Stigagjöf dómnefnda í Eurovision breytt Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 27. apríl 2018 22:45 Salvador Sobral söng sig inn í hjörtu Evrópubúa í fyrra þegar Portúgal sigraði keppnina í fyrsta skipti. VISIR / EPA Tilkynnt hefur verið um breytingar á því hvernig stigagjöf dómnefnda verða reiknuð út í Eurovision, Söngvakeppni evrópskra sjónvarsstöðva. „Að hverri keppni lokinni metum við hvaða skref er hægt að taka til að styrkja kosningakerfið,“ sagði Jon Ola Sand, framkvæmdastjóri keppninnar, um breytinguna. „Með þessari breytingu á því hvernig stigagjöf dómnefndarinnar er reiknuð út tryggjum við að þau lög sem náðu efstu sætum á blöðum dómaranna fái viðurkenningu í samræmi við það og að skoðun dómnefndarinnar sem heildar vegi meira en skoðanir einstaka dómara.“ Atriði á úrslitakvöldi Eurovision eru alls 26 en það eru aðeins tíu efstu í vali hverrar dómnefndar sem fá stig. Eins og kerfið hefur verið getur einstaka dómari haft gífurleg áhrif á lokaniðurstöðu dómnefndarinnar. Sú staða hefur getað komið upp að einn dómari getur dregið atriði gífurlega mikið niður í stigagjöf með því að setja það neðarlega á sinn lista þó svo hinir fjórir dómararnir hafi verið tiltölulega sammála og sett lagið ofarlega á sinn lista. Með fyrirhuguðum breytingum verður breytt vægi uppröðunar dómaranna þannig að þau lög sem dómari setur ofarlega hafa meira vægi en þau lög sem dómari setur neðarlega. Lögunum verður sem fyrr raðað upp á kvarða. Það lag sem dómari setur neðst mun fá gildið einn en eftir því sem ofar dregur á listanum mun vægi laganna vaxa með veldisvexti. Þetta mun tryggja efstu lögunum meira vægi á kostnað þeirra sem neðar eru. Á þetta kerfi þannig að gera niðurstöðuna sanngjarnari og skapa heildarjafnvægi milli dómara. Stigakerfi Eurovision er í stöðugri þróun. Sú breyting var gerð á stigagjöf í Eurovision árið 2008 að dómnefndir öðluðust helmings vægi í stigagjöf landa. Þar á undan hafði í fimm ár einungis verið notast við atkvæði greidd gegn um síma. Fyrstu áratugina sem keppnin var haldin var eingöngu notast við dómnefndir. Í dag er notast við blandað kerfi símaatkvæða og dómnefnda, líkt og fram hefur komið. Hópurinn í kring um atriði Íslands í keppninni í ár heldur af stað til Lissabon á morgun og á sína fyrstu æfingu strax á sunnudagsmorgun. Í dag var tilkynnt að Edda Sif Pálsdóttir, sjónvarpskona, muni kynna stigagjöf Íslands í aðalkeppninni sem send verður út laugardaginn 12. maí. Eurovision Tengdar fréttir ABBA gefur út nýja tónlist Poppsveitin ABBA hefur tekið upp nýja tónlist í fyrsta sinn síðan árið 1982. 27. apríl 2018 11:57 Edda Sif verður stigakynnir í Eurovision Edda Sif Pálsdóttir, sjónvarpskona, verður stigakynnir fyrir Íslands hönd á úrslitakvöldi Eurovision 2018. 27. apríl 2018 10:38 Conchita Wurst með HIV Conchita Wurst greinir frá því á Instagram-síðu sinni að hún sé HIV smituð en Wurst vann Eurovision árið 2014. 16. apríl 2018 10:30 Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira
Tilkynnt hefur verið um breytingar á því hvernig stigagjöf dómnefnda verða reiknuð út í Eurovision, Söngvakeppni evrópskra sjónvarsstöðva. „Að hverri keppni lokinni metum við hvaða skref er hægt að taka til að styrkja kosningakerfið,“ sagði Jon Ola Sand, framkvæmdastjóri keppninnar, um breytinguna. „Með þessari breytingu á því hvernig stigagjöf dómnefndarinnar er reiknuð út tryggjum við að þau lög sem náðu efstu sætum á blöðum dómaranna fái viðurkenningu í samræmi við það og að skoðun dómnefndarinnar sem heildar vegi meira en skoðanir einstaka dómara.“ Atriði á úrslitakvöldi Eurovision eru alls 26 en það eru aðeins tíu efstu í vali hverrar dómnefndar sem fá stig. Eins og kerfið hefur verið getur einstaka dómari haft gífurleg áhrif á lokaniðurstöðu dómnefndarinnar. Sú staða hefur getað komið upp að einn dómari getur dregið atriði gífurlega mikið niður í stigagjöf með því að setja það neðarlega á sinn lista þó svo hinir fjórir dómararnir hafi verið tiltölulega sammála og sett lagið ofarlega á sinn lista. Með fyrirhuguðum breytingum verður breytt vægi uppröðunar dómaranna þannig að þau lög sem dómari setur ofarlega hafa meira vægi en þau lög sem dómari setur neðarlega. Lögunum verður sem fyrr raðað upp á kvarða. Það lag sem dómari setur neðst mun fá gildið einn en eftir því sem ofar dregur á listanum mun vægi laganna vaxa með veldisvexti. Þetta mun tryggja efstu lögunum meira vægi á kostnað þeirra sem neðar eru. Á þetta kerfi þannig að gera niðurstöðuna sanngjarnari og skapa heildarjafnvægi milli dómara. Stigakerfi Eurovision er í stöðugri þróun. Sú breyting var gerð á stigagjöf í Eurovision árið 2008 að dómnefndir öðluðust helmings vægi í stigagjöf landa. Þar á undan hafði í fimm ár einungis verið notast við atkvæði greidd gegn um síma. Fyrstu áratugina sem keppnin var haldin var eingöngu notast við dómnefndir. Í dag er notast við blandað kerfi símaatkvæða og dómnefnda, líkt og fram hefur komið. Hópurinn í kring um atriði Íslands í keppninni í ár heldur af stað til Lissabon á morgun og á sína fyrstu æfingu strax á sunnudagsmorgun. Í dag var tilkynnt að Edda Sif Pálsdóttir, sjónvarpskona, muni kynna stigagjöf Íslands í aðalkeppninni sem send verður út laugardaginn 12. maí.
Eurovision Tengdar fréttir ABBA gefur út nýja tónlist Poppsveitin ABBA hefur tekið upp nýja tónlist í fyrsta sinn síðan árið 1982. 27. apríl 2018 11:57 Edda Sif verður stigakynnir í Eurovision Edda Sif Pálsdóttir, sjónvarpskona, verður stigakynnir fyrir Íslands hönd á úrslitakvöldi Eurovision 2018. 27. apríl 2018 10:38 Conchita Wurst með HIV Conchita Wurst greinir frá því á Instagram-síðu sinni að hún sé HIV smituð en Wurst vann Eurovision árið 2014. 16. apríl 2018 10:30 Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira
ABBA gefur út nýja tónlist Poppsveitin ABBA hefur tekið upp nýja tónlist í fyrsta sinn síðan árið 1982. 27. apríl 2018 11:57
Edda Sif verður stigakynnir í Eurovision Edda Sif Pálsdóttir, sjónvarpskona, verður stigakynnir fyrir Íslands hönd á úrslitakvöldi Eurovision 2018. 27. apríl 2018 10:38
Conchita Wurst með HIV Conchita Wurst greinir frá því á Instagram-síðu sinni að hún sé HIV smituð en Wurst vann Eurovision árið 2014. 16. apríl 2018 10:30