árið 2012 mælti lyfjaeftirlit Evrópuráðsins með því að sjálfstæð stofnun myndi annars lyfjaeftirlit, sem verður raunin á Íslandi frá og með deginum í dag. Fram kom á fundinum í dag að væntanleg stjórn Lyfjaeftirlits ÍSlands mun skipuleggja starfsemina á næstu misserum. Íþróttir Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Golf Fleiri fréttir „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Friðrik Ingi hættur með Hauka Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn Sjá meira
Lyfjaeftirlit íþróttamanna á Íslandi verður framvegis framkvæmt af nýrri sjálfseignarstofnun, Lyfjaeftirliti Íslands, sem var formlega stofnuð í dag. Þetta þýðir að lyfjaeftirlitsnefnd ÍSÍ verður ekki lengur starfrækt og lyfjaeftirlitið sjálft fært undan hatti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Lyfjaeftirlitinu verður stýrt af sjálfstæðri stofnun, eins og tíðkast víða um heim. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, skrifaði undir skipulaggskrá Lyfjaeftirlits Íslands á blaðamannafundi í húsakynnum ÍSÍ í dag ásamt Lárusi L. Blöndal, forseta ÍSÍ. „Þetta er mjög mikilvægur dagur í íslenskum íþróttum,“ sagði Lilja á fundinum í dag. „Þetta hefur átt sér mjög langan aðdraganda. Það er mikilvægt að við sinnum þessum málefnum við og sinnum þeim skyldum sem alþjóðastofnanir mælast til um.“ Ný stofnun mun hafa sama hlutverk og forveri hennar, að skipuleggja og framkvæma lyfjaeftirlit á Íslandi sem og að birta og kynna bannlista um efni sem óheimilt er að nota í íþróttum. Hún mun einnig standa að fræðslu og forvörnum og taka þát í alþjóðlegu samstarfi. Menntamálaráðuneyti hefur borið ábyrgð á lyfjaeftirliti á Íslandi frá 1989 og frá 2005 hefur lyfjaeftirlit á Íslandi verið undir sameiginlegri ábyrgð ÍSÍ og ríkisvalds. Árið 2012 mælti lyfjaeftirlit Evrópuráðsins með því að sjálfstæð stofnun myndi annars lyfjaeftirlit, sem verður raunin á Íslandi frá og með deginum í dag. Fram kom á fundinum í dag að væntanleg stjórn Lyfjaeftirlits ÍSlands mun skipuleggja starfsemina á næstu misserum.
Íþróttir Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Golf Fleiri fréttir „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Friðrik Ingi hættur með Hauka Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn Sjá meira