Assad-liðar ráðast gegn bandamönnum Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 29. apríl 2018 17:30 Sjaldgæft er að til bardaga komi á milli Assad-liða og SDF og hefur Efrat-fljótið myndað nokkurs konar landamæri á milli fylkinganna. Vísir/AFP Harðir bardagar hafa átt sér stað á austurbakka Efrat-fljót í Sýrlandi í dag eftir að sveitir hliðhollar Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, réðust á bandamenn Bandaríkjanna, SDF, sem að mestu samanstanda af sýrlenskum Kúrdum. Ríkissjónvarp Sýrlands, SANA, sagði Assad-liðana hafa náð tökum á nokkrum þorpum í Deir Ezzor en SDF og Bandaríkin segjast hafa rekið þá brott í gagnárás. Syrian Observatory for Human Rights, sem rekur umfangsmikið net heimildarmanna í Sýrlandi, segir sex meðlimi SDF hafa fallið og 22 hafa særst. Ekki er vitað hve margir Assad-liðar féllu. Sjaldgæft er að til bardaga komi á milli Assad-liða og SDF og hefur Efrat-fljótið myndað nokkurs konar landamæri á milli fylkinganna. Bandaríkin eru með fjölda hermanna í austurhluta Sýrlands þar sem þeir hafa aðstoðað SDF gegn Íslamska ríkinu. Svæðið sem um ræðir er talið ríkt af olíu- og gaslindum. Síðast kom til átaka á milli fylkinganna í febrúar þegar Assad-liðar gerðu árás á herstöð SDF á svæðinu. Þá voru bandarískir hermenn staddir í herstöðinni og gerðu Bandaríkin umfangsmiklar loftárásir á árásaraðilana. Minnst hundrað manns og allt að þrjú hundruð féllu í árásinni og þar á meðal voru rússneskir málaliðar.Samkvæmt Reuters segja SDF að rússneskir málaliðar hafi aftur tekið þátt í árásunum gegn þeim. Þó er talið að málaliðar á vegum Íran og meðlimir Hezbollah hafi verið stærstu fylkingarnar í árásarliðinu. Þá segir heimildarmaður fréttaveitunnar að Bandaríkin hafi einnig aftur gert loftárásir til að stöðva árásirnar. Hér að neðan má sjá umfjöllun MSNBC um árásina í febrúar.In February, Russian mercenaries attacked a US base in #Syria. Hundreds were killed in retaliatory airstrikes. The Kremlin tried to cover up the incident, but we got hold of intercepted recordings in which some of the contract soldiers discussed the encounter. pic.twitter.com/eoQMiXk5sX— On Assignment with Richard Engel (@OARichardEngel) April 28, 2018 Sýrland Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Sjá meira
Harðir bardagar hafa átt sér stað á austurbakka Efrat-fljót í Sýrlandi í dag eftir að sveitir hliðhollar Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, réðust á bandamenn Bandaríkjanna, SDF, sem að mestu samanstanda af sýrlenskum Kúrdum. Ríkissjónvarp Sýrlands, SANA, sagði Assad-liðana hafa náð tökum á nokkrum þorpum í Deir Ezzor en SDF og Bandaríkin segjast hafa rekið þá brott í gagnárás. Syrian Observatory for Human Rights, sem rekur umfangsmikið net heimildarmanna í Sýrlandi, segir sex meðlimi SDF hafa fallið og 22 hafa særst. Ekki er vitað hve margir Assad-liðar féllu. Sjaldgæft er að til bardaga komi á milli Assad-liða og SDF og hefur Efrat-fljótið myndað nokkurs konar landamæri á milli fylkinganna. Bandaríkin eru með fjölda hermanna í austurhluta Sýrlands þar sem þeir hafa aðstoðað SDF gegn Íslamska ríkinu. Svæðið sem um ræðir er talið ríkt af olíu- og gaslindum. Síðast kom til átaka á milli fylkinganna í febrúar þegar Assad-liðar gerðu árás á herstöð SDF á svæðinu. Þá voru bandarískir hermenn staddir í herstöðinni og gerðu Bandaríkin umfangsmiklar loftárásir á árásaraðilana. Minnst hundrað manns og allt að þrjú hundruð féllu í árásinni og þar á meðal voru rússneskir málaliðar.Samkvæmt Reuters segja SDF að rússneskir málaliðar hafi aftur tekið þátt í árásunum gegn þeim. Þó er talið að málaliðar á vegum Íran og meðlimir Hezbollah hafi verið stærstu fylkingarnar í árásarliðinu. Þá segir heimildarmaður fréttaveitunnar að Bandaríkin hafi einnig aftur gert loftárásir til að stöðva árásirnar. Hér að neðan má sjá umfjöllun MSNBC um árásina í febrúar.In February, Russian mercenaries attacked a US base in #Syria. Hundreds were killed in retaliatory airstrikes. The Kremlin tried to cover up the incident, but we got hold of intercepted recordings in which some of the contract soldiers discussed the encounter. pic.twitter.com/eoQMiXk5sX— On Assignment with Richard Engel (@OARichardEngel) April 28, 2018
Sýrland Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Sjá meira