Ísland sótti gull í greipar frænda okkar í Færeyjum Hjörvar Ólafsson skrifar 11. apríl 2018 06:30 Fanndís Friðriksdóttir innsiglaði sigurinn í Þórshöfn í gær. Vísir/Getty Leikmenn og forráðamenn íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gerðu skýra kröfu um að tryggja sér sex stig úr leikjum sínum gegn Slóveníu og Færeyjum í undankeppni HM 2019. Ísland lagði Slóveníu að velli á föstudaginn var og íslenska liðið bjó svo um hnútana að markmiðið um stigin sex næðist með öruggum 5-0 sigri á Færeyjum í gærkvöldi. Ísland er nú tveimur stigum á eftir Þýskalandi sem trónar á toppi riðilsins, en íslenska liðið á leik til góða á Þjóðverja. Ísland mætir Slóveníu á Laugardalsvelli 11. júní næstkomandi og takist íslenska liðinu að fara með sigur af hólmi í þeim leik verður liðið með eins stigs forskot á Þýskaland þegar liðin mætast í toppslag riðilsins í september næsta haust. Það voru Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Rakel Hönnudóttir, Harpa Þorsteinsdóttir, Agla María Albertsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir sem skoruðu mörk íslenska liðsins í gær. Gunnhildur Yrsa er þar af leiðandi orðin markahæsti leikmaður íslenska liðsins í undankeppninni með fjögur mörk. Rakel Hönnudóttir skoraði líkt og Gunnhildur Yrsa í báðum leikjunum í þessum legg í undankeppninni. Þá skoraði Harpa sitt fyrsta landsliðsmark síðan í lokakeppni EM 2017 og Agla María fyrsta mark sitt fyrir íslenska landsliðið.Allt gengur samkvæmt áætlun „Við erum bara kampakát með þessa niðurstöðu og það er mikill léttir að hafa landað þessum tveimur sigrum gegn Slóveníu og síðan Færeyjum. Þetta var þolinmæðisverk og Færeyjar létu okkur hafa fyrir þessum sigri. Það er hins vegar jákvætt að skora fimm góð mörk og halda markinu hreinu,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, brattur þegar Fréttablaðið ræddi við hann eftir leikinn í gærkvöldi. „Við skerptum á okkar áherslum í hálfleik og seinni hálfleikur var mun betri en sá fyrri. Þar fórum við eftir þeirri uppskrift sem lögð var upp fyrir leikinn og vorum árásargjarnari í sóknaraðgerðum okkar. Það er jákvætt að Harpa hafi fundið netmöskvana og það er gaman að sjá í hversu góðu formi Gunnhildur Yrsa er. Annars var þetta liðssigur og margar sem spiluðu vel að þessu sinni,“ sagði Freyr um frammistöðu íslenska liðsins. „Það er frábært að vera búin með útileikina okkar í þessari undankeppni og að vera í svona góðri stöðu á þessum tímapunkti. Við erum einmitt í þeirri stöðu sem við ætluðum okkur fyrir heimaleikina þrjá sem fram undan eru. Nú er eitt ljón í veginum, það er Slóvenía á heimavelli í júní, en sigur í þeim leik tryggir toppslag gegn Þýskalandi næst haust,“ sagði Freyr um framhaldið hjá íslenska liðinu. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Leikmenn og forráðamenn íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gerðu skýra kröfu um að tryggja sér sex stig úr leikjum sínum gegn Slóveníu og Færeyjum í undankeppni HM 2019. Ísland lagði Slóveníu að velli á föstudaginn var og íslenska liðið bjó svo um hnútana að markmiðið um stigin sex næðist með öruggum 5-0 sigri á Færeyjum í gærkvöldi. Ísland er nú tveimur stigum á eftir Þýskalandi sem trónar á toppi riðilsins, en íslenska liðið á leik til góða á Þjóðverja. Ísland mætir Slóveníu á Laugardalsvelli 11. júní næstkomandi og takist íslenska liðinu að fara með sigur af hólmi í þeim leik verður liðið með eins stigs forskot á Þýskaland þegar liðin mætast í toppslag riðilsins í september næsta haust. Það voru Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Rakel Hönnudóttir, Harpa Þorsteinsdóttir, Agla María Albertsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir sem skoruðu mörk íslenska liðsins í gær. Gunnhildur Yrsa er þar af leiðandi orðin markahæsti leikmaður íslenska liðsins í undankeppninni með fjögur mörk. Rakel Hönnudóttir skoraði líkt og Gunnhildur Yrsa í báðum leikjunum í þessum legg í undankeppninni. Þá skoraði Harpa sitt fyrsta landsliðsmark síðan í lokakeppni EM 2017 og Agla María fyrsta mark sitt fyrir íslenska landsliðið.Allt gengur samkvæmt áætlun „Við erum bara kampakát með þessa niðurstöðu og það er mikill léttir að hafa landað þessum tveimur sigrum gegn Slóveníu og síðan Færeyjum. Þetta var þolinmæðisverk og Færeyjar létu okkur hafa fyrir þessum sigri. Það er hins vegar jákvætt að skora fimm góð mörk og halda markinu hreinu,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, brattur þegar Fréttablaðið ræddi við hann eftir leikinn í gærkvöldi. „Við skerptum á okkar áherslum í hálfleik og seinni hálfleikur var mun betri en sá fyrri. Þar fórum við eftir þeirri uppskrift sem lögð var upp fyrir leikinn og vorum árásargjarnari í sóknaraðgerðum okkar. Það er jákvætt að Harpa hafi fundið netmöskvana og það er gaman að sjá í hversu góðu formi Gunnhildur Yrsa er. Annars var þetta liðssigur og margar sem spiluðu vel að þessu sinni,“ sagði Freyr um frammistöðu íslenska liðsins. „Það er frábært að vera búin með útileikina okkar í þessari undankeppni og að vera í svona góðri stöðu á þessum tímapunkti. Við erum einmitt í þeirri stöðu sem við ætluðum okkur fyrir heimaleikina þrjá sem fram undan eru. Nú er eitt ljón í veginum, það er Slóvenía á heimavelli í júní, en sigur í þeim leik tryggir toppslag gegn Þýskalandi næst haust,“ sagði Freyr um framhaldið hjá íslenska liðinu.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira