Tilraunasvæði Norður-Kóreu lokað í maí Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. apríl 2018 08:19 Kim Jong Un ætlar að bjóða blaðamönnum og vopnasérfræðingum til landsins í næsta mánuði. Vísir/afp Kim Jong Un hefur ákveðið að loka kjarnavopnatilraunasvæði Norður-Kóreu strax í næsta mánuði. Hann ætlar jafnframt að bjóða bandarískum vopnasérfræðingum og blaðamönnum að koma til landsins til að vera viðstaddir afkjarnorkuvæðingu landsins. Yoon Young-chan, fjölmiðlafulltrúi Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu sagði að Kim Jong Un hefði sagt að það væri engin ástæða til eiga kjarnorkuvopn ef gagnkvæmt traust kæmist á í samskiptum Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Þjóðarleiðtogarnir skyldu efla traust sín á milli með því að hittast á reglulegum fundum. „Þrátt fyrir að hafa óbeit á Norður – Kóreu verður Bandaríkjunum það ljóst þegar samningaviðræður hefjast að ég er ekki þess háttar manneskja sem gæti beitt kjarnorkuvopnum hvorki á Suður-Kóreu né Bandaríkin,“ er haft eftir leiðtoga Norður-Kóreu. Á sáttarfundi Kims Jong un og Moon Jae- in, forseta Suður-Kóreu, sem fór fram um helgina, voru þau heit strengd að Kóreuskaginn skyldi afkjarnorkuvæddur með öllu. Fréttastofa Reuters tekur þó fram að þrátt fyrir fögur fyrirheit hafi engin aðgerðaráætlun verið gerð til að tryggja að ríkin tvö nái settum markmiðum. Þetta var í fyrsta skiptið í ellefu ár sem leiðtogar ríkjanna tveggja hittast á fundi sem þykir vendipunktur í milliríkjasamskiptum. Á fundinum var sammælst um að koma á varanlegum friði. Til stendur að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna og Kim Jong Un hittist á fundi áður en langt um líður. Hvorki liggur fyrir hvenær sá fundur mun eiga sér stað né hvar hann verður haldinn. Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kóreumenn fagna „sögulegum“ fundi Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu segir fundinn vera vendipunkt fyrir Kóreuskagann. 28. apríl 2018 20:42 Kóreuleiðtogarnir stefna á algera afkjarnorkuvæðingu eftir sögulegan fund Leiðtogar Norður- og Suður-Kóreu vilja binda formlegan enda á stríðið. Vopnahlé var gert árið 1953 en formlega séð eiga ríkin enn í stríði. 27. apríl 2018 10:18 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Kim Jong Un hefur ákveðið að loka kjarnavopnatilraunasvæði Norður-Kóreu strax í næsta mánuði. Hann ætlar jafnframt að bjóða bandarískum vopnasérfræðingum og blaðamönnum að koma til landsins til að vera viðstaddir afkjarnorkuvæðingu landsins. Yoon Young-chan, fjölmiðlafulltrúi Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu sagði að Kim Jong Un hefði sagt að það væri engin ástæða til eiga kjarnorkuvopn ef gagnkvæmt traust kæmist á í samskiptum Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Þjóðarleiðtogarnir skyldu efla traust sín á milli með því að hittast á reglulegum fundum. „Þrátt fyrir að hafa óbeit á Norður – Kóreu verður Bandaríkjunum það ljóst þegar samningaviðræður hefjast að ég er ekki þess háttar manneskja sem gæti beitt kjarnorkuvopnum hvorki á Suður-Kóreu né Bandaríkin,“ er haft eftir leiðtoga Norður-Kóreu. Á sáttarfundi Kims Jong un og Moon Jae- in, forseta Suður-Kóreu, sem fór fram um helgina, voru þau heit strengd að Kóreuskaginn skyldi afkjarnorkuvæddur með öllu. Fréttastofa Reuters tekur þó fram að þrátt fyrir fögur fyrirheit hafi engin aðgerðaráætlun verið gerð til að tryggja að ríkin tvö nái settum markmiðum. Þetta var í fyrsta skiptið í ellefu ár sem leiðtogar ríkjanna tveggja hittast á fundi sem þykir vendipunktur í milliríkjasamskiptum. Á fundinum var sammælst um að koma á varanlegum friði. Til stendur að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna og Kim Jong Un hittist á fundi áður en langt um líður. Hvorki liggur fyrir hvenær sá fundur mun eiga sér stað né hvar hann verður haldinn.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kóreumenn fagna „sögulegum“ fundi Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu segir fundinn vera vendipunkt fyrir Kóreuskagann. 28. apríl 2018 20:42 Kóreuleiðtogarnir stefna á algera afkjarnorkuvæðingu eftir sögulegan fund Leiðtogar Norður- og Suður-Kóreu vilja binda formlegan enda á stríðið. Vopnahlé var gert árið 1953 en formlega séð eiga ríkin enn í stríði. 27. apríl 2018 10:18 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Norður-Kóreumenn fagna „sögulegum“ fundi Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu segir fundinn vera vendipunkt fyrir Kóreuskagann. 28. apríl 2018 20:42
Kóreuleiðtogarnir stefna á algera afkjarnorkuvæðingu eftir sögulegan fund Leiðtogar Norður- og Suður-Kóreu vilja binda formlegan enda á stríðið. Vopnahlé var gert árið 1953 en formlega séð eiga ríkin enn í stríði. 27. apríl 2018 10:18